Náðu í appið
Öllum leyfð

Robin Hood 1973

Justwatch

Meet Robin Hood and his MERRY MENagerie!

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Unga ljónið Prince John stjórnar Englandi með harðri hendi fyrir bróður sinn Ríkharð ljónshjarta sem er erlendis í krossferðum. Hrói höttur og hans hugdjörfu menn, þar á meðal Litli Jón og Tóki munkur, gera uppreisn gegn ofríki fógetans í Nottingham, og gegn öðrum aðalsmönnum, og stela peningum af hinum ríku til að hjálpa þeim fátæku.

Aðalleikarar

Sú versta
Robin Hood er, að mínu mati, lang veikasta Disney-myndin af þeim sem ég hef séð. Fyrir utan eitt smáatriði er ekkert gott við þessa mynd. Karakterarnir eru óáhugaverðir, tónlistin gleymist strax (fyrir utan 1-2 lög), það er nær enginn góður húmor, hún hefur ódýra hreyfimyndagerð og hefur of mikið af leiðinlegum fillerum.

Karakterar hafa oft verið mjög góðir hjá Disney en þessi hefur einungis einn góðan karakter: Lady Cluck, hænan. Hún hefur eina góða húmorinn í myndinni þótt hún endar í að vera rosalega hallærisleg ("Love conquers all!"). Robin Hood og Maid Marion hafa nær ekkert chemistry. Þau höfðu reyndar samband áður en myndin gerist, en það er ekkert farið út í það. Þetta er rosalega löt leið til að sýna sambandið þeirra. Ég var fyrir vonbrigðum með karakterinn hans Phil Harris, Little John. Hann hafði með betri karakterunum í síðustu tveimur myndum Disney (Baloo í Jungle Book og Thomas O'Malley í AristoCats), en hérna gerir hann lítið fyrir karakterinn hans, þó hann sé með þeim skástu. lllmenin gleymast fljótt og þeir eru þrír í þessari mynd, Sir Hiss, Prince John (sem hefur mjög ófyndinn running gag um mömmu sína) og fógetinn í Nottingham sem hefur eina mest pirrandi rödd sem ég veit um (talaður af Pat Buttram sem talaði fyrir Napoleon í AristoCats, en röddin passaði að minnsta kosti þar).

Myndin hefur fengið orðspor fyrir að endurnýta hreyfimyndir frá gömlum myndum, og það eru engar ýkjur hvað fólk segir. Það er eitt atriði sem nær eingöngu frá öðrum Disney-myndum (aðalega Jungle Book og AristoCats) en mér finnst margir karakterar vera minna mig á aðra karaktera. T.d. minnir Maid Marion mig á Duchess, Little John á Baloo og Sir Hiss á Kaa. Bakgrunnurinn er heldur ekki góður. Hreyfimyndir í teiknimyndum þurfa ekki að vera góðar til að myndin sé góð, og sömuleiðis með endurnotkun (Animal Farm var til dæmis ekkert rosalega vel gerð, en það stoppar hana ekki að vera með betri teiknimyndum/kvikmyndum sem ég hef séð) en myndin er það léleg að þetta pirrar mig bara meira.

Myndin hefur eitt smáatriði sem er gott, allt annað er lélegt/pirrandi. Þessi mynd hefði getað verið betri hefði Lady Cluck verið Maid Marion og haninn Alan-a-Dale (sem kom í byrjun myndarinnar með lagið Oo De Lally) verið Robin Hood.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

11.05.2020

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu - Átta safaríkar senur

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk þ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn