Big Momma's House
2000
(Big Mommas House)
Frumsýnd: 1. september 2000
This FBI agent is going undercover... and he's concealing more than a weapon.
98 MÍNEnska
30% Critics
57% Audience
33
/100 Alríkislögreglumaðurinn Malcolm Turner er best þekktur fyrir hæfileika sína til að vinna í dulargervi. Nýjasta verkefni hans snýst um að hann fari til lítils bæjar í Georgia þar sem hann þarf að negla miskunnarlausan bankaræningja ( sem flúði úr fangelsi ) sem menn grunar að muni fljótlega heimsækja fyrrum kærustu sína Sherry og son hennar. Malcolm ætlar... Lesa meira
Alríkislögreglumaðurinn Malcolm Turner er best þekktur fyrir hæfileika sína til að vinna í dulargervi. Nýjasta verkefni hans snýst um að hann fari til lítils bæjar í Georgia þar sem hann þarf að negla miskunnarlausan bankaræningja ( sem flúði úr fangelsi ) sem menn grunar að muni fljótlega heimsækja fyrrum kærustu sína Sherry og son hennar. Malcolm ætlar að sitja um húsið og koma sér fyrir í húsi handan við götuna hjá hinni holdamiklu suðurríkjakonu Big Momma, sem Sherry er vön að heimsækja. Þetta er einföld áætlun, en það er eitt stórt vandamál. Big Momma er nýlega farin úr bænum, þannig að Malcolm ákveður að breyta sjálfum sér í Big Momma, en ekki einungis þarf hann að líta út eins og hún heldur að elda mat, taka á móti börnum, og predika í kirkjunni eins og hún. Á sama tíma fer Malcolm að verða skotinn í Sherry, sem gæti hugsanlega verið að fela peninga. Malcolm / Big Momma, þurfa núna að finna leiðir til að ná glæpamanninum og næla í Sherry.... minna