Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dodgeball: A True Underdog Story 2004

Frumsýnd: 1. október 2004

Grab Life by the Balls

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

White Goodman er eigandi og stofnandi heilsuræktarstöðvarinnar Globo Gym, og þráir fátt meira en að stækka við sig og kaupa litlu líkamsræktina við hliðina, Average Joe´s Gymasium. Peter LaFleur vill hinsvegar ekki selja stöðina, en þarf að redda 50 þúsund dölum í hvelli til að redda málunum. Peter og félagar hans í stöðinni finna það út að í vændum... Lesa meira

White Goodman er eigandi og stofnandi heilsuræktarstöðvarinnar Globo Gym, og þráir fátt meira en að stækka við sig og kaupa litlu líkamsræktina við hliðina, Average Joe´s Gymasium. Peter LaFleur vill hinsvegar ekki selja stöðina, en þarf að redda 50 þúsund dölum í hvelli til að redda málunum. Peter og félagar hans í stöðinni finna það út að í vændum er meistarakeppni í brennó, og þar eru verðlaunin einmitt 50 þúsund dalir. White Goodman ætlar ekki að láta þá komast upp með þetta og stofnar sitt eigið brennó lið. Lið Peter er langt frá því líklegt til afreka, þar til brennógoðsögnin Patchers O´Houlihan kemur til sögunnar, og þjálfar liðið. ... minna

Aðalleikarar


Mjög fyndin mynd sem er alveg hægt að mæla með. En er samt enginn snilld, þrátt fyrir það. Ben Stiller og Vince Vaughn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Ef þið viljið sjá góða vitleysismynd, þá mæli ég með þessari mynd. Pottþétt góð poppkorn mynd. Fær 2 og hálfa hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dodgeball:A true Underdog Story kom mér sérstaklega á óvart eftir að ég myndi halda að hún væri léleg. Ben Stiller fer með aðalhlutverkið en mér fannst hann ekki koma nógu oft í myndinni.Þetta er líka fyrsta myndin sem ég hef séð þegar Ben Stiller er vondi gaurinn. Ég mæli mikið með þesari mynd kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nú ekkert sérstaklega fyndinn beint hún er bara skemmtileg. Myndinn fjallarum æfingarstöð sem er að fara á hausinn og eigandinn veit ekkert hvað hann á að gera til að halda henni við. Þá sér hann auglýsingu þar sem er verið að auglýsa eftir liðum í Dodgeball keppni og eru nægir peningar í verðlaun til að halda stöðinni við. Enn það er önnur æfingarstöð sem reynir allt til þess að koma í veg fyrir að hin æfingarstöðin vinni. Já ég hef ekkert mikið meira um þessa mynd að seigja nema það að ég mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Samstarf Ben Stiller og Vince Vaughn klikkar ekki frekar en fyrri daginn og útkoman er hæfilega frumleg íþróttamynd sem hittir í mark (eða punginn á´ðér eins og segir í slagorðinu). Góður húmor út myndina en mér finnst toppurinn vera Rip Torn (btw geggjað nafn) sem hinn útbrunni, snargeggjaði þjálfari sem drífur liðið áfram með óhefðbundnum þjálfunaraðferðum.

Mynd sem er hægt að horfa á aftur og aftur og sumir orðaleikirnir eru mjög skemmtilegir en hún nær þó ekki að verða topp-gamanmynd eins og t.d. Dumb and Dumber.

Punginn á´ðér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg típsísk bandarísk bíomynd. Samt er hún alveg sæmmilega fyndinn en þrátt fyrir það er þetta mikil ruglmynd. En samt er gott leikara teimi í myndini Vince og Ben Stiller eru skemmtilegir saman. Þið meigið alveh tekka á þessari mynd ef þið viljið en þetta er samt eingin stórmyn langt því frá en samt þó nokuð skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn