Náðu í appið

Höllin 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. september 2010

Time is Like the Water

52 MÍNÍslenska

Heimildamyndin Höllin fangar andrúmsloftið í einni af þekktari byggingum Reykjavíkur, Sundhöll Reykjavíkur, sem hefur í áratugi verið athvarf eldri borgara sem búa í nágrenninu. Vegna stórs hóps tryggra fastagesta og hás starfsaldurs starfsmanna Hallarinnar, eru skilin milli gesta og starfsmanna óskýr. Myndin er heimild um tíma og fólk sem brátt nýtur ekki... Lesa meira

Heimildamyndin Höllin fangar andrúmsloftið í einni af þekktari byggingum Reykjavíkur, Sundhöll Reykjavíkur, sem hefur í áratugi verið athvarf eldri borgara sem búa í nágrenninu. Vegna stórs hóps tryggra fastagesta og hás starfsaldurs starfsmanna Hallarinnar, eru skilin milli gesta og starfsmanna óskýr. Myndin er heimild um tíma og fólk sem brátt nýtur ekki lengur við. Hún gefur áhorfandanum líka þá tilfinningu að tíminn í Höllinni standi kyrr, að þar sé annar heimur. Myndin er því saga um venjur og endurtekningu. Sögumenn okkar, starfsfólk og gestir, eru sál hússins og myndin sjálf er óður til Hallarinnar og þess fólks sem á Höllina fyrir griðastað. Áhorfandinn kynnist fólkinu, sögum þess og sýn á lífið, og af hverju það sækir Höllina. Sagan er knúin áfram af persónunum sjálfum sem við hittum fyrir þegar við föngum hvunndaginn í Höllinni.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn