Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vá, maður er enn að jafna sig eftir þennan rússibana. Þvílík kvikmyndaupplifun. Held að ég hafi aldrei séð jafn góða martial arts mynd síðan Jackie Chan og Bruce Lee voru uppá sitt besta. Svei mér þá. Í stuttu máli er hún um mann sem að þarf að bjarga hausi af styttu sem að hafði verið rænt frá littlu þorpi og lendir hann í allskonar hindrunum til þess að ná markmiði sínu. Bardagaatriðin í myndinni eru mjög vel stílfærð, sagan er alveg fín, myndin er einnig mjög brútal á tímum. Svo er hraðinn á myndinni alveg rosalegur. Hún byrjar reyndar soldið hægt en þegar actionið byrjar, þá hættir það ekki. Og það er einmitt það sem að maður vill sjá í svona mynd. Mæli með að þú sjáir þessa sem fyrst. Hvort sem að þú ert fan af svona myndum eða ekki. 4 stjörnur hjá mér í einkunn, takk fyrir.
Þessi mynd er argasta snilld, þó söguþráðurinn virðist undarlegur á köflum, enda mikill munur á menningarheimi hér og í Tælandi (geri ég ráð fyrir, aldrei komið til Tælands). En þessi mynd er aðallega slagsmálamynd og er að mínu mati sú bezta sem ég hef séð mjög lengi. þessi drengur sem leikur í essari mynd er ótrúlegur, maður missir andlitið yfir því sem hann er að gera, einnig varð ég mjög hrifin af því hvurnig þeir útfæra myndatökuna, bara argasta snilld. Er einnig mjög ánægður með að kvikmyndahúsastjórendur séu farnir að taka inn myndir sem þessar, essi mynd er það góð að ég er að spá í að skella mér í bíó til að sjá hana á stóru tjaldi...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Prachya Pinkaew, Panna Rittikrai
Framleiðandi
Magnolia Pictures
Kostaði
$1.100.000
Tekjur
$20.112.926
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. desember 2004