Náðu í appið
Draumalandið
Öllum leyfð

Draumalandið 2009

Frumsýnd: 8. apríl 2009

Hvað áttu þegar þú hefur selt allt?

90 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 4
/10

Draumalandið er íslensk heimildarmynd í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar og segir frá ýmsum óþekktum hliðum við uppbyggingu iðnaðar og efnahagslífs á Íslandi síðustu ár. Einbeitir myndin sér allra helst að því sem hefur gerst í orkumálum Íslendinga síðustu ár, byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers ALCOA á Reyðarfirði. Reynir... Lesa meira

Draumalandið er íslensk heimildarmynd í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar og segir frá ýmsum óþekktum hliðum við uppbyggingu iðnaðar og efnahagslífs á Íslandi síðustu ár. Einbeitir myndin sér allra helst að því sem hefur gerst í orkumálum Íslendinga síðustu ár, byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers ALCOA á Reyðarfirði. Reynir myndin að komast til botns í ýmsum málum sem virðast enn vera á huldu í þeim málum, eins og hvað fékk yfirvöld í raun og veru til að samþykkja að ráðast í slíka aðgerð, eins umdeild og hún reyndist verða. Voru það efnahagslegar forsendur? Var það stolt sem fékk okkur til að vilja virðast stór í augum heimsins? Eða trúðu yfirvöld því að það sem þau gerðu væri í raun best fyrir þjóðina? Og af hverju er svona mikil leynd í kringum allt málið? ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Mynd sem markar tímamót
Draumalandið er kvikmynd sem markar ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndalist. Hún er beitt og skemmtileg og í myndinni eru mörg óborganleg myndbrot og oft á tíðum er ekki annað hægt en að skella upp úr. Þó má ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að um áróðursmynd er að ræða, en ekki hreinræktaða heimildarmynd, og í raun fer fyrri helmingur myndarinnar í það að uppfylla allar kröfur og staðla sem góðar áróðursmyndir þurfa að búa yfir. Það er synd því seinni helmingur myndarinnar stendur vel fyrir sínu og í raun óþarfi að beita ódýrum áróðursbrellum. Staðreyndirnar tala sínu máli í síðari hlutanum og skynsamt fólk getur gert upp sinn eigin hug. Það skal enginn halda að hér sé á ferðinni eitthvað annað en áróðursmynd og það er kaldhæðnislegt að kvikmyndin skuli byrja á umfjöllun um það hvernig almenningi er stýrt með ótta, þar sem slík brögð eru óspart notuð í myndinni. Háalvarleg og ógnvekjandi tónlist er notuð til að undirstrika staðreyndir, atriði virðast oft tekin úr samhengi og æsilegar fréttaklippur eru notaðar til þess að viðhalda ákveðinni spennu og ótta hjá áhorfandanum. Svo koma falleg myndbrot frá því í “gamla daga”, þegar allt var saklaust og hreint.

Í raun fer meiri hluti fyrri hluta myndarinnar í það að uppfylla allar kröfur og staðla sem góðar áróðursmyndir þurfa að búa yfir og orðið „tilfinningaklám“ er það sem kemur upp í huga manns. Hent er upp á tjaldið til skiptis fallegum myndum af brosandi íslenskum börnum annars vegar og myndum af stóriðjuframkvæmdum og fátæku fólki á Indlandi hins vegar. Allt mjög dramatískt, eitthvað sem Michael Moore gæti verið stoltur af. Talað er um hvernig störfin í gamla daga voru raunverulegri en í dag – sérkennilegur óður til sjálfsþurftarbúskapar! – og því haldið fram að hagvöxtur sé slæmur. Sýnd eru fjölmörg myndbrot þar sem ummæli stjórnmálamanna eru látin hljóma ankannalega og áhorfandinn fær ekki að vita í hvaða samhengi þau voru látin falla. Stundum finnur maður svolítið til með sveitafólkinu sem hyllti Alcoa forstjórann líkt og um rokkstjörnu væri að ræða. Það vildi bara fá góða vinnu í álverunum og ekki datt þeim í hug að andlit þess myndu birtast í kvikmynd af þessu tagi.

Einkar áhugavert var sjónarhorn hagfræðingsins Heiðars Más Guðjónssonar sem benti á það hvernig ríkið hefði verið að ryðja öðrum atvinnutækifærum út af borðinu með því að taka sjálft þátt í svona stórtækum aðgerðum. Ef til vill voru önnur atvinnutækifæri fyrir fólkið í landinu en ríkið kom í veg fyrir slík tækifæri með miðstýringu sinni og vaxtahækkunum til þess að kæla aðra hluta atvinnulífsins á meðan ríkið sjálft skipulagði stórframkvæmdir. Myndin er óvægin í garð stjórnmálamanna, sem eru gagnrýndir fyrir að vilja “sveigja reglurnar”, og átakanlegt er að horfa upp á bændur sem þurfa kannski að horfa upp á það að missa jarðir sínar gegn eigin vilja. Þegar ríkið á allt og hefur vit fyrir öllum, hvert á þá bóndinn að snúa sér?

Draumalandið er kvikmynd sem markar ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndalist. Hún er beitt og skemmtileg og í myndinni eru mörg óborganleg myndbrot og oft á tíðum er ekki annað hægt en að skella upp úr. Það er synd að höfundar hafi fallið í þá freistni að gera skemmtilega áróðursmynd frekar en að gæta hlutleysis því málstaðurinn er góður og staðreyndirnar tala sínu máli. Fallegar náttúrumyndir og íslensk tónlist njóta sín vel og að sýningu lokinni langar mann helst upp á hálendi að njóta náttúrunnar - ef hún er þá enn fyrir hendi.

María Margrét Jóhannsdóttir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær heimildamynd
 Ég fór með vini mínum á þessa mynd fyrir nokkrum dögum. Hann er mikill náttúrusinnamaður og dró mig með sér. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið mikið á móti álverum þá hafði þessi mynd mikil áhrif á hugsun mína gagnvart álverum og virkjunum. Náttúrulandslagið í myndinni er ofboðslega fallegt og vel tekið upp. Það er áhugavert að heyra í fólki ræða þessi umhverfismál sem vita um hvað þau eru að tala. Myndin dregur upp ákveðna mynd af Íslandi sem er skemmtileg að velta fyrir sér. Mér fannst myndin mjög góð og boðskapur hennar einnig. Ég skora á alla Íslendinga að sjá þessa mynd áður en þeir kjósa um framtíð landsins. 
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn