Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég var með engar væntingar þegar ég horfði á þessa, vissi ekkert um myndina. Nicholas Cage myndir eru jafn misjafnar og þær eru margar. Þær eru frá því að vera mjög góðar (Raising Arizona, Wild At Heart og Adaptation) í það að vera slakar(Lord of War, Ghost Rider og Con Air). Plottið er með með science fiction brag, sem er alltaf gaman. Það verður reyndar pínu kjánalegt: SPOILER Nic Cage er s.s. með þann meðfædda hæfileika að sjá 2 mín fram í tímann og bregðast við hlutunum áður en þeir gerast. FBI kemst að þessu og leggur mikið á sig til að finna Cage til þess að nota hæfileika hans í að berjast við hryðjuverkamenn sem hafa stolið kjarnorkusprengju. SPOILER LOKIÐ.
Það eru stórir gallar á myndinni. Í fyrsta lagi er ekkert andlit á óvininum. Það er enginn foringi þar sem maður fær að kynnast og hata. Í öðru lagi er hæfileiki Cage þannig að maður trúir því aldrei að hann sé í einhverri raunverulegri hættu. Í þriðja lagi er karakter Cage hálf steiktur eitthvað, get ekki útskýrt það. Annars er hæfileikinn vel útfærður og það eru margar kúl senur í kringum það og góð action atriði. Það kom skemmtilega á óvart að sjá hina ofursætu Jessica Biel í myndinni. Julianne Moore leikur líka stórt hlutverk, hún er með þeim betri í bransanum. Sem sagt...ágætis afþreyting.
Next er alveg býsna góð mynd að mínu mati. Hún segir frá Chris Johnson(Nicolas Cage) sem hefur þann eiginleika að sjá fram í tímann. Þó aðeins í tvær mínútur hámark og aðeins það sem snertir hann persónulega. Hann notar þetta sem skemmtiefni í Las Vegas borg en FBI vill fá okkar mann í þjónustu sína og...sjón er sögu ríkari hvað gerist næst og sérstaklega hvað varðar endinn sem er virkilega óvæntur. Fyrri helmingurinn er að vísu mjög hægur og þá hafði ég áhyggjur um að ég þyrfti að gagnrýna myndina fyrir að vera ekki nógu hröð en svo kemur keyrslan sem helst út rest. Veiki hlekkur myndarinnar er leikurinn. Cage er fínn leikari og hann leikur vel í Next en einhvernveginn fannst mér hann ekki vera í eins skrautlegu hlutverki og myndin á skilið miðað við að þetta er aðalsögupersónan. Julianne Moore og Jessica Biel leika heldur týpískar persónur og gamli refurinn Peter Falk er í alltof litlu hlutverki. En myndin er bara svo sniðug og skemmtileg að það er ekki hægt annað en að hafa gaman af. Hún byggist meira á sögufléttu heldur en karakterum og þess vegna fær hún ekki meira en þrjár stjörnur. Ef hún hefði byggst á báðum hefði hún sennilega fengið hærri einkunn frá mér. En fyrir þá sem vilja láta koma sér á óvart þá er um að gera að sjá Next. Góð skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Gary Goldman, Jonathan Hensleigh, Paul Bernbaum
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. apríl 2007