Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Mars Attacks! 1996

Justwatch

Frumsýnd: 7. mars 1997

Nice planet. We'll take it!

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Grínmynd um innrás Marsbúa. Þetta er venjulegur dagur fyrir alla, eða þar til forseti Bandaríkjanna tilkynnir að sést hafi til Marsbúa fljúgandi í kringum Jörðina. Marsbúarnir lenda og fundur með þeim er settur upp, en ekki fer allt samkvæmt áætlun, og Marsbúarnir hafa greinilega aðrar hugmyndir fyrir Jörðina. Eru þeir bara misskildar verur eða vilja þeir... Lesa meira

Grínmynd um innrás Marsbúa. Þetta er venjulegur dagur fyrir alla, eða þar til forseti Bandaríkjanna tilkynnir að sést hafi til Marsbúa fljúgandi í kringum Jörðina. Marsbúarnir lenda og fundur með þeim er settur upp, en ekki fer allt samkvæmt áætlun, og Marsbúarnir hafa greinilega aðrar hugmyndir fyrir Jörðina. Eru þeir bara misskildar verur eða vilja þeir í raun og veru eyða mannkyninu?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd er alveg rosalega vanmetin. Þessi mynd er stórkostleg. Hvernig getur Burton gert svona góðar myndir? ég bara spyr. Ég held bara að þessi mynd sé soldið miskilin. Sko þetta er Tim Burton mynd, ekki Steven Spielberg mynd. Hún á að vera svona. Marsbúarnir eiga að vera illa gerðir. Það er stíllinn hans Burtons. Aftur á móti er stíllinn hans Spielberg allt annar. þá eiga geimverurnar að vera rosa vel gerðar og heimskulegar. En nóg um það.




Það hafa sést vísbendingar um það að geimverur séu á leið til jarðar. Að sjálfsögðu verður allt vitlaust því enginn veit hvort geimverurnar séu góðar eða vondar. Allur heimurinn fylgist með þegar geimverurnar koma. Sumir eru komnir til að taka á móti þeim en aðrir sitja fyrir framan sjónvörp. Þegar geimverurnar fara svo að skjóta alla og drepa verur mannkynið að finna leið til að sigrast á við geimverurnar sem koma til jarðar í tugþúsuna tali.




Myndin er hlaðin stórstjörnum á borð við Jack Nicholson, Glenn Close, Annette Bening, Pierce Brosnan, Danny Devito, Martin short, Sara Jessica Parker, Michael J. Fox, Tom Jones( ó já Tom Jones hinn eini sanni). Ég man alla en neinni ekki að telja upp. Enn og aftur stórkostleg mynd sem fæar sko að sjálfsögðu fullt hús!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mars Attacks er snilldarmynd frá mínum uppáhalds leikstjóra, Tim Burton, en þó líklega sú slakasta sem hann hefur sent frá sér. Ástæðan er sú að það vantar allt í hana sem einkennir Burton, aðallega allan drungann og allt myrkrið (sem sést í myndum eins og Batman, Beetlejuice, Edward Scissorhands og Sleepy Hollow). Samt er þessi mynd mjög fyndin og skemmtileg, og ágætis afþreying. Myndin skiptist í þrjár sögur. Fyrsta sagan fjallar um forseta Bandaríkjanna og fjölskyldu hans, og samskipti þeirra við marsbúa (sem eins og nafnið gefur til kynna, ráðast á jörðina). Önnur sagan fjallar um strák sem á litla kleinuhringjaverslun og ömmu hans. Þriðja sagan fjallar um eiginkonu spilavítiseigandans Art Land: Börburu Land, “The heavyweight champion of the world”: Byron Williams, mann sem leikinn er af Danny DeVito og sjálfan Tom Jones, sem ákveða að flýja marsbúana. Jack Nicolson er hér í tveimur hlutverkum, hann er sjálfur forsetinn og bissnesmaðurinn Art Land. Mér finnst hann mun betri sem Art Land, en hann er líka ágætur sem forsetinn. Glenn Close er síðan frábær sem forsetafrúin, og restin af leikörunum standa sig mjög vel, og þá sérstaklega Lukas Haas (hver sem það er) sem Rickie. Danny Elfman semur auðvitað tónlistina eins og í flestum myndum Burtons, og er hér með frábæra geimverutónlist, en mér finnst samt main titles lagið líkjast “Making Christmas” laginu í The Nightmare Before Christmas, einum of mikið.

