Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Barton Fink 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Between Heaven and Hell There's Always Hollywood!

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Barton Fink er virtur handritshöfundur sem hefur verið fenginn af Hollywood-stúdíói til þess að skrifa kvikmynd um efni sem hann hefur lítið vit á. Í kjölfarið þjáist hann af ritstíflu, en hann kynnist hinum afar sérstaka Charlie, sem hann fær til að hjálpa sér með verkefnið.

Aðalleikarar


Cohen bræðurnir eru meistarar í handritskrifum, frumleiki þeirra felst ekki í söguþræðum, það er reyndar oft sem söguþræðir eru nánast ekki til staðar eða stanslaust á sveimi, heldur felst frumleiki þeirra í persónusköpun og samræðum. Barton Fink er mögulega besta dæmi Cohen bræðranna í þessu samhengi, myndin hengur gersamlega á sniðugu handriti og góðum leikurum. Barton Fink (John Turturro) er ungt leikhússkáld sem fær tilboð um að skrifa glímumyndir í Hollywood árið 1941, á hóteli sínu þar hittir hann Charlie Meadows (John Goodman), sölumann sem verður góður vinur Finks. Þetta er án efa eftirminnanlegasta frammistaðan hans John Goodman, óskarsverðug að mínu mati. Söguþráðurinn er eins og ég sagði ekki það mikilvægur þar sem ég get varla sagt meira um hann, en þetta er alls ekki öll myndin. Myndin nær að fljóta vel áfram þrátt fyrir mjög sterkan Cohen stíl sem fjallar um mjög súrt efni, myndin er stútfull af myndlíkingum og karakterum sem eiga að tákna ýmsar stereótýpur og umheimurinn í myndinni er það takmarkaður að ég held að aðeins ein sena sem gerist utandyra. Barton Fink er einstök að því stigi að tilgangurinn með myndinni reynist mjög óljós í lokin, en þrátt fyrir það þá er myndin stanslaust athyglisverð og alls engin tímasóun þar sem heilinn er starfandi á tvöfalt meiri virkni við áhorf. Ég var einfaldlega hissa, ég bjóst engan vegin við hvernig mynd þetta væri, hún er ein af betri myndum Cohen bræðranna og ég mæli með henni fyrir hvern sem hugsanlega gæti haft áhuga á því sem ég hef skrifað hér að ofan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn