Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Anaconda 1997

Frumsýnd: 30. maí 1997

When You Can't Breathe You Can't Scream

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 37
/100
Tilnefnd til 6 Razzie verðlauna, þ.á.m. sem versta mynd og versta handrit.

Myndin fjallar um sjónvarpstökulið sem ætlar að gera heimildarmynd um shirishama-indíána en heimkynni þeirra eru við Amazonfljótið. Hópurinn samanstendur af mannfræðingnum Steven Cale, leikstjóranum Terri Flores, kvikmyndatökumanninum Danni o.fl. Sjónvarstökuliðið leigir stóran bát og stendur litríkur og skuggalegur skipstjóri, Mateo, bak við stýrið. Hefst... Lesa meira

Myndin fjallar um sjónvarpstökulið sem ætlar að gera heimildarmynd um shirishama-indíána en heimkynni þeirra eru við Amazonfljótið. Hópurinn samanstendur af mannfræðingnum Steven Cale, leikstjóranum Terri Flores, kvikmyndatökumanninum Danni o.fl. Sjónvarstökuliðið leigir stóran bát og stendur litríkur og skuggalegur skipstjóri, Mateo, bak við stýrið. Hefst nú ferðalag inn í óvissuna. Á leiðinni hittir hópurinn dularfullan einfara, Paul Sarone sem hefur siglt bátnum sínum í strand. Paul er tekinn um borð og kemur hann sér fljótt í mjúkinn hjá sjónvarpstökuliðinu með því að benda á sérþekkingu sína um shirishama-indíánana. Paul er þó ekki allur sem hann sýnist. En það eru árvökul augu sem fylgjast með sjónvarpsliðinu og það úr vatninu. Risaslanga af Anaconda-tegundinni, sú baneitraðasta og hættulegasta af öllum kyrkislöngum heims, er í veiðihug. Hún mun umlykja þig, hún mun kreista úr þér lífið og að endingu gleypir hún þig í heilu lagi. Sjónvarpstökuliðið getur gleymt heimildarmyndinni því nú þarf það að berjast fyrir lífi sínu. Það er setið um líf þess. Verður liðið bráð Anaconda-slöngunnar?... minna

Aðalleikarar


Ég verð að segja að ég er ekki sammála þeim sem á undan mér hafa skrifað. Myndin kom mér mjög á óvart. Jon Voight er alltaf jafn góður þó ofleiki aðeins á köflum. Enginn spennumynda aðdáandi má láta þessa fram hjá sér fara. Mjög góð afþreying sem kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík hörmung. Hefur örugglega átt að vera stórmynd en endaði á vídeóleigunum. Jon Boight sýnir hér einn mesta ofleik sem sést hefur í kvikmynd, að svona góður leikari skuli lenda á svona lágu plani. Þetta er áður en Lopez sló í gegn en þessi mynd hefur varla hjálpað henni mikið. Ice Cube er alveg einstaklega leiðinlegur leikari, aktar alltaf eins og hann standi útá miðri götu í Harlem. Skrímslið í myndinni er sérlega hjákátlegt og óraunverulegt. Látiði þessa mynd alveg eiga sig....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík leiðindi hefur varla sést. Engin spenna af nokkru ráði. Og leikararnir virðast gera sér grein fyrir því hversu léleg mynd þetta og þeir keppast allir við að ofleika hræðilega. total waste of time (twot)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enda þótt Anaconda verði að teljast slök kvikmynd, þá er hún alls ekki jafn slæm og þessir ágætu gagnrýnendur halda fram hér að framan. Allavega getur sá vart hafa séð margar myndir, sem heldur því fram, að hann hafi ekki séð verri mynd en þessa, nema þá hann hafi bara verið svona lánsamur til þessa. Jennifer Lopez er það besta við þessa mynd og gerir það þess virði að líta á hana, en Jon Voight veldur vonbrigðum með ofleik sínum og sökkar alveg sérstaklega undir lok myndarinnar. Sjálf slangan virkar framan af ógnvænleg, en verður þó aðeins hjákátleg, þegar hún tekur að elta Lopez á röndum með yfirnáttúrulegum krafti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Léleg tónlist, ágætur leikur og manni bregður ekki þegar slangan birtist. Maður er ekki sérstaklega spenntur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.11.2013

Anaconda og króksi saman í mynd

Lake Placid  og Anaconda kvikmyndaseríurnar munu brátt renna saman í eitt í myndinni Lake Placid Vs. Anaconda. Tökur hefjast í desember í Búlgaríu. Óvíst er hver skrifar handrit, leikstýrir eða leikur aðalhlutverk í...

04.11.2013

Pfeiffer var í sértrúarsöfnuði

Kvikmyndaleikkonan Michelle Pfeiffer, 55 ára, sagði í samtali við nýjasta tölublað tímaritsins Stella sem fylgir breska dagblaðinu The Sunday Telegraph að hún hafi eitt sinn verið í sértrúarsöfnuði. Hún segir þar að mj...

31.12.2011

Kvalafyllstu dauðdagar allra tíma!

Það er ekki leiðinlegt að enda árið á enn einum tryllta topplistanum, sem að þessu sinni mætti kalla tröllvaxna Notenda-Tíu. Núna er innihald listans ekki byggt alfarið á skoðunum mínum heldur hef ég safnað saman ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn