Ungur Englendingur er sendur til Borneo í Malasíu á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar til að dvelja með ættbálki sem fulltrúi Bretlands. Ein af konunum á staðnum hjálpar honum að skilja menninguna og tungumálið. Hann verður ástfanginn af henni þrátt fyrir að slíkt sé litið miklu hornauga.