Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fanst þessi mynd alveg yndisleg.Hun var findin og ævintíragjörn afhverju ekki að trúa á hið mögulega ævintíri. Auðvitað hefði söguþráðurinn mátt vera meira grípandi og svipt mann með í ævintírið, en það held ég að sé als ekki leikurum að kenna aftur á móti vantar greinilega einhvað í handritið,t.d. eihverjar nýungar ekki bara endur taka atriði úr öðrum ævintírum. Þetta er SÆT mynd ekki spennu,hrillins eða grín bara sæt ljúf ástar saga,Samt getur maður oft brosað og stundum hleigið en umfam allt er þetta ljúf og sæt mynd sem sem flest pör sem eru ástfangin ættu að sjá. :)
John Cusack sleppur rétt svo með að bjarga þessari allt-í-lagi afþreyingu, sem inniheldur ansi fáránlegan söguþráð. Kate Beckinsale nær ekki að sannfæra mann nógu mikið með leik sinn, en rómantíska frammistaða hennar er þó mun betri hér en í Pearl Harbor. Þau tvö ná samt prýðilega saman en saman bjarga þau ekki þessari fyrirsjáanlegu og klisjukenndu stemmningu. Myndin ætlar sér að vera spennandi og fyndin en nær hvorugu. Þó að sprellikallinn Eugene Levy hafi fengið mig til að hlæja í sínu stórskemmtilega aukahlutverki sem kolruglaði afgreiðslumaðurinn. Molly Shannon á líka nokkra skemmtilega brandara inn á milli sena. Ég vissi nú reyndar áður en myndin byrjaði að ég ætti eftir að vita hvernig endirinn væri um leið og hún byrjaði, en ég hugsaði ekki það mikið út í það. Ég hef önnur umkvörtunarefni sem tengjast þessari klisju, en það tæki eflaust einhverjar blaðsíður til að útskýra. Serendipity væri hvorki fugl né fiskur hefði Cusack ekki staðið fyrir sínu. Útkoman er bara meðalmynd sem ætti helst að vera notuð til að drepa tímann.
John Cusack (Con Air, High Fidelity o. fl.) og Beckinsale (Peal Harbor) leika hér saman í kvikmynd sem er ekki nógu góð. Hún reynir að vera fyndin og jafnframt rómantísk, en það gengur ekki upp. Serenipity er meðalmynd en leikur John Cusacks er afbragðsgóður...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax Films
Kostaði
$28.000.000
Tekjur
$77.516.304
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2002
Útgefin:
31. júlí 2015
VOD:
31. júlí 2015
VHS:
26. júní 2002