Náðu í appið

Clueless 1995

Aðgengilegt á Íslandi

Sex. Clothes. Popularity. Is there a problem here?

97 MÍNEnska
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 68
/100
Alicia Silverstone vann Comedy Awards sem fyndnasta leikkona í aðahlutverki. Silverstone vann einnig MTV verðlaun og Blockbuster verðlaun fyrir leik sinn.

Cher er menntaskólastúlka í Beverly Hills, og þarf að glíma við hin ýmsu vandamál er fylgja því að vera unglingur. Ytra útlit hennar bendir til þess að hún sé mjög yfirborðsleg, en í raun felur það bara þá staðreynd að hún er snjöll, aðlaðandi og klár, sem allt hjálpar henni að fást við sambönd, vini, fjölskyldu, skólann og samkvæmislíf táningsins.... Lesa meira

Cher er menntaskólastúlka í Beverly Hills, og þarf að glíma við hin ýmsu vandamál er fylgja því að vera unglingur. Ytra útlit hennar bendir til þess að hún sé mjög yfirborðsleg, en í raun felur það bara þá staðreynd að hún er snjöll, aðlaðandi og klár, sem allt hjálpar henni að fást við sambönd, vini, fjölskyldu, skólann og samkvæmislíf táningsins. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)


Clueless, sá hana fyrst þegar ég var kannski svona 13 ára..var á hátindi gelgjunnar, hormónaflæði sem orskaði fáránlegar skapsveiflur og algera breytingu á persónuleika, ég var sem sagt jájá með sanni segja algert fífl..og að sjálfsögðu fannst mér þessi mynd bara það besta sem hafði komið fyrir mig.Ég lærði hana utan að og get ennþá talað með henni.En eftir nokkurra ára áhorf byrjaði ég að pæla aðeins meira í henni, hugmyndinni á bakvið myndina og persónunar.Mynind er í raun dálítið pólitísk, hún er að sýna hvernig í alvörunni hvítir, forréttinda unglingar í Beverly Hills og Melrose Place láta.Hvers konar líf þetta er og hvernig þau sjá heiminn.Þau vita ekkert um umheiminn sbr. þegar Cher(Alici Silverstone) hélt að það væri búið að leysa alla þessa deilu þarna í Mið-Austurlöndunum og allt það dót eins og hún orðar það svona krúttlega.Þau skilja ekki ábyrgð eða áhyggjur nema einhverskonar tyggjóbleikar áhyggjur líkt og hvort þau séu að gera réttar magaæfingar eða hvort búðirnar séu ekki opnar lengur á fimmtudögum.En þau finna til tómarúms í hjartanu því þau lifa svo einföldu og leiðinlegu lífi..svo að sem betur fer þroskast þau, kannski ekki í alveg heilsteiptar manneksjur en eins og í myndinni verða þau aðeins eðlilegri, þó það sé nú ekki bara smávegis.Stundum í dag ef ég er að tala stoppar fólk mig með undrunarsvip og segir: þú ert alevg eins og hún þessi þarna pía í Clueless og ég varð alltaf rosalega pirruð, fólk fyndist ég líkjast þessum froðuhaus en núna er þetta í lagi, eitthvað af myndinni hlaut að fara í undrimeðvitund mína fyrst ég horfði svona mikið á hana og í dag þakka ég bara fyrir að eiga ekki svona einmannalegt og tilgangslítið líf.Hún er vel leikin og skemmtileg,frábær hugmynd-

gelgjumynd eða ekki gelgjumynd...allavegana uppáhalds mynd hjá mér:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já já, fín mynd. Gellurnar þrjár eru kannski heldur gamlar til að leika fimmtán ára stelpur (jafnvel nítján ára stelpur) en maður bara verður að leiða hugann frá því. Það besta við myndina er auðvitað hvað allt er fallegt; fólkið, fötin, bílarnir og það. Húmorinn líka í góðu lagi, meira að segja pabbi hélt út myndina :) Klassískt atriði þegar Dionne villist inná hraðbrautina! :D Leigjið þessa endilega sem gömlu myndina, margt verra er til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Clueless hefur lifað lengi þótt hún sé vá frá 1995. Það er dáldið langt síðan hún kom út en maður getur alltaf séð hana aftur og aftur og einmitt finnst mér þessi mynd fín því ég dái föt og sérstaktlega svona myndir þetta er svona líkt legelly blonde en clueless er held ég bara nokkuð lík (ég er þá að meina hvað hún er skemmtileg) nema á suma kanta, Clueless er stundum aðeins of gamaldsleg t.d. strákurinn sem aðalstelpan verður svo hrifin af hann er eins og úr mydn frá 1970 en sjáið hana !!!!

;)Halla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þessi mynd alveg Frábæir!!

mér finnst alveg frábært hvernig hún velur fötin sín eftir tölfu og svo er alver frábært hvernig hún verður góð í endann þegar allt sníst gegn henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alicia Silverstone er svo sannarlega hin dæmigerða Lolita holdi klædd og er því ósennilegt að nokkur hefði getað farið betur með hlutverkið en hún. Það er vel þess virði að sjá þessa ágætu unglingamynd, jafnvel oftar er einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn