Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Rescuers 1977

Justwatch

Two tiny heroes, one big adventure!

78 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Tvær björgunarmýs leita að lítill stúlku sem var rænt af harðsvíruðum fjársjóðsleitarmönnum.

Aðalleikarar

Hámark miðjumoðs Disney
Hérna kemur fyrsta myndin frá Disney sem eiginlega hefur hvorki stóra kosti né galla. Og út af því þá er nær ekkert minnugt við hana. Út af þessu þá er The Rescuers stærsta meh-mynd Disney frá síðustu öld.

Til að byrja með eru allir karakterarnir annað hvort leiðinlegir eða óáhugverðir. Aðalkarakterarnir Bernard og Bianca (raddleikkonan talaði líka fyrir Duchess) voru miklu betri karakterar í framhaldsmyndinni (en ég mun ekki skrifa um hana alveg strax) á meðan þau gera lítið minnugt í þessari. Ég fann ekkert fyrir því sem Penny lenti í gegnum myndina, þótt hún lenti alveg í ágætlega miklum vandræðum. En enginn af karakterunum toppar illmennið í myndinni, Medusa. Eina sem hún gerði í gegnum myndina var að keyra bílinn hennar Cruella DeVil, öskra og vera over the top ("Chewing the scenery" er of vægt fyrir hana). Ég get alveg vel skemmt mér yfir ýktum frammistöðum en það gerði sig engann veginn hér.

Hreyfimyndagerðin er betra en í Robin Hood en ekki eitthvað til að mæla með. Bakgrunnurinn er oft mjög slappur og síðan er líka atriði með nokkrum dýrum og þau eru nær öll í svipaðri stærð. Og þetta eru kanína, ugla, skjaldbaka, moldvarpa (sem hefur alveg eins andlit og Bangsímon), bísamrotta og drekafluga (sem er reyndar aðeins minni). Tónlistin er einnig gleymd.

Þar að auki finnst mér plottið vera svolítið sérstakt: Músasamtök sem inniheldur nær eingöngu staðalímyndir ákveða að bjarga munaðarleysingja sem var rænt (og af einhverjum ástæðum er þessi stelpa sérstök samanborið við önnur börn sem hefur verið rænt) af illri konu sem notar krókódíla sem varðhunda. Og þar að auki getur fólk víst talað við dýr í myndinni.

Ég get lítið annað sagt um þessa mynd. Hún er bara algjört meh.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn