Aðalleikarar
Leikstjórn
Það fór ekki mikið fyrir þessari mynd. Það er eins og að hún hafi verið afskrifuð af því að Vind Diesel er í henni. Oftast er það reyndar góð ástæða en ekki í þetta skiptið. Maður þarf ekki annað en að sjá hver leikstýrir þessari mynd til að sjá að það er mögulega eitthvað varið í hana. Ok, Lumet hefur gert sinn skerf af meðalmyndum en hann hefur líka gert meistaraverk. Þessi lendir einhversstaðar á milli.
Það sem kom mér mest á óvart við þessa mynd er sjálfur Vin Diesel. Yfirleitt hefur hann verið látinn leika kalda töffara en hér fær hann tækifæri til að sýna á sér nýjar hliðar og stendur sig ferlega vel. Hann leikur Jackie DiNorscio, eða Jackie Dee, sem ákveður að verja sig sjálfur í stórum mafíuréttarhöldum. Það bætir alltaf við smá dýpt þegar myndir eru sannsögulegar. Fyrirkomulagið á þessum réttarhöldum er þannig að réttað er yfir mörgum mafíósum á sama tíma og þetta býr til ákveðin vandamál á meðal félaganna. Réttarhöldin eru fyndin og skemmtileg og ég get ekki annað en mælt með þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Stellan Skarsgård, T.J. Mancini, Robert J. McCrea
Kostaði
$13.000.000
Tekjur
$2.636.637
Vefsíða:
Aldur USA:
R