Titan A.E.
2000
Frumsýnd: 15. september 2000
Get ready for the human race
94 MÍNEnska
50% Critics
60% Audience
48
/100 Þúsund árum inn í framtíðina, nánar tlitekið árið 3028, verður Jörðin fyrir árás Dreja, sem eru geimverur búnar til úr hreinni orku. Móðurskip Drej eyðir jörðinni með orkugeisla, en nokkur hundruð geimskipt ná að sleppa frá Jörðinni með síðustu íbúa Jarðar innanborðs. Einn af þeim sem sleppur er ungur sonur Sam, Cale, sem er með hring sem faðir... Lesa meira
Þúsund árum inn í framtíðina, nánar tlitekið árið 3028, verður Jörðin fyrir árás Dreja, sem eru geimverur búnar til úr hreinni orku. Móðurskip Drej eyðir jörðinni með orkugeisla, en nokkur hundruð geimskipt ná að sleppa frá Jörðinni með síðustu íbúa Jarðar innanborðs. Einn af þeim sem sleppur er ungur sonur Sam, Cale, sem er með hring sem faðir hans gaf honum. Fimmtán árum síðar vinnur Cale á björgunarstöð, lífið er erfitt og hann hatar pabba sinn fyrir að hafa horfið um borð í Titan fyrir löngu síðan. Þar sem mannkynið er án heimaplánetu, þá hafa eftirlifandi Jarðarbúar orðið að sætta sig við það að vera flakkarar í geimnum, og þeir verða fyrir stöðugu einelti og árásum frá öðrum geimverum. Yfirmaður að nafni Joseph Korso og flugmaður hans Akima, finna Cale, og útskýra að hann verði að hjálpa þeim að finna Titan, en þar um borð er búnaður sem mun skapa nýja Jörð og þar með sameina allt mannkyn. Á sama tíma þá vilja Drejar finna Titan til að eyða því. Með hjálp Korso, þá uppgötvar Cale að hringurinn sem faðir hans gaf honum inniheldur erfðafræðilega dulkóðað kort sem leiðir til Titan, og þar með hefst kapphlaup yfir alheiminn með Korso og skipi hans og áhöfn, þar á meðal Preed, sniðugum manngervli í rottulíki, Gune, furðulegum grænum vísindamanni, og Stith, grjóthörðum vopnasérfræðingi sem lítur út eins og kengúra. Áður en langt um líður þá komast Cale og Akima að því að Korso er að leita að Titan til að geta komið því í hendur Dreja. ... minna