Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hin nýja Wild Wild West?
Stundum sést það á myndum þegar stúdíóið hefur verið að skipta sér of mikið af klippingarferlinu, og það sést svo sannarlega á Jonah Hex. Ég gjörsamlega neita að trúa því að þessi mynd hafi upphaflega átt að vera eins og hún er í dag. Hún er svo kæruleysislega sett saman að það er varla hægt að kalla hana bíómynd, hvað þá bíómynd í fullri lengd (hún rétt svo skríður í 80 mínútur – MEÐ lokatextanum). Öll myndin er eins og hávær teiknimynd þar sem ekkert skiptir neinu nema hasar og meiri hasar. Maður finnur samt fyrir því að gerð var tilraun til þess að troða einhverju innihaldi inn í söguna, en það eru einungis leifar af því. Þarna er greinilegt að stúdíóið hafi bara ákveðið að skafa eins miklu burt og þeir gátu. Þeim var augljóslega sama um myndina, sem er skömm því hún hafði ágæta möguleika.
Jonah Hex er þokkalega útlítandi en innihaldið er áberandi í tómu rugli. Myndin hraðspólar svo mikið yfir það sem skiptir máli (t.d. persónusköpun, baksögur o.fl.) að maður missir fljótt áhugann á öllu sem er að gerast, þar á meðal hasarnum – sem er ekki einu sinni vel kvikmyndaður. Hann er bara ruglingslegur og ónauðsynlega hávær. Josh Brolin er heldur ekki jafn svalur og hann telur sig vera. Venjulega dýrka ég þennan mann en hér er hann alveg úti að aka. Hann er þó a.m.k. talsvert þolanlegri heldur en John Malkovich, sem hefur ekki verið svona vandræðalegur í hlutverki illmennis síðan í Johnny English eða Eragon. Svo er vægast sagt einkennilegt að sjá Will Arnett og Megan Fox í hlutverkum sem á að taka alvarlega. Ég hef vanalega ekkert vont um Arnett að segja því mér finnst hann ótrúlega fyndinn leikari, en hér er ómögulegt að komast hjá því að hugsa að hann sé í kolvitlausri mynd. Fox er auðvitað heit, en sömuleiðis á röngum stað í rangri mynd. Persóna hennar þjónaði heldur miklum neinum tilgangi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef allar hennar senur hefðu verið bættar inn í re-shoot tökum, til að fleiri stelpur og slefandi karlmenn myndu borga sig inná myndina. Eini leikarinn sem mér þótti gaman að horfa á var Michael Fassbender, enda frábær leikari og alltaf skemmtilegur sama hvað.
Það hjálpar náttúrulega mikið hvað myndin er hlægilega stutt þegar hún er svona leiðinleg, óáhugaverð og bjánaleg, en ég sé fyrir mér að það hafi verið til betri útgáfa af myndinni sem var eyðilögð í klippingu. Samt, miðað við samtölin og suma leikaranna á ég bágt með að trúa því að upprunalega varan hafi verið góð. Kannski tókst stúdíóinu einungis að breyta miðjumoði yfir í viðbjóð. Frekar hefði ég þó viljað tveggja tíma miðjumoð heldur en 70-og-eitthvað mínútna ruslafjall.
3/10
Ef þið skylduð þó ákveða að gefa þessu bulli séns, búið þá til drykkjuleik úr því. Mín hugmynd væri sú að taka sopa í hvert sinn sem einhver persóna segir "Jonah Hex." Þið verðið á rassgatinu áður en langt um líður.
Stundum sést það á myndum þegar stúdíóið hefur verið að skipta sér of mikið af klippingarferlinu, og það sést svo sannarlega á Jonah Hex. Ég gjörsamlega neita að trúa því að þessi mynd hafi upphaflega átt að vera eins og hún er í dag. Hún er svo kæruleysislega sett saman að það er varla hægt að kalla hana bíómynd, hvað þá bíómynd í fullri lengd (hún rétt svo skríður í 80 mínútur – MEÐ lokatextanum). Öll myndin er eins og hávær teiknimynd þar sem ekkert skiptir neinu nema hasar og meiri hasar. Maður finnur samt fyrir því að gerð var tilraun til þess að troða einhverju innihaldi inn í söguna, en það eru einungis leifar af því. Þarna er greinilegt að stúdíóið hafi bara ákveðið að skafa eins miklu burt og þeir gátu. Þeim var augljóslega sama um myndina, sem er skömm því hún hafði ágæta möguleika.
Jonah Hex er þokkalega útlítandi en innihaldið er áberandi í tómu rugli. Myndin hraðspólar svo mikið yfir það sem skiptir máli (t.d. persónusköpun, baksögur o.fl.) að maður missir fljótt áhugann á öllu sem er að gerast, þar á meðal hasarnum – sem er ekki einu sinni vel kvikmyndaður. Hann er bara ruglingslegur og ónauðsynlega hávær. Josh Brolin er heldur ekki jafn svalur og hann telur sig vera. Venjulega dýrka ég þennan mann en hér er hann alveg úti að aka. Hann er þó a.m.k. talsvert þolanlegri heldur en John Malkovich, sem hefur ekki verið svona vandræðalegur í hlutverki illmennis síðan í Johnny English eða Eragon. Svo er vægast sagt einkennilegt að sjá Will Arnett og Megan Fox í hlutverkum sem á að taka alvarlega. Ég hef vanalega ekkert vont um Arnett að segja því mér finnst hann ótrúlega fyndinn leikari, en hér er ómögulegt að komast hjá því að hugsa að hann sé í kolvitlausri mynd. Fox er auðvitað heit, en sömuleiðis á röngum stað í rangri mynd. Persóna hennar þjónaði heldur miklum neinum tilgangi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef allar hennar senur hefðu verið bættar inn í re-shoot tökum, til að fleiri stelpur og slefandi karlmenn myndu borga sig inná myndina. Eini leikarinn sem mér þótti gaman að horfa á var Michael Fassbender, enda frábær leikari og alltaf skemmtilegur sama hvað.
Það hjálpar náttúrulega mikið hvað myndin er hlægilega stutt þegar hún er svona leiðinleg, óáhugaverð og bjánaleg, en ég sé fyrir mér að það hafi verið til betri útgáfa af myndinni sem var eyðilögð í klippingu. Samt, miðað við samtölin og suma leikaranna á ég bágt með að trúa því að upprunalega varan hafi verið góð. Kannski tókst stúdíóinu einungis að breyta miðjumoði yfir í viðbjóð. Frekar hefði ég þó viljað tveggja tíma miðjumoð heldur en 70-og-eitthvað mínútna ruslafjall.
3/10
Ef þið skylduð þó ákveða að gefa þessu bulli séns, búið þá til drykkjuleik úr því. Mín hugmynd væri sú að taka sopa í hvert sinn sem einhver persóna segir "Jonah Hex." Þið verðið á rassgatinu áður en langt um líður.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$50
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Útgefin:
14. október 2010
Bluray:
14. október 2010