Aðalleikarar
Leikstjórn
Sjarmerandi
Þegar ég byrjaði á Disney-maraþoninu fyrr á árinu tók ég ekki nokkrar stuttmyndasöfn sem Disney gaf út á 5. áratugnum og The Many Adventures of Winnie the Pooh (af hverju Pooh af öllum nöfnum btw?) sem kom út tveimur áratugum síðar. Ég veit ekki af hverju ég tók þessar myndir ekki, en ég hef gert það núna.
Í staðinn fyrir að koma með heilar 7 gagnrýnir um þessar myndir ákvað ég að taka einungis eina gagnrýni og beina henni aðallega að þeim myndum sem höfðu sömu karaktera út myndina. Ég ætla samt að skrifa í stuttu máli hvað mér fannst um hinar myndirnar og gefa þeim einkunn.
Saludos Amigos: Skemmtileg og smávegis fræðandi um leið. Það var gaman að sjá Guffa og Andrés eftir að þeir komu ekkert fram í Fantasia nokkrum árum áður. Samt allt of stutt.
6/10
The Three Caballeros: Frekar flott hversu fljótt það náðist að blanda live-action við hreyfimyndagerðina, og gaman að sjá Andrés með Panchito Pistoles og José Carioca. En myndin er allt of súr fyrir mig og verður mjög langdregin.
5/10
Make Mine Music: Minna alvarlegri útgáfa af Fantasia en verður betri eftir því sem líður á hana. Það pirraði mig samt frekar mikið að öndin í Peter and the Wolf lifði myndina af. Annars eru síðustu tveir kaflarnir þeir langbestu. Það er rosalega spes að sjá ástfangna hatta og óperusyngjandi hval.
6/10
Fun and Fancy Free: Þunn, óáhugaverð og frekar leiðinleg. Jiminy Cricket gat ekki einu sinni bjargað myndinni frá miðjumoði.
4/10
Melody Time: Svipuð og Make Mine Music, bara betri. Mörg góð atriði og sýrutrippið með Andrési og José Carioca er miklu styttra en í The Three Caballeros. Aðalkarakterinn í síðasta hlutanum er reyndar með stærstu Gary-Stu sem ég hef séð, en það gerir reyndar þann hluta ennþá betri.
7/10
The Adventures og Ichabod and Mr. Toad: Klárlega sú besta með Melody Time. Báðir hlutarnir eru vel gerðir, þó mér fannst gaman hversu þögull síðari hlutinn var, og er áreiðanlega ein af fáum myndum frá Disney sem ekki hafa hamingjusaman endi. Ég man ekki eftir neinum öðrum eins og er (Bambi hálfpartinn reyndar).
7/10
En nú er komið að The Many Adventures of Winnie the Pooh.
Myndinni er skipt í þrjá hluta en ólíkt hinum myndunum tengjast þeir allir, ekki eingöngu með að hafa sömu karaktera, heldur líka í sambandi við hvernig karakterum finnast aðrir vera. Ég sjálfur hafði gaman af þeim þegar ég var yngri og að sjá þá aftur núna var ágætis nostalgiukast (en ekki nærri því eins mikið og margar myndir frá 10. áratugnum og nokkrar aðrar).
Það eru margir góðir karakterar í myndinni. Rabbit, Roo, Gopher, Eeyore og Piglet eru í uppáhaldi hjá mér, og hafa þeir allir mjög ólíka, en þunna, persónuleika (eins og allir aðrir karakterar). Þeir minna mig frekar mikið á dvergana í Snow White, þó dvergarnir séu aðeins þynnri. Það er líka gott að karakterarnir séu ólíkir og margir, svo að maður getur að minnsta kosti líkað vel við einn. Owl er karakterinn sem er á milli þess að vera fyndinn og pirrandi. Það fer nær oftast við aðstæður hvort hann sé, t.d. fannst mér fyndið þegar hann var að tala um ættingja sína þegar það var stormur í Hundraðeykuskógi. Og ég veit að margir eru ósammála mér þegar ég segi að ég þoli ekki Pooh sjálfan og Tigger, og hef aldrei gert það. Mér fynnst samt athyglisverðast að mér fannst Tigger vera skárri en mig minnti. Síðasti hlutinn hafði kannski eitthvað að gera með það, þegar hann náði loksins að sannfæra Rabbit (sem er áreiðanlega sá eini sem þolir hann ekki í sögunum) hversu gaman er að skoppa.
Útlitið og tónlistin hafa mjög skemmtilegan sjarma. Lögin eru oftast stutt en þau gera sitt verk. Og útlitið er oft mjög sérstakt. Myndin gerist inni í bók, og það kemur oft fyrir að karakterar fari á stafi eða að hlutir snúa eftir því hvernig bókin snýr. Síðan koma nokkrum sinnum atriði þar sem fjórði veggurinn er brotinn. Frekar frumlegt af Disney.
Myndin er ekki ein af þeim bestu frá Disney, en sjarminn er mjög sjáanlegur og ég verð nú bara að segja að kannski fari ég á nýju myndina þegar hún kemur út einhvern tímann á næsta ári.
