Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Town and Country 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. september 2001

There's no such thing as a small affair.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Vel stætt og frjálslynt par frá New York, Porter og Ellie Stoddard, sem eru nýbúin að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt, og Griffin og Mona Morris, eru bestu vinir. Porter og Ellie vinna meira að segja saman - hann er arkitekt, og hún er yfirhönnuður bygginganna sem hann hannar - og Porter og Mona hafa þekkst frá því þau voru börn. Þó að hjónabönd... Lesa meira

Vel stætt og frjálslynt par frá New York, Porter og Ellie Stoddard, sem eru nýbúin að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt, og Griffin og Mona Morris, eru bestu vinir. Porter og Ellie vinna meira að segja saman - hann er arkitekt, og hún er yfirhönnuður bygginganna sem hann hannar - og Porter og Mona hafa þekkst frá því þau voru börn. Þó að hjónabönd beggja séu talin traust, þá er hjónaband Porter og Ellie álitið brothættara, enda Porter gamaldags í skoðunum. En þó fer það svo að Mona kemur að Griffin þar sem hann er að halda framhjá henni. Þetta verður til þess að samband vinahjónanna fer í uppnám. Griffin vill fá að vita hvað Mona veit um rauðhærðu konuna sem hún sá hann með, og ávítur Porter á Griffin hljóma sem hræsni þar sem Porter sjálfur hefur átt í ástarsambandi við sellóleikara að nafni Alex, þó hann sé ekki viss um það sjálfur afhverju hann vildi endilega halda framhjá, og hvað þá með Alex, sem hann á ekkert sameiginlegt með. Porter á nú í sambandi við nokkrar fleiri konur, þar á meðal Eugenie Claiborne, sem, ásamt foreldrum sínum, lítur sambönd óhefðbundum augum, og afgreiðslustúlku í byggingavöruverslun að nafni Auburn - en allt þetta gæti hjálpað honum að sjá samband sitt við Ellie í skýrara ljósi. ... minna

Aðalleikarar

Vond mynd um leiðinlegt fólk
Sjaldan hef ég séð eins kvikindislega og óviðkunnanlega "gamanmynd" og þessa Town & Country. Ekki láta nöfn leikaranna blekkja ykkur, því það er nákvæmlega EKKERT fyndið við þessa mynd!

Ég bjóst við einhverjum söguþræði, en myndin er nánast alfarið laus við slíkan. Hún gengur bara út á framhjáhöld og... ja, fleiri framhjáhöld! Ekki það að ég hafi ekki kvikindislegan húmor í mér stundum, en mér finnst vera fullgróft að gera gamanmynd sem notfærir sér framhjáhöld sem grunn fyrir þunna og einhæfa brandara. Svo getur maður alveg gleymt því að pæla eitthvað í persónunum, því eins og mátti giska, þá eru þetta ekkert nema lygarar og skíthælar. Mér var slétt sama um alla karakteranna, sérstaklega Warren Beatty.

Það er fínn hópur af leikurum í þessari mynd, en manni er ógurlega sama. Handritið er það vont að þekkt andlit bjarga engu, og leikstjórnin það léleg að frammistöður gera ekkert betra.

Ég vil aldrei aftur sjá þessa mynd eða svo mikið sem heyrt minnst á hana. Ég þoldi hana ekki!

1/10 - og hugsið ykkur... Myndin kostaði víst einhverjar $100 milljónir í framleiðslu!! Talandi um bullandi mistök... Skondið líka að ekkert af þeim pening skuli hafa farið í betri handritshöfunda.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn