Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vond mynd um leiðinlegt fólk
Sjaldan hef ég séð eins kvikindislega og óviðkunnanlega "gamanmynd" og þessa Town & Country. Ekki láta nöfn leikaranna blekkja ykkur, því það er nákvæmlega EKKERT fyndið við þessa mynd!
Ég bjóst við einhverjum söguþræði, en myndin er nánast alfarið laus við slíkan. Hún gengur bara út á framhjáhöld og... ja, fleiri framhjáhöld! Ekki það að ég hafi ekki kvikindislegan húmor í mér stundum, en mér finnst vera fullgróft að gera gamanmynd sem notfærir sér framhjáhöld sem grunn fyrir þunna og einhæfa brandara. Svo getur maður alveg gleymt því að pæla eitthvað í persónunum, því eins og mátti giska, þá eru þetta ekkert nema lygarar og skíthælar. Mér var slétt sama um alla karakteranna, sérstaklega Warren Beatty.
Það er fínn hópur af leikurum í þessari mynd, en manni er ógurlega sama. Handritið er það vont að þekkt andlit bjarga engu, og leikstjórnin það léleg að frammistöður gera ekkert betra.
Ég vil aldrei aftur sjá þessa mynd eða svo mikið sem heyrt minnst á hana. Ég þoldi hana ekki!
1/10 - og hugsið ykkur... Myndin kostaði víst einhverjar $100 milljónir í framleiðslu!! Talandi um bullandi mistök... Skondið líka að ekkert af þeim pening skuli hafa farið í betri handritshöfunda.
Sjaldan hef ég séð eins kvikindislega og óviðkunnanlega "gamanmynd" og þessa Town & Country. Ekki láta nöfn leikaranna blekkja ykkur, því það er nákvæmlega EKKERT fyndið við þessa mynd!
Ég bjóst við einhverjum söguþræði, en myndin er nánast alfarið laus við slíkan. Hún gengur bara út á framhjáhöld og... ja, fleiri framhjáhöld! Ekki það að ég hafi ekki kvikindislegan húmor í mér stundum, en mér finnst vera fullgróft að gera gamanmynd sem notfærir sér framhjáhöld sem grunn fyrir þunna og einhæfa brandara. Svo getur maður alveg gleymt því að pæla eitthvað í persónunum, því eins og mátti giska, þá eru þetta ekkert nema lygarar og skíthælar. Mér var slétt sama um alla karakteranna, sérstaklega Warren Beatty.
Það er fínn hópur af leikurum í þessari mynd, en manni er ógurlega sama. Handritið er það vont að þekkt andlit bjarga engu, og leikstjórnin það léleg að frammistöður gera ekkert betra.
Ég vil aldrei aftur sjá þessa mynd eða svo mikið sem heyrt minnst á hana. Ég þoldi hana ekki!
1/10 - og hugsið ykkur... Myndin kostaði víst einhverjar $100 milljónir í framleiðslu!! Talandi um bullandi mistök... Skondið líka að ekkert af þeim pening skuli hafa farið í betri handritshöfunda.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$90.000.000
Tekjur
$10.372.291
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. september 2001