7/10
Þegar ég byrjaði á Disney-maraþoninu fyrr á árinu tók ég ekki nokkrar stuttmyndasöfn sem Disney gaf út á 5. áratugnum og The Many Adventures of Winnie the Pooh (af hverju Pooh af öllum nöfnum btw?) sem kom út tveimur áratugum síðar. Ég veit ekki af hverju ég tók þessar myndir ekki, en ég hef gert það núna.
Í staðinn fyrir að koma með heilar 7 gagnrýnir um þessar myndir ákvað ég að taka einungis eina gagnrýni og beina henni aðallega að þeim myndum sem höfðu sömu karaktera út myndina. Ég ætla samt að skrifa í stuttu máli hvað mér fannst um hinar myndirnar og gefa þeim einkunn.
Saludos Amigos: Skemmtileg og smávegis fræðandi um leið. Það var gaman að sjá Guffa og Andrés eftir að þeir komu ekkert fram í Fantasia nokkrum árum áður. Samt allt of stutt.
6/10
The Three Caballeros: Frekar flott hversu fljótt það náðist að blanda live-action við hreyfimyndagerðina, og gaman að sjá Andrés með Panchito Pistoles og José Carioca. En myndin er allt of súr fyrir mig og verður mjög langdregin.
5/10
Make Mine Music: Minna alvarlegri útgáfa af Fantasia en verður betri eftir því sem líður á hana. Það pirraði mig samt frekar mikið að öndin í Peter and the Wolf lifði myndina af. Annars eru síðustu tveir kaflarnir þeir langbestu. Það er rosalega spes að sjá ástfangna hatta og óperusyngjandi hval.
6/10
Fun and Fancy Free: Þunn, óáhugaverð og frekar leiðinleg. Jiminy Cricket gat ekki einu sinni bjargað myndinni frá miðjumoði.
4/10
Melody Time: Svipuð og Make Mine Music, bara betri. Mörg góð atriði og sýrutrippið með Andrési og José Carioca er miklu styttra en í The Three Caballeros. Aðalkarakterinn í síðasta hlutanum er reyndar með stærstu Gary-Stu sem ég hef séð, en það gerir reyndar þann hluta ennþá betri.
7/10
The Adventures og Ichabod and Mr. Toad: Klárlega sú besta með Melody Time. Báðir hlutarnir eru vel gerðir, þó mér fannst gaman hversu þögull síðari hlutinn var, og er áreiðanlega ein af fáum myndum frá Disney sem ekki hafa hamingjusaman endi. Ég man ekki eftir neinum öðrum eins og er (Bambi hálfpartinn reyndar).
7/10
En nú er komið að The Many Adventures of Winnie the Pooh.
Myndinni er skipt í þrjá hluta en ólíkt hinum myndunum tengjast þeir allir, ekki eingöngu með að hafa sömu karaktera, heldur líka í sambandi við hvernig karakterum finnast aðrir vera. Ég sjálfur hafði gaman af þeim þegar ég var yngri og að sjá þá aftur núna var ágætis nostalgiukast (en ekki nærri því eins mikið og margar myndir frá 10. áratugnum og nokkrar aðrar).
Það eru margir góðir karakterar í myndinni. Rabbit, Roo, Gopher, Eeyore og Piglet eru í uppáhaldi hjá mér, og hafa þeir allir mjög ólíka, en þunna, persónuleika (eins og allir aðrir karakterar). Þeir minna mig frekar mikið á dvergana í Snow White, þó dvergarnir séu aðeins þynnri. Það er líka gott að karakterarnir séu ólíkir og margir, svo að maður getur að minnsta kosti líkað vel við einn. Owl er karakterinn sem er á milli þess að vera fyndinn og pirrandi. Það fer nær oftast við aðstæður hvort hann sé, t.d. fannst mér fyndið þegar hann var að tala um ættingja sína þegar það var stormur í Hundraðeykuskógi. Og ég veit að margir eru ósammála mér þegar ég segi að ég þoli ekki Pooh sjálfan og Tigger, og hef aldrei gert það. Mér fynnst samt athyglisverðast að mér fannst Tigger vera skárri en mig minnti. Síðasti hlutinn hafði kannski eitthvað að gera með það, þegar hann náði loksins að sannfæra Rabbit (sem er áreiðanlega sá eini sem þolir hann ekki í sögunum) hversu gaman er að skoppa.
Útlitið og tónlistin hafa mjög skemmtilegan sjarma. Lögin eru oftast stutt en þau gera sitt verk. Og útlitið er oft mjög sérstakt. Myndin gerist inni í bók, og það kemur oft fyrir að karakterar fari á stafi eða að hlutir snúa eftir því hvernig bókin snýr. Síðan koma nokkrum sinnum atriði þar sem fjórði veggurinn er brotinn. Frekar frumlegt af Disney.
Myndin er ekki ein af þeim bestu frá Disney, en sjarminn er mjög sjáanlegur og ég verð nú bara að segja að kannski fari ég á nýju myndina þegar hún kemur út einhvern tímann á næsta ári.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Wolfgang Reitherman, John Lounsbery
Handrit
Nicholas Campbell, Ken Anderson, Ted Berman
Framleiðandi
Walt Disney Productions
Vefsíða:
movies.disney.com/the-many-adventures-of-winnie-the-pooh
Aldur USA:
G