Náðu í appið
Öllum leyfð

The AristoCats 1970

Meet the cats who know where it's at...for fun, music and adventure!

78 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Óperustjarnan fyrrverandi Adelaide Bonfamille nýtur lífsins í París, ásamt hefðarkettinum sínum Hertogaynjunni, og þremur kettlingum hennar, píanóleikaranum Berlioz, listmálaranum Toulouse og hinum hræsnisfulla Marie. Þegar hinn tryggi einkaþjónn Edgar heyrir að hún ætli að erfa ketti sína að öllum sínum eignum, þá byrlar hann þeim ólyfjan og rænir þeim.... Lesa meira

Óperustjarnan fyrrverandi Adelaide Bonfamille nýtur lífsins í París, ásamt hefðarkettinum sínum Hertogaynjunni, og þremur kettlingum hennar, píanóleikaranum Berlioz, listmálaranum Toulouse og hinum hræsnisfulla Marie. Þegar hinn tryggi einkaþjónn Edgar heyrir að hún ætli að erfa ketti sína að öllum sínum eignum, þá byrlar hann þeim ólyfjan og rænir þeim. Þegar vagninn með kettina innanborðs veltur fyrir utan borgina, og þeir sleppa út, þurfa kettirnir að finna leiðina heim til eiganda síns.... minna

Aðalleikarar

Besta Disney-mynd í nær 50 ár
Af öllum Disney-myndum frá Cindarella til Rescuers Down Under þá er þessi í uppáhaldi hjá mér. Því miður get ég ekki gefið henni meira en sjöu, sem er svolítið leiðinlegt fyrir fyrirtækið. Það átti tvö mjög öflug tímabil (gullöldin; 1937-1942, og endurreisnatímabilið; 1989 - 1999). Ég held samt að ég sé einn af mjög fáum sem kjósa þessa mynd frekar en einhverjar aðrar frá þessu tímabili. Söguþráðurinn er í stuttu máli mjög líkur 101 dalmatians (eru bæði um ketti/hunda og hvolpa/kettlinga sem vilja komast heim til sín áður en sá sem rændi þeim nær þeim aftur + byrjunin) en nær allt er aðeins betra í The Aristocats.

Eina sem 101 Dalmatians hefur sem er betra (þ.e.a.s. miklu betra) er illmennið, Cruela DeVil, en Edgar stenst engann veginn í samanburði við hana. Hann á sín augnablik en hann er samt með heimskustu Disney-illmennum sem ég hef séð. Allur söguþráðurinn hefði ekki verið fyrir honum, þar sem hann vissi ekki að kettir lifðu í cirka 12 ár, ekki 12 x 9 ár. Fyrir utan það þá er hann í lagi. Hann er einn af fáu illmennum frá Disney sem er bæði maður og heill á geði, og hann er nógu gáfaður til að uppgötva að hann gleymdi ákveðnum hlutum hjá staðnum, þar sem hann fór með kettina (eftir að hafa svæft og rænt þeim), sem gætu leitt lögregluna til hans.

Það besta við myndina eru karakterarnir en þetta ein af mjög fáum Disney-myndum þar sem mér finnst allir karakterarnir vera skemmtilegir, og þá sérstaklega gæsirnar þrjár sem koma fram í nokkrar mínútur í miðri myndinni. Atriðið með Uncle Waldo (síðasta hlutverk Bill Thompson, sem talaði t.d. fyrir Smee í Peter Pan) er með því besta í þessari mynd. Hundarnir tveir koma fram í tveimur atriðum í myndinni og koma, með Edgar, með alveg frekar gott slapstick inn á milli söguþráðsins. Þetta er líka fyrsta Disney-myndin sem Pat Buttram kom fram í (sem hundurinn Napoleon) og því miður er þetta eina myndin sem röddin hans passar við karakterinn. Kettirnir ná að halda myndinni uppi og þá sérstaklega Thomas O’Malley (talaður af Phil Harris, sá sami og talaði fyrir Baloo í Jungle Book). Ástarsagan milli hans og Duchess er lítið sett út á, en maður gat samt séð smávegis “kemistrí” á milli þeirra. Og miðað við hversu lélegar ástarsögurnar voru á þessum tíma (fyrir utan Lady and the Tramp), þ.e.a.s. milli 1950 og 1990, þá er þessi með þeim bestu. Það eina sem pirraði mig var að þetta var ástarsaga milli yfirstéttarkattar og villikattar (svipað og Lady and the Tramp). Samt sem áður, lítið en virkar.

Myndin hefur reyndar nokkra ketti sem er verulega stereótýpískir, en af einhverjum ástæðum fór það nær ekkert í mig. Kannski er það af því að þeir gerðu eitthvað í sambandið við söguþráðinn, kannski út af því að þeir gerðu gagn, eða kannski er það bara út af laginu “Everybody Wants to be a Cat”. Talandi um tónlist, þá eru lögin (og ég held tónlistin líka) það besta frá Disney á þessum tíma fyrir utan Pinocchio. Ekkert af lögunum fyrir mér eru gleymd lög.

Það eru margir karakterar sem ég hef ekki minnst á en enginn af þeim er óáhugaverður eða gerir ekkert gagn (annaðhvort fyrir sögþráðinn eða skemmtanagildi).

Myndin kom út þegar hreyfimyndir voru á sínu versta, sem stóð í meira en tvo áratugi, svo það er augljóst að útlitið er ekki það gott. Samanborið við aðrar Disney-myndir á þessum tíma er það gott, þó það komi fyrir að þeir endunoti eitthvað (hvort sem það var úr þessari mynd eða annari).

Það sem pirraði við mest við þessa mynd er hversu mannlegir allir kettirnir eru. Það kemur til dæmis atriði þar sem karlkynd kettlingarnir (Toulouse og Berlioz) eru að spila á píanóið og svo ekki talað um atriðið þegar 5 kettir eru að spila á alls kyns hljóðfæri á meðan O’Malley og Duchess eru að dansa saman. Þetta var skemmtilegt en þetta pirraði mig samt smávegis. Venjulega þegar dýr eru í aðalhlutverki haga þau sér eins og dýrin sem þau eru (fyrir utan Robin Hood, uggh), þrátt fyrir kettirnir gera það mestmegnis af myndinnni.

Fyrir mér er þetta það besta sem Disney hefur komið með síðan Bambi og þangað til Beauty and the Beast kom út.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn