Náðu í appið

Prime Suspect 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi
207 MÍNEnska

Aðalleikarar

Handrit


Þetta er bresk sjónvarpsmynd sem ég fékk lánaða frá foreldrum mínum. Þau voru búin að hypa þetta upp í bestu sakamálamynd allra tíma svo ég varð að prófa. Myndin er 3,5 klst. og ég horfði á hana í þremur hlutum. Sú frábæra leikkona Helen Mirren (The Queen) fer með aðalhlutverkið og er frábær eins og yfirleitt. Það var mjög gaman að sjá muninn á þessu og nútíma sjónvarpsefni. Í fyrsta lagi voru allir reykjandi öllum stundum. Yfirmaðurinn var líka oftast að drekka viskí í vinnunni eins og ekkert væri eðlilegra. Hún var óvenjuleg fyrir þær sakir að það var í raun bara einn grunaður fyrir morðin alla myndina, mjög skrítið. Ég var smá stund að fatta það en það er engin tónlist í myndinni sem er stórmerkilegt, ekki einu sinni einhver stef til að auka spennu. Það mikið jákvætt að segja um þessa mynd, t.d. um persónusköpun og hún nær að koma til skila þeim erfiðleikum sem konur áttu (eiga) við í karlaveldi. Mér fannst myndin þó óþarflega löng og ekki byggja upp næga spennu. Samt var miklu meira jákvætt en neikvætt og ég skemmti mér vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.04.2017

Ekkjurnar ræna þegar mennirnir deyja

Leikarahópur Shame og 12 Years a Slave leikstjórans Steve McQueen fyrir myndina Widows, er farinn að líta ansi vel út, en nýjasta viðbótin í hópinn er Guðföðurs leikarinn Robert Duvall. Myndin er kvikmyndaútfærsla ...

06.06.2014

Út úr skápnum-bók frá Bello

Prime Suspect leikkonan Maria Bello vinnur nú að sjálfsævisögu sem á að fjalla um það þegar hún kom út úr skápnum sem lesbía. Bókin á að heita Miracles and Madness, en það var útgáfufyrirtækið Dey Street, sem...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn