Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er hægt að bera saman Taegugki við Saving Private Ryan, þær eru mjög svipaðar en í þetta skipti er ofbeldið mun meira og bandaríska föðurlandsástarvellan ekki til staðar. Sagan gerist í hinu gleymda Kóreustríði árið 1950, þar sem tveir bræður eru neyddir í Suður-kóreska herinn til þess að berjast á móti kommúnistunum í Norður-Kóreu. Hvorugir þeirra hafa neina afstöðu með neinni hlið, eina sem eldri bróðirinn vill er að koma litla bróður sínum heim til fjölskyldunnar. Hér sjást einhver alsvakalegustu stríðsatriði sem ég hef nokkurn tíman séð, þá aðallega í bardögum sem einbeita sér á handarslagsmálum og byssustungum. Taegukgi sýnir viðbjóð sem bandarískar kvikmyndir leyfa fólki ekki að sjá, ekki aðeins viðbjóð stríðsins heldur geðveikinni sem þar fylgir. Ímyndaðu þér að ríkistjórnin taki þig í burtu, kasti til þín riffli og segir þér að verja föðurlandið, þú færð enga sérstaka þjálfun né hjálp heldur aðeins félagsskap annarra sem eru í þinni sömu stöðu. Þar sem Taegugki einbeitir sér líka á einkastríð hermannana, ekki aðeins við sig sjálfa og hvor aðra heldur líka við hættuna á vatns og matarskorti, þá er örvæntingin ávallt í hámarki og stjórnleysi sem ríkir. Hvernig getur fólk verið svo heimskt til þess að fara í svona stríð við hvort annað? Ef stríðsmynd fær mann til þess að spurja þessa spurningu við sjálfan sig endurtekið þá ertu kominn með mikla ádeilu, enda er Taegugki alls ekki einhliða mynd, enginn er góður eða vondur, allir breytast í fasista og morðingja í þessari mynd. Taegugki, eða Brotherhood of War sem er enska heiti hennar er sú áhrifaríkasta ´antistríðsmynd´ sem ég hef séð og ég hvet alla til þess að sjá hana og skilja hve þýðingarmikil hún er, svo tel ég hana líka vera eina bestu mynd ársins 2004.