Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Dásamleg ræma! Enn og aftur sýnir Stallone óumdeilanlega leikhæfileika sína og með ofurkroppinn Stone við hlið sér getur þetta ekki klikkað. Útkoman er samkvæm því, stórkostleg spennumynd sem ætti að höfða til allra sem kunna að gott að meta. Síðan má ekki gleyma framlagi James Woods og ótrúlegt hversu mikið hann hefur vaxið sem leikari síðan í stórmyndinni The cop. Eina ástæðan fyrir því að þessi mynd fær ekki fjórar stjörnur er sorgleg frammistaða Eric Roberts sem sýnir það að þrátt fyrir að almenn skoðun sé á þá leið að hann geti ekki orðið verri en í myndum eins og Blood red og Shadow man, en hann reynir sitt besta í þessari mynd. Luis Llosa stendur sig hér með príði í leikstjórastólnum og sýnir að frumraunin Sniper er ekkert glópalán! Hann heldur sterkt um taumana þrátt fyrir að hann hafi ekki ráðið við Eric Roberts hér. Það er hiklaust hægt að seta þessa mynd í sama klassa og myndir eins og Dr. No, Bond myndina klassísku og The french connection með Gene Hackman! Enginn alvöru karlmaður yrði svikinn!
Drepleiðinleg mynd. Stallone er skelfilega leiðilegur leikari svo ekki sé meira sagt. Vonandi að hann fari sem fyrst í sem lengst frí. Stone er líka stórkostlega ofmetin leikkona, hún getur ekki leikið frekar en símastaur. Þetta er mynd sem gleymist öllum fljótt. Punktur og basta...
Stay away ! Dapurleg ræma. En það sem mér fannst nú einna dapurlegast : eftir að upptökum lauk þá lét Stallone taka upp eitt atriði enn BARA til að hans karakter gæti nú fengið misþyrma einhverjum aulum og til að Sly fengi að hnykla vöðvana. Again, STAY AWAY !
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$45.000.000
Tekjur
$170.362.582
Aldur USA:
R
Bluray:
8. desember 2011