Náðu í appið
Öllum leyfð

Pee-wee's Big Adventure 1985

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You will believe a man can ride a bike.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Myndin segir frá hinum sérvitringslega mann-dreng, Pee Wee Herman, sem býr í afar skrautlegu húsi og er nýbúinn að fá sér ansi glæsilegt hjól sem hann elskar meira en nokkuð annað. Þegar hjólinu er stolið fyllist Pee Wee réttlátri reiði og eirir engu fyrr en honum hefur tekist að hafa uppá hjólinu. En í leit sinni þarf leggjast í langt ferðalag.

Aðalleikarar


Þetta er sko bara góð mynd! Þetta er fyrsta kvikmynd Tim Burtons í fullri lengd en hann hafði áður gert fjölda stuttmynda m.a. Vincent og Frankenweenie. Pee-Wee Herman sá þessar stuttmyndir og bað Tim um að leikstýra fyrstu kvikmyndinni um Pee-Wee og hún heppnaðist svo sannarlega vel.




Pee-Wee Herman er barnalegur maður á fertugsaldri sem elskar hjólið sitt meira en allt annað í lífi sínu. Pirrandi nágranni hans á aldri við hann vill eignast hjólið hans en Pee-Wee vill ekki selja það þó að hann fái milljarði fyrir það. Þegar hann fer að versla læsir hann hjólinu með hundrað metra langri keðju. En þegar hann kemur út úr búðinni hefur djásninu verið stolið. Þá undirbýr hann sig fyrir ferð um alla Ameríku , húkkar far hjá lausum bófum, gengur í gegnum eyðimörkina og hangir á lestum ásamt þeim heimilislausu og lendir í sannkallaðri ævintýraferð. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla aldurshópa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn