Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Blood and chocolate er mynd sem lítið fer fyrir og reynist svo hressilega leyna á sér. Leikararnir eru tiltölulega óþekktir en sagan gerist í Rúmeníu og segir frá teiknilistamanni sem fellur fyrir stúlku sem er í klíku sem samanstendur af mennskum varúlfum. Þetta skapar að sjálfsögðu ekkert nema vandræði og sífellt fokkast þetta meira upp. Varúlfar finnst mér vera mjög áhugaverðar skepnur og er þessi mynd því mjög kærkomin fyrir mig enda alltaf gaman að sjá hvernig þessi dýr verða við hvert fullt tungl. Ekki það að ég mundi vilja vera á vegi þeirra þá. Blood and chocolate er myrk mynd og verulega skemmtileg og í sjálfu sér væri hér efni í frábæra mynd en því miður er sitthvað sem dregur hana niður. Hún missir sig af og til í klisjur og þrátt fyrir allt þá er persónusköpunin voða standard en keyrslan er bara svo flott og skemmtanagildið svo gífurlegt að ég segi þrjár stjörnur bara. Þessari mæli ég með og ekki síst fyrir þá sem vilja sjá jafnvel eitthvað gothic því þessi mynd getur líka auðveldlega fallið í þann flokk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ehren Kruger, Christopher Landon
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. mars 2007