Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Slackers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd í bíó um daginn og vissi ekkert um hana annað en að búið var að setja hana í sama flokk og American Pie og Road Trip. Það var ekki raunin því þessi er engan veginn í sama klassa og Road Trip. Ég sá það eiginlega í byrjun myndarinnar að þetta væri enn önnur klisjumyndin frá Bandaríkjunum og viti menn, þetta var enn önnur klisjan. Ef maður vill sjá enn aðra klisjumynd þá er þessi alveg jafn góð og næsta klisjan þó að það vanti kannski upp á persónusköpun í henni. Ég beið persónulega mjög lengi eftir endinum því mig langaði að komast í burtu því maður veit alveg hvað gerist í lokin eftir að hafa séð fyrsta korterið á myndinni. Það er að mínu mati ekki góður kostur í bíómynd, það er aldrei neitt sem kemur á óvart eða eitthvað sem heldur manni við efnið. Það eru góðir punktar í myndinni og alveg hægt að hlægja af henni en ég mæli ekkert sérstaklega með henni í bíó þegar það er alveg nóg af betri myndum í bíóhúsunum þessa dagana. Ég myndi bíða eftir að sjá hana á spólu eða eftir því að hún verði hreinlega sýnd í sjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei