Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bridget Jones: The Edge of Reason 2004

(Bridget Jones's Diary 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. nóvember 2004

The perfect boyfriend. The perfect life. What could posssibly go wrong?

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Myndin er framhald á atburðum fyrstu myndarinnar, og hefst fjórum vikum eftir að hinni myndinni lauk. Hin klaufalega, feita og óörugga Bridget Jones er strax orðin hugsi yfir ýmsu í sambandinu við sinn ástkæra unnusta, mannréttindalögfræðinginn Mark Darcy. Auk þess að hún kemst að því að hann kýs íhaldsflokkinn þá þarf hún að eiga við nýjan yfirmann,... Lesa meira

Myndin er framhald á atburðum fyrstu myndarinnar, og hefst fjórum vikum eftir að hinni myndinni lauk. Hin klaufalega, feita og óörugga Bridget Jones er strax orðin hugsi yfir ýmsu í sambandinu við sinn ástkæra unnusta, mannréttindalögfræðinginn Mark Darcy. Auk þess að hún kemst að því að hann kýs íhaldsflokkinn þá þarf hún að eiga við nýjan yfirmann, skrýtinn verktaka, og versta sumarfrí lífs hennar. Hún ferðast til Taílands með Daniel Cleaver til að taka upp sjónvarpsþátt, og hún lendir í vandamáli í fjarlægu landi sem Mark bjargar henni úr. Hún áttar sig á því að Mark elskar hana í raun og veru og það er engin ástæða fyrir hana að vera afbrýðisöm.... minna

Aðalleikarar

Sama mynd bara kjánalegri
Bridget Jones's Diary var ein af þessum feel-good myndum þegar hún kom út árið 2001. Hún var að sjálfsögðu ekki fullkomin en ég hafði mjög gaman af henni samt sem áður og hef hingað til séð hana oftar en einu sinni (sem er MJÖG gott hrós fyrir konumynd á mínum skala). Renée Zellweger náði náttúrlega að skapa eftirminnilega persónu sem var bæði hálfgerður aulabárður og mjög viðkunnanleg týpa (ég mun samt aldrei botna í Óskarstilnefningunni fyrir rulluna).

Bridget Jones: The Edge of Reason er ein af þessum myndum þar sem hægt er að spyrja sig: ''Hvers vegna??'' Ég geri mér nú grein fyrir að Helen Fielding skrifaði framhaldsbók af þeirri fyrri (hvoruga hef ég þó lesið, og persónulega hef ég litla löngun til þess), en eftir þennan svokallaða ''happy endi'' sem forverinn gaf frá sér fannst mér gjörsamlega ónauðsynlegt að á framhaldi skyldi þurfa að halda. Að mínu mati var hann alveg nógu fullnægjandi og ásættanlegur. En það er víst ljóst að þessi hamingjusamlegi endir dugði einungis í einhverja 2 mánuði í lífi Birgittu, því þar tekur framhaldið upp þráðinn. Svo í kjölfarið fara ýmsir viðburðir að endurtaka sig.

Ég skil ekki hvernig sumum geta fundist þessi mynd vera eitthvað ''öðruvísi'' eða ''miklu ólíkari'' en fyrri myndin (burtséð frá kannski senunum í Tælandi), því mér fannst hún einfaldlega alltof mikil endurvinnsla á henni. Hún er eiginlega eins og lélegt afrit sem gerir fleira rangt en rétt. Til að byrja með, þá fókusar myndin fullmikið á neyðarlegu senurnar hjá Bridget, meðan fyrri myndin gekk meira út á persónulega lífið. En í alvöru talað, hversu mikill vitleysingur getur ein manneskja verið??! Svo að auki koma fyrir bjánaleg augnablik þar sem hún er þvinguð til að vera fyndin en eru bara vonlaus. Þessi klaufaskapur í henni var mjög sérstæður áður fyrr en nú er þetta komið upp að þeim punkti að þetta fer að verða hallærislega þreytt. Heilbrigð skynsemi er einnig mikilvægur hlutur sem hana skortir alvarlega í þetta sinn, t.d. neita ég fullkomlega að kaupa þá staðreynd að konan færi virkilega að taka persónuna Cleaver aftur í sátt á aðeins einu kvöldi. Mér finnst hún vera farin að missa raunverulegu dýpt sína sem persónu, og í staðin fáum við bara skrípafígúru.

Zellweger er samt ennþá fín, þrátt fyrir að hreimurinn hennar verði á köflum ryðgaður (jafnvel svolítið over-the-top). Colin Firth er sömuleiðis ágætur en oft eitthvað svo dauður. Hugh Grant er annars vegar sprenghlægilegur sem hinn ofur-grunnhyggi Cleaver, og margar línurnar hjá honum eru frábærar. Synd hins vegar að hann sést ekki eins mikið. Það nákvæmlega sama gildir um Jessicu Stevenson (Daisy úr hinum magnaða grínþætti Spaced) í hlutverki vinkonunnar Mögdu, sem á rétt svo tvö atriði og varla fleiri en þrjár setningar. Mikil sóun á annars prýðilegri og fyndinni leikkonu.

