Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er voðalega krúttleg rómantísk gamanmynd. Hún fjallar um danaprinsinn sem er orðinn leiður á konungslífinu og ákveður að fara í skóla í bandaríkunum af því að hann sá auglýsingu um skóla þar sem stelpurnar áttu sem sagt að vera mikið fyrir að strippa fyrir strákana. Þegar hann kemur í skólan þá fattar hann það er ekki allt sem sýnist og hann á að sjá um sig sjálfur. Hann verður ástfanginn af bandarískri stelpu og hún af honum nema að hún veit ekki hver hann er í raun.
Mér fannst eins og ég hafi séð þetta einhver staðar, hún er alveg eins og allar aðrar rómantískar gamanmyndir!
öööööömurleg mynd. Enn ein rómó gamanmynd... sem eru að vísu allar lélegar, en þessi skar fram úr.... endirinn var fáránlegur, vissi ekki hvað aðalpersónurnar ætluðu að gera, þau bara kysstust og svo kom the end og voða gaman.... Ekki sjá hana og eyða tíma úr lífi þínu í þetta.... Hálf stjarna fyrir leikarana.
The Prince and me er leiðinleg og ófrumleg mynd sem fjallar um fátæka bandaríska konu sem að danaprins verður ástfanginn af en hann lýgur að henni hver hann sé. Húmorinn er í lágmarki og er mjög auðvelt að sjá að hérna er að sjá tíbíska Hollywood ástarmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
David Suchet, Jessie Kamm, Katherine Fugate
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
27. ágúst 2004