Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hálf veikluleg gamanmynd með alltof klisjukenndum boðskap þ.e.a.s.'útlitið er ekki allt'(GEISP). Jack Black er ágætis leikari en því miður er hann bara sjaldnast nógu fyndinn og persónusköpunin hjá honum í þessari mynd er bara 'Shallow' alveg eins og karakterinn sjálfur(finnum við fyrir vott af kaldhæðni?). Jason Alexander á að vísu fína spretti hér þó að hann sé ekki alveg búinn að rífa sig upp úr George karakterinum. Það er voða lítið hægt að hlæja að þessari mynd,svona í mesta lagi þrisvar. Allt í allt er þetta bara óttaleg steypa sem má horfa á einu sinni,kannski tvisvar en engan veginn oftar. Gerfið var vel gert hjá Gwyneth Paltrow og þessi mynd Shallow Hal á sér nokkur flott atriði og fyrir það fær hún eina og hálfa stjörnu. En þetta er ekki góð mynd. Undirrituðum hálf leiddist.
Ég er ekki voðalega ánægður með shallow hal og það virðist að Farrelybræður hafa klikkað eitthvað.
Myndinn er sniðug hugmynd og flott gert til að vera feit og allt.
Þegar ég sá auglýsingu um þessa mynd bjóst ég við fyndnustu ein af mynd allra tíma.
Hún er það ekki og bara illa gerð.Ég veit ekki.
Allavega...Hún fjallar um mann að nafni Hal(Jack Black).
Hal er alltaf að reyna við flottustu píunum sem hann sér.
Einn dag festist Hal í lyftu með Galdrakarli.
Þeir tala saman og Hal segir allt frá þessu og svoleiðis en hann dáleiðir hann með að sjá inní þeirra.Semsagt
Feit kona+góð=Flott kona í hans augum.
Hann hitir konu sem er spikfeit sem hann sér svo fallega út.
Vinur hans reynir að hjálpa honum og tekst það...
Ég mæli með hugmyndina en ekki myndina því hún valdi mér smá vonbrigðum.En,dæmið sjálf...
Þegar ég tók þessa spólu bjóst ég við meirru en það var í raunninni. Ég var búin að sjá af sjálfsögðu atriði úr henni og hélt að hún væri með svaka húmor þessi mynd. En ég og min fjölskylda ákvöðum að taka þessa mynd og hafa gaman yfir henni, en þegar við byrjuðum að horfa á hana fannst okkur það vantaði allan tíman eitthvað í þessa mynd hún var ekkert fyndinn. Nema kannski svona þrjú atriði sem maður var búin að sjá í auglýsingum og ég gef henni þessar tvær stjörnur fyrir þessi atriði og ekkert annað.
Akkurat Shallow Hal. Mér fannst þessi mynd ætti að kenna mörgum að dæma ekki eftir útliti en þessi maður sem myndin fjallar eiginlega um dæmir alla eftir útliti en flottu stelpurnar vilja ekkert með hann hafa fyrr en hann fer að sjá innri fegurð kvenna. Vinur hans heldur að hann eitthvað verri því hann velur alltaf stelpur sem eru með einhverja galla í stað þess að velja þær fallegu og grönnu. Mér fannst þessi mynd bæði eiginlega grínmynd og hugljúf svo farið á hana ef ykkur langar að sjá þannig mynd en svo hættir hann að sjá innrifegurð og er ekki alveg viss hvort stelpan sem hann er með sé sú rétta hann sér sannleikann en þá hefur hann séð innrifegur og gæti hætt að horfa á útlitið því hann sá líka eina sem var ung og sæt en innrifegurð hennar er grá en góða skemmtun fyrir þá sem ætla að taka hana á video en þessi mynd er held ég góð fyrir alla aldurhópa.
Þessi mynd er satt að segja mjög væmin og dálítið leiðinleg. En hefur samt sína góðu punkta. Eins og sagt var hér fyrir ofan þá virðist sem grínmyndirnar sem þeir gerðu áður sem voru sprenghlægilegar og voru með góðum húmór sem gerði grín að hinu og þessu. En núna þá er eins og myndirnar séu gerðar svo að enginn taki þær til sín. Já, það er kannski gert grín að feitu og ólaglegu fólki en samt þá var það ekki eins og t.d nutty little professor, the mask og fleiri myndir sem gerðu a.m.k grín að einhverju án þess að taka tillit til allra.
Um myndina
Leikstjórn
Bobby Farrelly, Peter Farrelly
Handrit
Bobby Farrelly, Peter Farrelly
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
18. janúar 2002
VHS:
19. ágúst 2002