Það er margt fínt í þessari mynd, og auðvitað skiptir afþreyingargildið máli. En tilvist hennar þykir mér óþörf. Frekar hefði ég viljað munað eftir hinni eins og hún er í stað þess að láta þessa skemma fyrir.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er gegt góð. Ef þú vilt hlæja og skemmta þér þá er þessi mynd alveg kjörin. Myndin er ekki eftirlíking af 1. myndinnni, sumir halda það. Þetta er alveg æsi skemmtilegt framhald. Þegar maður heldur að lokin séu að fara koma þá kemur alltaf eikkað nýtt, s3m er svaka góður kostur :) Ég mæli alveg pottþétt með þessari mynd, skelltu þér í bíó ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ó Hún Bridget Jones! Alveg tær snilld! Maður hlæt og grætur í senn! Makalaust hvað hún getur verið mikill klunni en samt svo yndisleg að maður getur ekki annað enn elskað hana! Get ekki beðið eftir næstu mynd! Held það sé nú lítið annað sagt um hana án þess að spilla fyrir ykkur sem enn eiga eftir að sjá hana! En fyrir ykkur sem muna ekki alveg eftir fyrri myndinni þá skal ég rifja upp aðalatriðin: Bridget Jones sefur hjá yfirmanni sínum, Daniel (Hugh Grant) sem heldur svo frammhjá henni. Þá hafa foreldrar hennar verið að reyna að koma henni saman við son vina þeirra Mark Darcy (Colin Firth) En daniel og Mark hafa verið skólafélagar en svo hélt fyrrverandi eiginkona Marks frammhjá honum með Daniel þannig að nú eru þeir svarnir óvinir. Og fara að slást um Bridget. Í lokin byrjar hún með Mark og þegar að nú er komið við sögu hafa þau verið saman í 6vikur! Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir alla! ;) Enjoy!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja nú er loks biðin að enda fyrir mér. Þessi mynd finnst mér betri en hin fyrri og að mínu mati er hún fyndari. Bara allt gott við þessa mynd og ég hef aldrei skemmt mér eins vel núna í bíó langa lengi. Leikaranir eru mjög skemmtilegir og ekki spillir fyrir mér að horfa á Colin Firth.Lögin í myndinni eru ansi skemmtileg og myndin er fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, núna er ég búin að fara með Bridget til Tælands og lenda þar í hinum fjölbreyttustu ævintýrum :-) Það er skemmst frá því að segja að við öskruðum við hlógum svo rosalega á köflum. Ákveðið skíðaatriði var rosalega mikið ýkt en náði samt að haldast inni á mörkunum að vera fáránlegt og fyndið og við vorum í hláturskasti. Ekki síst vegna þess að við gátum séð okkur sjálfar í þessum aðstæðum. HVER KANN AÐ RENNA SÉR Á SKÍÐUM Í ROSALEGUM AUSTURRÍSKUM ÖLPUM!!!. Myndin er að mörgu leyti eins og mörg stutt og neyðarleg atriði, svolítið sundurlaus, sérstaklega fyrri hlutinn. Sagan sem flestir eru örugglega búnir að lesa heldur henni náttúrulega saman (þ.e. Bókin), en á köflum er ekki mikið samhengi milli þeirra. Hinsvegar kemur þetta mjög vel út svona og þarna gefst kostur á því að koma með nýja sýn á söguna. Í myndinni er líka mikið lagt upp úr því að draga fram fyndin tilsvör og neyðarleg atvik sem Bridget er náttúrulega snillingur í að koma sér í. Reneé Zellwegerl. Er rosalega fín í myndinni. Mér finnst hún eiginlega standa sig betur en í þeirri fyrri, en það helgast kannski af því að núna er ég búin að sætta mig við það að Bridget hefur útlit Reneé Colin Firth - Mark Darcy var unaðslegur. Heldur horaður í svörtu jakkafötunum. Hef eiginlega ekki tekið eftir því áður en það er ákveðið atriði í myndinni sem dregur það mjög sterkt fram. Hann nær því sem er svo heillandi að vera grafalvarlegur við aðstæður þegar Bridget er eins og kjáni og kemur sér og honum í mikil vandræði, ná svo að beita röddinni þannig að hún skynjar hlýjuna og ástúðina sem streymir frá honum og brosir svo örlítið, aðallega með augunum. Hugh Grant - Daniel Cleaver er greinilega sjúskaður og það næst svo vel að draga fram hvers vegna hún velur Mark Darcy, en hinn sem er ekki síður sjarmerandi og er hrifinn af henni, Daniel, kemur klárlega fram sem útriðinn piparkall sem má muna fífil sinn fegurri. Tel þessar persónu vera mjög vel leikna af Hugh Grant. Það er ljóst að handritshöfundurinn hefur fengið mikið frelsi til að aðlaga söguna kvikmyndinni og sérstkalega kom ein persóna okkur vinkonunum Spönsk fyrir sjónir :-) Nú er bara að sjá hvað þið hafið að segja um það. Nokkur atriði eru ekki með í myndinni sem ég sakna úr bókunum. Dagbókin er bara í upphafi og lokin. Mjög skrítið, ekki minnst á aukakíló eða neitt, bara spik í texta. :-) Mamma hennar og Magda á leið til Kenía, koma heim með blökkumann. Það er nú efni í sérstaka gamanmynd. En því er alveg sleppt... Enda myndin náttúrulega miklu styttri en bókin. Vinirnir eru í miklu aukahlutverki, þótt þeir hafi náttúrulega áhrif á söguna og koma sterkt inn. Niðurstaðan er: Þessi mynd er bráðskemmtileg afþreying, við þekkjum okkur meira að segja flestar að einhverju leyti í Bridget og þess vegna er saga hennar svo fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn