Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er sko bara góð mynd! Þetta er fyrsta kvikmynd Tim Burtons í fullri lengd en hann hafði áður gert fjölda stuttmynda m.a. Vincent og Frankenweenie. Pee-Wee Herman sá þessar stuttmyndir og bað Tim um að leikstýra fyrstu kvikmyndinni um Pee-Wee og hún heppnaðist svo sannarlega vel.
Pee-Wee Herman er barnalegur maður á fertugsaldri sem elskar hjólið sitt meira en allt annað í lífi sínu. Pirrandi nágranni hans á aldri við hann vill eignast hjólið hans en Pee-Wee vill ekki selja það þó að hann fái milljarði fyrir það. Þegar hann fer að versla læsir hann hjólinu með hundrað metra langri keðju. En þegar hann kemur út úr búðinni hefur djásninu verið stolið. Þá undirbýr hann sig fyrir ferð um alla Ameríku , húkkar far hjá lausum bófum, gengur í gegnum eyðimörkina og hangir á lestum ásamt þeim heimilislausu og lendir í sannkallaðri ævintýraferð. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla aldurshópa.