Geimverubrúðurnar eru mjög flottar, en tæknibrellurnar eru lélegar (horfið á fyrsta atriðið í myndinni og takið eftir eldinum). Ég held samt að þær eigi að vera svona þar sem að það er verið að gera grín að öðrum geimverumyndum. Tim Burton leikstýrir svo auðvitað frábærlega að venju. Maður getur hlegið rosalega að þessari mynd, en hún er ekkert meira en skemmtileg kvöldstund, ekki ein af þessum snilldar Tim Burton myndum sem hann er vanur að gera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mars attacks er absúrd,fáránleg og mikil steypa en er gargandi snilld.

Mars attacks gerir grín af gömlum sci-fi myndum og heimsenda myndum á meðan hún er að gera grín af Ameríku og hvað þeir vilja meina að þeir séu miklar hetjur alltaf bæði í hversdagslífinu og í bíómyndum(eru ekki allar þjóðar svona).

Myndin er svo hallærsileg og illa gerð en það er gert viljandi til að gera grín af ofan nefndum hlutum.Tm Burton er snillingur og ef einhver hefur heilann her af frægum og góðum leikurum þá er það hann.Nokkrir standa sig vel en sumir eru mjög slappir.

Í aðalhlutverkum eru Jack Nicholson(í tveimur hlutverku),Glenn Close,Annete Bening,Pierce Brosnan,Pam Grier,Sarah Jessica Parker,Natalie Portman,Michael J Fox,Lukas Haas,Joe Don Baker,Martin Short,Tom Jones(já hinn eini sanni),Danny DeVito og margir margir fleiri.Glenn Close er best sem forsetafrúin Marsha Dale og Jack Nicholson sem forsetinn en hann er þó slappari sem spilavíta eigandi,hann bara passar ekki í það hlutverk,Annete Bening er líka mjög skemmtileg í sínu hlutverki en ofleikur rosalega en það má deila um hvort sé gert viljandi eða ekki.Sarah Jessica Patker sem ég hef aldrei fílað er heimsk sjónvarps stjarna og er eiing mjög skemmtileg.Í MJÖG stuttu máli fjallar hún um háþróaðar en forljótar geimverur frá Mars sem gera innrás og Ameríku og hefst þá sprenghlægileg atburðar rás.

Geðveikur húmor og stórstjörnur og ekki má gleyma Marsbúum eru óberandi í þessari stór skemmtilegu Tim Burton mynd.Endilega sjáiði hana og hún er tilvalin sem föstudags skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldar mynd. Litlar geimverur hlaupandi um We are your friends. We come in peace. Og skjótandi alla. Alger snilld. En samt óþolandi þessi söguþráður um að forsetinn eigi að bjarga öllu og sé einhver alger hetja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Litlar geimverur með litlar grænar leiserbyssur og gagga eins og hænur = fyndið!


Jack Nicholson, Pierce brosnan, Danny DeVito í einni mynd = snilld!


Tim Burton hefur verið uppáhaldsleikstjórinn minn frá fjögurra ára aldri og Jack Nicholson uppáhaldsleikarinn!


Saman í snilldarmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.11.2016

Topp 20 kvenforsetar í Hollywood

Líkur eru á að Bandaríkjamenn eignist fyrsta kvenkyns forseta sinn innan tíðar, en bandarísku forsetakosningarnar fara fram í dag. Valið stendur einkum á milli tveggja kosta, Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og...

16.01.2010

Tían: Credit-listar

Það hefur margoft gerst fyrir mig þegar ég er að horfa á mynd með einhverjum og síðan stingur hann/hún upp á því að spóla í gegnum "stafina" í byrjuninni með þeim rökum að þeir hafa ekkert með sjálfa myndina...

18.07.2001

Planet Of The Apes á síðasta snúning

Hin margumtalaða endurgerð á hinni sígildu Planet of The Apes sem heitir einnig Planet of the Apes og sýna á 27. júlí í kvikmyndahúsum vestra, er einfaldlega ekki alveg tilbúin. Þegar er búið að fresta einhverjum fyrirh...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn