Náðu í appið

Anastasia 1997

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 3. apríl 1998

Discover the Adventure Behind the Greatest Mystery of Our Time

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist og besta frumsamda lag

Anastasía fjallar um týnda rússneska prinsessu, síðasta lifandi meðlim Romanov-fjölskyldunnar (rússneska keisaraættin sem ríkti í Rússlandi fram að byltingunni 1917), og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum. Í þessu mikla ævintýri takast Anastasía og samferðamenn hennar, Dimitrí og Vladimír, á við hinn illa Raspútín og sérlegan aðstoðarmann... Lesa meira

Anastasía fjallar um týnda rússneska prinsessu, síðasta lifandi meðlim Romanov-fjölskyldunnar (rússneska keisaraættin sem ríkti í Rússlandi fram að byltingunni 1917), og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum. Í þessu mikla ævintýri takast Anastasía og samferðamenn hennar, Dimitrí og Vladimír, á við hinn illa Raspútín og sérlegan aðstoðarmann hans, leðurblökuna Bartók, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fullkomna þau álög sem Raspútín setti á fjölskyldu Anastasíu. Að lokum þegar Anastasía hefur náð takmarki sínu og fundið ömmu sína í París stendur hún frammi fyrir því að þurfa að velja á milli prinsessulífsins eða hinnar einu sönnu ástar. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Hressandi teiknimynd
Anastasia er ein af fáum teiknimyndum ekki frá Disney sem er í flokki með þessum klassísku teiknimyndum hjá manni. Myndin er sögulegur skáldskapur, hún er byggð á goðsöguni um að Anastasía dóttir Rússlandskeisara hafi lifað af þegar öll fjölskylda hennar var drepin.

Í upphafi myndarinnar fær maður að sjá hvernig Anastasía flúði úr vetrarhöllinni þegar var ráðist inn til að ná í fjölskyldu hennar. Hún flýr með ömmu sinni en dettur úti á götu og endar á munaðarleysingjahæli þar sem hún dvelur næstu 10 árin. Þegar hún er 18 ára gömul fær Anya loksins að fara frá munaðarleysingjahælinu. Þá vill hún komast að því hver hún er þar sem hún missti minnið við það að detta. Með hjálp Dimitris, Vlads og krúttlega hundsins Púka fer hún að leita fjölskyldu sinnar og fortíðar, en vondi kallinn Raspútín er alltaf á eftir þeim.

Anastasía er frábær teiknimynd sem bæði ungir og gamlir geta haft gaman af. Maður á ekki að taka sögunni of bókstaflega en það er samt vel hægt að njóta hennar. Endirinn á henni er svolítið flippaður en annars er myndin mjög hressandi og fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Anastasia er alveg ágæt en það er eitthvað sem ég skyl ekki við hana.Ég sveit ekki hvað það er.þetta er alveg ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn