Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Adjustment Bureau 2011

(Adjustment)

Frumsýnd: 25. mars 2011

Fight for your fate.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Stjórnum við sjálf örlögum okkar, eða eru önnur öfl að verki. Maður verður þess áskynja hver örlög hans eru, en vill sjálfur gera eitthvað allt annað. En til að breyta örlögunum, verður hann að elta einu konuna sem hann hefur elskað í lífinu um alla New York borg. Dularfullir menn reyna að halda þeim frá hvoru öðru. Hann uppgötvar að þarna eru... Lesa meira

Stjórnum við sjálf örlögum okkar, eða eru önnur öfl að verki. Maður verður þess áskynja hver örlög hans eru, en vill sjálfur gera eitthvað allt annað. En til að breyta örlögunum, verður hann að elta einu konuna sem hann hefur elskað í lífinu um alla New York borg. Dularfullir menn reyna að halda þeim frá hvoru öðru. Hann uppgötvar að þarna eru á ferð menn frá The Adjustment Bureau, eða Stilliskrifstofunni, sem munu gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir samband þeirra David og Elise. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Stefnir í réttu átt en missir fljótt dampinn
Ég held að það sé ekki hægt að búa til mynd eftir (smá)sögu Philips K. Dick án þess að hún verði EITTHVAÐ áhugaverð, og hingað til hafa þær allar verið athyglisverðar á einhvern máta en ekki endilega allar góðar. The Adjustment Bureau fær hiklaust einhverja vildarpunkta fyrir að vera örlítið spennandi og hlaðin ýmsum skemmtilegum hugmyndum. Með öðruvísi leikstjórn og smá yfirferð á handritið hefði þessi mynd getað náð aðdáunarverðum hæðum en tónn myndarinnar er algjörlega rangur, sem gerir myndina meira kjánalega heldur en dularfulla, og atburðarásin fer svo mikið úr böndunum þegar lengra líður á söguna að maður er allan tímann fastur á hliðarlínunni í stað þess að vera þátttakandi í því sem er að gerast.

Myndin fangaði athygli mína strax frá byrjun og hélt mer ábyggilega í góðan hálftíma. Ég átti reyndar alltaf dálítið erfitt með að taka mennina með hattana alvarlega en engu að síður fékk ég mjög flotta uppstillingu með góðum samræðum og trúverðugri kemistríu hjá Matt Damon og Emily Blunt. Söguþráðurinn lofar góðu þangað til hann breytist í hallærislegan hlaupagang (sem er reyndar smekkfullur af sniðugum pælingum um frjálsan vilja) sem er vafinn utan um ástarsögu sem ég var bara ekki alveg að ná að festa mig við. Stundum koma kaflar sem verða svo óspennandi að manni byrjar að leiðast og svo eru ýmsar senur sem eiga að vera spennandi og alvarlegar en verða bara óviljandi skondnar. George Nolfi, sem er handritshöfundur sem prufar að leikstýra í fyrsta sinn, reynir að sækjast eftir einhvers konar retró-noir stíl sem kemst bara ekki almennilega til skila. Tónlistin eftir Thomas Newman er líka ferlega dæmigerð og stundum aðeins of niðurdrepandi.

Matt Damon er góður að venju. Emily Blunt er traust. Anthony Mackie er ansi minnisstæður og sömuleiðis þeir John Slattery og Terence Stamp. Áhugann frá leikurunum vantar svo sannarlega ekki og þær senur sem hitta ekki alveg í mark verða betri einungis með aðstoð frá fólkinu á skjánum. Nolfi notfærir sér líka umhverfið eins og það sé stakur karakter í sjálfu sér. Þetta jaðar meira að segja við það að vera 100 mínútna auglýsing fyrir New York-borg.

The Adjustment Bureau er án efa sú mynd frá Philip K. Dick sem mun höfða hvað mest til stelpna. Damon gerist svo háður draumastúlkunni sinni í myndinni að hinir rómantísku (og ekki alltof kröfuhörðu) gætu bráðnað svolítið. Þeir sem eru hins vegar ekki pínu mjúkir í sér munu bara líta á hegðun hans í myndinni sem óheilbrigða. Sjálfur sé ég að það sé efni í gæðamynd í þessu öllu en afraksturinn er voða lítið annað en ágæt mynd sem mun hitta vel til þeirra sem eru ekki vanir öðruvísi myndum og vilja eitthvað auðmelt og notalegt. Dick-aðdáendum til mikillar mæðu er myndin óvenjulega grunn miðað við hugmyndirnar og vangavelturnar. Afþreyingargildið er sæmilegt, en það mun líða ansi langt þangað til ég sækist í það að glápa á myndina aftur.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bara ágæt
The Adjustment Bureau segir frá stjórnmálamanninum David(Matt Damon) sem uppgvötar að lífum fólks er stjórnað af dularfullum og voldugum útsendurum sendir af "stjóranum"(myndin útskýrir ekki nógu vel). Þeir meina honum að umgangast draumadísina sína af þeirri ástæðu að þau eigi ekki að vera saman en hann leggur ekki árar í bát. The Adjustment Bureau virkar alveg ágætlega sem spennandi sci fi og Matt Damon heldur henni nokkuð vel uppi en þegar fer að líða á seinni kaflann tekur hún hálf leiðinlega stefnu og niðurstaðan veldur smá vonbrigðum. Annars er stór hluti myndarinnar fínasta skemmtun með nokkrum flottum atriðum þannig að ég mæli bara lauslega með The Adjustment Bureau. Hún er bara ekki svakalega heilabrotið sem hún vill vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.06.2014

Ný kvikmynd um Bruce Lee fær leikstjóra

Ný kvikmynd byggð á sögu bardagasnillingsins Bruce Lee hefur verið staðfest. Myndin ber heitið Birth of the Dragon og mun George Nolfi leikstýra myndinni, en hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Adjustment Bureau. Birth of the Dragon er...

03.01.2012

Vanmetnustu/ofmetnustu myndir ársins

Dagarnir fyrir og eftir áramótin eru oftast mjög pakkaðir hjá okkur sem skrifa fyrir kvikmyndatengdan fjölmiðil, en þess vegna reynir maður að nýta þá eins vel og maður getur með því að búa til flottar samantektir...

03.10.2011

Syfy að framleiða The Adjustment Bureau sjónvarpsþætti

Það var tilkynnt í dag að sjónvarpsstöðin Syfy væri að setja þætti byggða á myndinni The Adjustment Bureau í framleiðslu. Þættirnir verða framleiddir af framleiðanda myndarinnar, MRC, og skrifaðir af fyrrum-Smallvil...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn