Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög góð, en frekar gölluð líka
Don Bluth hefur sagt að börn geta þolið næstum hvað sem er í kvikmyndum svo fremi sem myndin endar vel. Og eftir að hafa séð An American Tail get ég auðveldlega trúað þessu. Myndin er drulluþunglyndisleg fyrir teiknimynd (sem var beint að börnum, enda eru nær eingöngu talandi dýr í myndinni) og oft á tímum frekar alvarleg og myrk. Og ég elskaði það. Það er gaman að sjá mynd sem tekur áhorfandan sinn svona alvarlega (og þetta er ekki einu sinni alvarlegasta mynd Don Bluth).
Maður fylgir músinni Fievel út myndina sem týndi fjölskyldu sinni á leiðinni til Ameríku. Don Bluth gerir allt til að láta ferð hans vera eins þunglyndislega og hún er. Oft kemur fyrir að fjölskylda hans er nálægt honum en hún sér ekki Fievel og öfugt. Þar að auki er fullt af aðstæðum sem komast inn á milli eins og þrædómur, aðgerð svo að mýsnar í New York fái frelsi frá köttunum og nýir vinir sem hann hittir, eins og músin Tony og kötturinn Tiger (talaður af Dom DeLuise sem hefur talað í slatta af myndum frá Don Bluth, plús framhaldsmyndir). Hefði Fievel ekki verið vel skapaður karakter hefði myndin verið frekar leiðinleg enda mundi maður ekki hafa neina ástæðu til að vera ekki sama um það sem gerist í myndinni.
Gallar myndarinnar eru því miður þrír frekar stórir. Myndin hefur lög og eru flest af þeim frekar auðgleymd (nema kannski tvö) og barnaraddleikararnir syngja illa. Síðan kemur oft fyrir að Fievel týnir húfunni sinni en fær hana síðan aftur þegar það er búið að klippa. Mér finnst venjulega svona "goof" ekkert pirrandi en þetta var of áberandi. Síðan eru margir karakterar of stereótýpískir.
Útlit myndarinnar er auðvitað til fyrirmyndar og spennuatriðin eru frábær og er aldrei of langt eða stutt á milli þeirra. Myndin er að mestu leyti vel raddleikin (fyrir utan söng barnaleikaranna eins og ég sagði fyrir ofan). Lítið meira get ég sagt um myndina. Don Bluth nær að koma með alvarlega og mjög þynglyndislega mynd sem virkar. Verst er bara með gallana.
7/10
Don Bluth hefur sagt að börn geta þolið næstum hvað sem er í kvikmyndum svo fremi sem myndin endar vel. Og eftir að hafa séð An American Tail get ég auðveldlega trúað þessu. Myndin er drulluþunglyndisleg fyrir teiknimynd (sem var beint að börnum, enda eru nær eingöngu talandi dýr í myndinni) og oft á tímum frekar alvarleg og myrk. Og ég elskaði það. Það er gaman að sjá mynd sem tekur áhorfandan sinn svona alvarlega (og þetta er ekki einu sinni alvarlegasta mynd Don Bluth).
Maður fylgir músinni Fievel út myndina sem týndi fjölskyldu sinni á leiðinni til Ameríku. Don Bluth gerir allt til að láta ferð hans vera eins þunglyndislega og hún er. Oft kemur fyrir að fjölskylda hans er nálægt honum en hún sér ekki Fievel og öfugt. Þar að auki er fullt af aðstæðum sem komast inn á milli eins og þrædómur, aðgerð svo að mýsnar í New York fái frelsi frá köttunum og nýir vinir sem hann hittir, eins og músin Tony og kötturinn Tiger (talaður af Dom DeLuise sem hefur talað í slatta af myndum frá Don Bluth, plús framhaldsmyndir). Hefði Fievel ekki verið vel skapaður karakter hefði myndin verið frekar leiðinleg enda mundi maður ekki hafa neina ástæðu til að vera ekki sama um það sem gerist í myndinni.
Gallar myndarinnar eru því miður þrír frekar stórir. Myndin hefur lög og eru flest af þeim frekar auðgleymd (nema kannski tvö) og barnaraddleikararnir syngja illa. Síðan kemur oft fyrir að Fievel týnir húfunni sinni en fær hana síðan aftur þegar það er búið að klippa. Mér finnst venjulega svona "goof" ekkert pirrandi en þetta var of áberandi. Síðan eru margir karakterar of stereótýpískir.
Útlit myndarinnar er auðvitað til fyrirmyndar og spennuatriðin eru frábær og er aldrei of langt eða stutt á milli þeirra. Myndin er að mestu leyti vel raddleikin (fyrir utan söng barnaleikaranna eins og ég sagði fyrir ofan). Lítið meira get ég sagt um myndina. Don Bluth nær að koma með alvarlega og mjög þynglyndislega mynd sem virkar. Verst er bara með gallana.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$9.000.000
Tekjur
$84.542.002
Aldur USA:
G