Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég verð að segja að ég er ekki sammála þeim sem á undan mér hafa skrifað. Myndin kom mér mjög á óvart. Jon Voight er alltaf jafn góður þó ofleiki aðeins á köflum. Enginn spennumynda aðdáandi má láta þessa fram hjá sér fara. Mjög góð afþreying sem kemur á óvart.
Þvílík hörmung. Hefur örugglega átt að vera stórmynd en endaði á vídeóleigunum. Jon Boight sýnir hér einn mesta ofleik sem sést hefur í kvikmynd, að svona góður leikari skuli lenda á svona lágu plani. Þetta er áður en Lopez sló í gegn en þessi mynd hefur varla hjálpað henni mikið. Ice Cube er alveg einstaklega leiðinlegur leikari, aktar alltaf eins og hann standi útá miðri götu í Harlem. Skrímslið í myndinni er sérlega hjákátlegt og óraunverulegt. Látiði þessa mynd alveg eiga sig....
Þvílík leiðindi hefur varla sést. Engin spenna af nokkru ráði. Og leikararnir virðast gera sér grein fyrir því hversu léleg mynd þetta og þeir keppast allir við að ofleika hræðilega. total waste of time (twot)
Enda þótt Anaconda verði að teljast slök kvikmynd, þá er hún alls ekki jafn slæm og þessir ágætu gagnrýnendur halda fram hér að framan. Allavega getur sá vart hafa séð margar myndir, sem heldur því fram, að hann hafi ekki séð verri mynd en þessa, nema þá hann hafi bara verið svona lánsamur til þessa. Jennifer Lopez er það besta við þessa mynd og gerir það þess virði að líta á hana, en Jon Voight veldur vonbrigðum með ofleik sínum og sökkar alveg sérstaklega undir lok myndarinnar. Sjálf slangan virkar framan af ógnvænleg, en verður þó aðeins hjákátleg, þegar hún tekur að elta Lopez á röndum með yfirnáttúrulegum krafti.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Léleg tónlist, ágætur leikur og manni bregður ekki þegar slangan birtist. Maður er ekki sérstaklega spenntur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Owen Kavanagh, Hans Bauer, Jack Epps. Jr
Vefsíða:
www.facebook.com/anacondamovies/
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
30. maí 1997