Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Titan A.E. 2000

Frumsýnd: 15. september 2000

Get ready for the human race

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Þúsund árum inn í framtíðina, nánar tlitekið árið 3028, verður Jörðin fyrir árás Dreja, sem eru geimverur búnar til úr hreinni orku. Móðurskip Drej eyðir jörðinni með orkugeisla, en nokkur hundruð geimskipt ná að sleppa frá Jörðinni með síðustu íbúa Jarðar innanborðs. Einn af þeim sem sleppur er ungur sonur Sam, Cale, sem er með hring sem faðir... Lesa meira

Þúsund árum inn í framtíðina, nánar tlitekið árið 3028, verður Jörðin fyrir árás Dreja, sem eru geimverur búnar til úr hreinni orku. Móðurskip Drej eyðir jörðinni með orkugeisla, en nokkur hundruð geimskipt ná að sleppa frá Jörðinni með síðustu íbúa Jarðar innanborðs. Einn af þeim sem sleppur er ungur sonur Sam, Cale, sem er með hring sem faðir hans gaf honum. Fimmtán árum síðar vinnur Cale á björgunarstöð, lífið er erfitt og hann hatar pabba sinn fyrir að hafa horfið um borð í Titan fyrir löngu síðan. Þar sem mannkynið er án heimaplánetu, þá hafa eftirlifandi Jarðarbúar orðið að sætta sig við það að vera flakkarar í geimnum, og þeir verða fyrir stöðugu einelti og árásum frá öðrum geimverum. Yfirmaður að nafni Joseph Korso og flugmaður hans Akima, finna Cale, og útskýra að hann verði að hjálpa þeim að finna Titan, en þar um borð er búnaður sem mun skapa nýja Jörð og þar með sameina allt mannkyn. Á sama tíma þá vilja Drejar finna Titan til að eyða því. Með hjálp Korso, þá uppgötvar Cale að hringurinn sem faðir hans gaf honum inniheldur erfðafræðilega dulkóðað kort sem leiðir til Titan, og þar með hefst kapphlaup yfir alheiminn með Korso og skipi hans og áhöfn, þar á meðal Preed, sniðugum manngervli í rottulíki, Gune, furðulegum grænum vísindamanni, og Stith, grjóthörðum vopnasérfræðingi sem lítur út eins og kengúra. Áður en langt um líður þá komast Cale og Akima að því að Korso er að leita að Titan til að geta komið því í hendur Dreja. ... minna

Aðalleikarar


Er þetta bara ég eða eru aðalsöguhetjurnar alveg eins teiknaðar og Dimitrí og Anastasía? En jæja, þetta er ágætis mynd, spennandi og rómantísk og allt það...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi teiknimynd er mjög góð og vel gerð, góð tónlist og góður söguþráður. Ég mæli eindregið með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Titan A.E. Þessari mynd beið ég með eftirvæntingu, en hún olli hún mér ekki vonbrigðum, samt þá hefði hún geta verið betri. Söguþráðurinn var óskup venjulegur Sci-Fi Mynd, í þessu tilfelli, Teiknimynd. Ég er sammála sumu af því sem sagt er að ofan, en sagan sjálf fær 2 stjörnur. Þriðja stjarnan er fyrir brellurnar og raddirnar sem talsettu persónurnar á ensku. Matt Damon, Bill Pullman, Drew Barrymore og fleiri þekktar raddir fá góða dóma. Samt sem áður skemmti ég mér yfir þessari mynd, ég er dálítill krakki í mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af bestu teiknimyndum sem ég hef séð, ásamt Toy Story 2. Söguþráðurinn í myndinni er mjög góður og miðað við teiknimynd þá var hún nokkuð flott. ÉG MÆLI HIKLAUST MEÐ ÞESSARI.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

20th Century Fox hefur lengi reynt að koma sér inn á teiknimyndamarkaðinn sem Disney hefur stjórnað svo lengi sem elstu menn muna. Fyrsta alvörutilraunin var Anastasia, sem var svona la-la, en núna ætluðu þeir svo sannarlega að taka þetta með trompi með Titan A.E. Myndin var að sögn rándýr, og það sést í nokkrum sérlega vel gerðum tölvuteiknuðum atriðum, en það sárvantar eitthvað til að lyfta þessu upp á sama plan og t.d. Aladdin eða The Lion King. Sennilega er það veikur söguþráðurinn. Illar geimverur eyða jörðinni og þeir sem eftir lifa þurfa að leita að geimskipinu Titan A.E. sem er KANNSKI til og getur KANNSKI bjargað mannkyni. Hinn ungi Cale (Matt Damon) er "eina vona mannkynsins" því hann er með kortið að Titan greipt í lófann. Hann fær flugmanninn Akimu (Drew Barrymore), "hetjuna" Korso (Bill Pullman) og hóp mislyndra geimvera til að hjálpa sér í leitinni, en þau þurfa jafnframt að forðast geimverurnar sem vilja ekkert frekar en að kála þeim. Þetta er svolítið Star Wars-legt allt saman. Unga hetjan, gáfaða stúlkan, eldri vinur hetjunnar, illt afl sem vill eyða plánetunni þeirra... jújú, maður kannast við þetta. En Titan A.E. er sko engin Star Wars, og það er vandinn. Þrátt fyrir margar flottar senur, sérstaklega vetnistrén og ískristallana, veldur myndin vonbrigðum. Sem betur fer fengu leikstjórarnir hæfileikafólk á við Janeane Garofalo, Nathan Lane, John Leguizamo, og Hank Azaria til að lesa nokkrar raddirnar; hæfileikar þeirra gera myndinni heilmikið gott. En hún stendur samt engan veginn undir væntingum. Því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn