Þessi mynd er hrein snilld og ég hvet alla kvikmynda unnendur til þess að sjá þessa og helst án þess að lesa mikið um hana. Þess vegna ætla ég heldur ekki að segja neitt um söguþráðinn annað en að hann er snilld eins og allt í myndinni, handritið, leikurinn, kvikmyndatakan og hvernig sagan er sögð. Mannlegt eðli er meginfókus myndarinnar frekar en glæpurinn sem fer úrskeiðis. Það hvernig örvænting hrekur menn til örþrifaráða sem eru verri enn upphaflegi glæpurinn. Njótið. 4 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei