Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The New World er klassíska sagan um Pocahontas og John Smith. Samt ekki halda að þetta sé leikin Disney mynd, hún er langt frá því. Colin Farrell setur upp bandaríska hreiminn sinn og bregður sér í stígvél Smith. Myndin er mjög í anda Malick. Maður fær að heyra ljóðrænar hugsanir í voice over eins og í The Thin Red Line. Það þarf þolinmæði til að horfa á myndina, hún er mjög hæg og er stundum bara að dúlla sér úti á engi! Það eru samt hasar atriði þegar samband landnema við Indjánana kólnar og paradís breystist í martröð. Undir lokin tekur myndin stefnur sem ég átti ekki von á. Christan Bale birtist upp úr þurru og er stórt hlutverk síðasta kafla myndarinnar. Mér fannst þessi mynd alveg mögnuð en ég býst ekki við allir verði sammála mér. Sá hana einhver?
New world er nýjasta mynd Terrence Malick. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi hans. Fílaði Thin Red Line ekkert rosalega, og þessi var engin undantekning. En þó er sumt í henni sem er vel gert. Útlitið er mjög fallegt að sjá, ástarsagan er ágæt, kvikmyndatakan er stórkostleg(enda var hún tilnefnd til Óskar). Það sem dregur hana niður er hve hæg hún er. Ok, þetta er ástarsaga, en hulstrið gefur til kynna að þetta sé action mynd. Og fyllti hún ekki þær kröfur fyrir mig. New world er miðlungsmynd. Sumir eiga eftir að fíla þessa mynd, aðrir ekki. Það er mitt álit.
Malik elskar náttúruna
The New World er eins fráhrindandi og kvikmyndir geta orðið í augum almennings. Myndin er ljóðræn, hæg og treystir mikið á umgjörð sína. Hún notfærir sér tónlist og vandaða kvikmyndatöku til að segja sína sögu, í stað þess að styðjast við reglubundna uppbyggingu í handriti. Að segja að þessi mynd sé falleg er of vægt til orða tekið. Þessi mynd er einmitt alveg stórkostleg til útlits og það er eitthvað við það hvernig hún nýtir sér pjúra náttúru í forgrunni sem gerir hana svo heillandi.
Terrence Malick hefur oft verið álitinn listamaður í líkingu við málara, sem notar filmuna í staðinn fyrir striga til að tjá ákveðna fegurð. Myndin er nánast öll tekin upp í náttúrulegu umhverfi, rétt eins og með lýsingu að gera, en leikstjórinn ákvað frekar að nota hefðbundna sólarbirtu í stað þess að fikta við aðrar lýsingar. Með þessu móti má sjá hversu einstakur leikstjóri Malick er, en rétt eins og með nánast alla listamenn, er hann heldur betur umdeildur.
The New World hefur að sjálfsögðu ekki mikið upp á að bjóða þegar að kemur að innihaldi, en það er heldur ekki stefna hennar. Vandamálið er náttúrlega einhvers staðar handan við alla umgjörðina. Myndin er heillandi jú, en sagan er voðalega þurr. Myndin flæðir vel áfram og styðst við mikla hjálp frá útgeislun leikaranna ásamt áhrifaríkum tilþrifum frá þeim, en með tímanum byrjar þetta að dofna, en það gerist ekki fyrr en að myndin nálgast seinni klukkutímanum.
Athygli mín á myndinni náði að haldast stöðug, en nálægt lokin munaði litlu að ég hefði verið dreginn úr henni. Það er takmarkað hversu mikið þessi mynd græðir á því að vera svona löng. Það virkar í sjálfu sér þegar myndin er að segja eitthvað með náttúruumhverfinu, en rétt eins og margt annað, þá geta góðir hlutir reynst ofnotaðir. Ég mæli með þessari mynd fyrir að vera djörf, öðruvísi og grípandi í frásögn sinni. Annars missir hún stig fyrir ryðgaðan lokaþriðjung.
Það er allavega augljóst að myndin höfði ekki til allra, og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna margir hata hana.
7/10
The New World er eins fráhrindandi og kvikmyndir geta orðið í augum almennings. Myndin er ljóðræn, hæg og treystir mikið á umgjörð sína. Hún notfærir sér tónlist og vandaða kvikmyndatöku til að segja sína sögu, í stað þess að styðjast við reglubundna uppbyggingu í handriti. Að segja að þessi mynd sé falleg er of vægt til orða tekið. Þessi mynd er einmitt alveg stórkostleg til útlits og það er eitthvað við það hvernig hún nýtir sér pjúra náttúru í forgrunni sem gerir hana svo heillandi.
Terrence Malick hefur oft verið álitinn listamaður í líkingu við málara, sem notar filmuna í staðinn fyrir striga til að tjá ákveðna fegurð. Myndin er nánast öll tekin upp í náttúrulegu umhverfi, rétt eins og með lýsingu að gera, en leikstjórinn ákvað frekar að nota hefðbundna sólarbirtu í stað þess að fikta við aðrar lýsingar. Með þessu móti má sjá hversu einstakur leikstjóri Malick er, en rétt eins og með nánast alla listamenn, er hann heldur betur umdeildur.
The New World hefur að sjálfsögðu ekki mikið upp á að bjóða þegar að kemur að innihaldi, en það er heldur ekki stefna hennar. Vandamálið er náttúrlega einhvers staðar handan við alla umgjörðina. Myndin er heillandi jú, en sagan er voðalega þurr. Myndin flæðir vel áfram og styðst við mikla hjálp frá útgeislun leikaranna ásamt áhrifaríkum tilþrifum frá þeim, en með tímanum byrjar þetta að dofna, en það gerist ekki fyrr en að myndin nálgast seinni klukkutímanum.
Athygli mín á myndinni náði að haldast stöðug, en nálægt lokin munaði litlu að ég hefði verið dreginn úr henni. Það er takmarkað hversu mikið þessi mynd græðir á því að vera svona löng. Það virkar í sjálfu sér þegar myndin er að segja eitthvað með náttúruumhverfinu, en rétt eins og margt annað, þá geta góðir hlutir reynst ofnotaðir. Ég mæli með þessari mynd fyrir að vera djörf, öðruvísi og grípandi í frásögn sinni. Annars missir hún stig fyrir ryðgaðan lokaþriðjung.
Það er allavega augljóst að myndin höfði ekki til allra, og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna margir hata hana.
7/10
Ef þú villt fara á fallega mynd þar sem mikið er af fallegri myndatöku og lítið talað og nánast ekkert að gerast þá er þetta mynd fyrir þig. Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Ég hélt að það væri smá action í þessu og alavegna nóg af svona ævintýrafíling og jafnvel smá rómantík svo að kellingin væri líka ánægð, en neibb við fórum bæði hálf brosandi út úr bíóinu því að manni leyð eins og maður hafi verið rændur af 7 klukkutímun af mans ævi(en manni fannst þessi mynd aldrei ætla að klárast, hún er reyndar bara c.a 2 tímar).
Fyrir mig var þetta ein lélegasta mynd sem ég hef séð og af því að það er ekki hægt að gefa - stjörnu þá læt ég enga nægja
p.s ég er búinn að sjá fullt af myndum
Þetta er án efa leiðinlegasta kvikmynd sem ég hef séð. Tónlistin í myndinni er alveg út í hróa hött og söguþráðurinn enginn! Enda fór helmingur bíógesta heim í hléi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. mars 2006