Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Candy 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. maí 2008

More is never enough.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Áhrifamikil mynd með Heith Ledger í hlutverki ungs ljóðskálds sem á í ástarsambandi við unga konu, en samband þeirra litast af mikilli heróínneyslu þeirra beggja.

Aðalleikarar


Eiturlyfjamyndir er alveg sér flokkur kvikmynda. Þær skiptast oft á tíðum í tvo flokka. Í fyrri flokknum eru eiturlyfjasalar og þar má nefna myndir eins og Scarface, Blow, Pusher og New Jack City. Svo eru það fíklarnir, en mun fleiri myndir virðast hafa verið gerðar um þá. Líklegasta ástæðan er sú að þeir eru kannski dramatískara myndefni og maður fær oft á tíðum að sjá mannveruna eins neðarlega og hún getur komist. Myndir í þessum flokki eru t.d. Panic In Needle Park, Rush, Sid and Nancy, Trainspotting og Requiem For A Dream.

Candy er dópistamynd. Ég horfði á hana fyrst og fremst af því að þetta er ein af síðustu myndum Heath Ledger og maður fær létta James Dean tilfinningu þegar maður horfir á hann núna. Myndin er góð en ekki mjög frumleg. Maður getur spáð fyrir um upp og niðursveiflur áður en myndin byrjar og oftar en ekki hefur maður rétt fyrir sér. Leikurinn hefur hana upp á annað plan, Heath Ledger, Abbie Cornish og Geoffrey Rush eru öll frábær. Mér fannst þetta ánægjuleg áhorfun, myndin er vel kraftmikil og tekst að koma manni í hressandi þunglyndi. Úff, ég held að næsta mynd verði grínmynd.

Nafnið Candy vísar ekki í eiturlyf heldur nafnið á kærstu Ledger í myndinni.

Þegar ég hugsa um það þá eru auðvitað fleiri flokkar en þessir tveir ofangreindir. Það eru myndir sem snúast um baráttuna gegn fíkniefnum eins og Traffic. Svo eru myndir sem eru fullar af eiturlyfjum en snúast ekki endilega um þau eins og The Doors. Annar flokkur er grínmyndir eins og Cheech and Chong og Pineapple Express. Aðrar myndir er erfiðara að flokka, eins og Fear and Loathing In Las Vegas.

Myndin er áströlsk og var tilnefnd til fullt af áströlskum verðlaunum. Handritið var gert eftir skáldsögu Luke Davies.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.11.2023

Stærsta myndin af alheimi Marvel til þessa

The Marvels, sem kom í bíó í gær, er þrítugasta og þriðja Marvel ofurhetjumyndin og framhald kvikmyndarinnar Captain Marvel sem sló í gegn árið 2019. Þar fengu áhorfendur að kynnast ævintýrum Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel, í túlkun Óskarsverðlau...

20.10.2022

Hrollvekjuveisla - Nýr þáttur af Bíóbæ

Glænýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á Hringbraut nú í vikunni og hægt er að berja hann augum hér fyrir neðan. Hrekkjavökuþema í Bíóbæ. Í þættinum kennir ýmissa grasa en eins og segir í kynningu frá umsjónarmönnum,...

24.03.2022

Ambulance uppfyllti þarfir Bay

Á morgun verður nýjasta afurð stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd, Ambulance með Jake Gyllenhaal og Abdul-Mateen II í hlutverki bræðra sem ræna sjúkrabíl. Bay, sem á að baki þekktar myndir eins og Transfo...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn