Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Slackers 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. apríl 2002

Higher Education Just Hit A New Low

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 12
/100

Herbergisfélagarnir Dave Goodman, Sam Schechter og Jeff Davis voru handvissir um að þeim tækist að útskrifast úr menntaskóla án þess að læra neitt af viti, verandi snillingar í því að svindla á prófum. Nördinn Ethan Dulles kemst að svindlinu og hótar að láta reka þá úr skóla, nema þeir félagar hjálpi honum að ná sér í skvísuna Angela Patton. En... Lesa meira

Herbergisfélagarnir Dave Goodman, Sam Schechter og Jeff Davis voru handvissir um að þeim tækist að útskrifast úr menntaskóla án þess að læra neitt af viti, verandi snillingar í því að svindla á prófum. Nördinn Ethan Dulles kemst að svindlinu og hótar að láta reka þá úr skóla, nema þeir félagar hjálpi honum að ná sér í skvísuna Angela Patton. En meðan á þessu stendur verður Dave ástfanginn af Patton, sem Ethan er allt annað en ánægður með. ... minna

Aðalleikarar

Skítur á priki
Það gerist ekki oft þar sem mynd fær ásinn hjá mér, en eftir að hafa orðið fyrir einni verstu bíóupplifun í langan, langan tíma, fær þessi mynd hiklaust sú einkunn.

Maður hefur nú séð ýmsar misheppnaðar aulagrínmyndir nýlega (Not Another Teen Movie er gott dæmi um eina slíka), en Slackers er ein (ef ekki sú allra) versta af þeirri tegund. Hún er heimskuleg, ófyndin og bara hreint út sagt drepleiðinleg. Svo er hún svo fáránlega ósmekkleg að hálfa væri hellingur. Öll hegðun persóna myndarinnar er bara viðbjóðsleg og pervertísk (til að útskýra betur hvernig hegðun er hér um að ræða, þá kemur fram atriði þar sem viðkemur sokkabrúðu á kynfæri eins leikarans, svo er annað þar sem einn pissar í sturtu af engri ástæðu... átti maður að hlæja??).

Handritið er eins og það hafi verið samansett af mörgum lélegum unglingagrínmyndum, og útkoman er bara einn misheppnaður aulabrandari. Leikurinn er nánast að öllu leyti lélegur, og þar er Jason Schwartzman (frændi Francis Ford Coppola) sérstaklega sakaður fyrir slappa frammistöðu, svo er hann líka bara mjög MJÖG óþolandi. Hann fór einmitt algjörlega á kostum í Rushmore fyrir nokkrum árum, en er að gera sig að fífli hér (og ég sver það að ég mun brjálast ef ég heyri hann syngja þetta ástarlag aftur...) og með þessu áframhaldi á hann enga framtíð í bíómyndum.

Slackers reynir mest á að bjóða áhorfandanum upp á ógeðfellda brandara í stað þess að hafa þá eitthvað fyndna. Aldrei hló ég að myndinni, og ekki er einu sinni hægt að brosa yfir henni (mig minnir m.a.s. að aðeins krakkar á aldrinum 9-12 ára hafi hlegið að henni á sýningunni sem ég fór á). Myndin fjallar eiginlega um svo lítið sem ekki neitt, en segir þó frá þremur vinum, sem hafa svindlað sér í gegnum nám í Háskóla. Nýjasta svindlið þeirra heppnast ekki eins og ætlast var, og geðsjúkur nördi (Schwartzman) kemst upp um þá. Hann kúgar félaganna til að kynna sér fyrir sætri gellu, en einn í vinahópnum (Devon Sawa - úr Final Destination) fellur svo fyrir henni sjálfur (dö...ein algengasta Hollywood-klisja sem til er!).

Sagan er fyrirsjáanleg að öllu leyti. Persónurnar eru ekkert áhugaverðar og klisjan í lokin var bara "too much," og maður var næstum því farinn að æla yfir henni. Þess vegna mæli ég sterklega með því að áhorfendur sem munu ekki hlæja að fyrsta brandaranum, yfirgefi salinn eða bara hætta að horfa á hana áður en klisjan tekur völdin. Ég var alveg tilbúinn til að fara í hlénu, en einhverra hluta vegna sat ég kyrr (og leit á klukkuna á 5 mínútna fresti eftirá) og beið eftir góðum brandara.

Grínmyndir eiga ábyggilega ekki eftir að verða mikið verri en þetta, og ég er nú þegar kominn með mynd sem stekkur beint í fyrsta sætið á mínum lista yfir verstu myndir ársins 2002.

1/10

Hvað var samt málið með Ginu Gershon og Cameron Diaz í hálfs mínútna gestahlutverkum?? Fengu þær borgað fyrir þetta? Þeirra vegna vona ég það...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd í bíó um daginn og vissi ekkert um hana annað en að búið var að setja hana í sama flokk og American Pie og Road Trip. Það var ekki raunin því þessi er engan veginn í sama klassa og Road Trip. Ég sá það eiginlega í byrjun myndarinnar að þetta væri enn önnur klisjumyndin frá Bandaríkjunum og viti menn, þetta var enn önnur klisjan. Ef maður vill sjá enn aðra klisjumynd þá er þessi alveg jafn góð og næsta klisjan þó að það vanti kannski upp á persónusköpun í henni. Ég beið persónulega mjög lengi eftir endinum því mig langaði að komast í burtu því maður veit alveg hvað gerist í lokin eftir að hafa séð fyrsta korterið á myndinni. Það er að mínu mati ekki góður kostur í bíómynd, það er aldrei neitt sem kemur á óvart eða eitthvað sem heldur manni við efnið. Það eru góðir punktar í myndinni og alveg hægt að hlægja af henni en ég mæli ekkert sérstaklega með henni í bíó þegar það er alveg nóg af betri myndum í bíóhúsunum þessa dagana. Ég myndi bíða eftir að sjá hana á spólu eða eftir því að hún verði hreinlega sýnd í sjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn