Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Last Castle 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. mars 2002

A castle can only have one king

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Irwin er þekktur og vinsæll þriggja stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher með flekklausan feril. Hann er leiddur fyrir herrétt, sviptur stöðu sinni og dæmdur í herfangelsi af ströngustu gerð fyrir að óhlýðnast skipunum yfirmanna sinna í hernaðaraðgerðum. Fangelsisstjórinn er Winter ofursti, sem ekki getur leynt aðdáun sinni á þessum fræga fanga sínum... Lesa meira

Irwin er þekktur og vinsæll þriggja stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher með flekklausan feril. Hann er leiddur fyrir herrétt, sviptur stöðu sinni og dæmdur í herfangelsi af ströngustu gerð fyrir að óhlýðnast skipunum yfirmanna sinna í hernaðaraðgerðum. Fangelsisstjórinn er Winter ofursti, sem ekki getur leynt aðdáun sinni á þessum fræga fanga sínum en sú aðdáun er ekki gagnkvæm. Winter stjórnar með talsvert harðri hendi og vílar ekki fyrir sér að aflífa fanga telji hann þess þörf. Irwin sér fljótlega hversu miklu ranglæti fangarnir verða fyrir og ákveður að taka til sinna ráða. Hann fær í lið með sér nokkra samfanga sína og setur á fót litla herdeild til að gera uppreisn gegn fangelsisstjóranum. Winter tekur þátt í baráttunni og telur að um leik sé að ræða en fljótlega kemur annað í ljós. Þá hyggst hann grípa til ofbeldisfyllri aðgerða en það gæti verið of seint.... minna

Aðalleikarar


Myndin the last castle fjallar í stuttu máli um hershöfðingjann Eugene Irwin (Robert Redford)sem er dæmdur í fangelsi fyrir mistök sem hann gerði í einhverjum herleiðangri, og þarf að dúsa í herfangelsi sem James Gandolfini stjórnar með harðri hendi. Irwin er mikil hetja og þjónusta hans við föðurlandið hefur gert hann að hálfgerðri goðsögn meðal hermanna. Í fangelsinu tekur hann svo við stjórn mála til að reyna að koma Gandolfini frá störfum, vegna ómanneskjulegar framkomu við fangana.




Ég hafði heyrt margt slæmt um þessa mynd, og var þess vegna ekki með miklar væntingar til hennar, og hún kom mér bara nokkuð á óvart. Ég hef ekkert út á ytra útlitið að setja. Myndatakan er t.d. mjög góð, sem og áhættuatriðin og allt það. Þeir Gandolfini og Redford eiga fínan leik og spellpassa inn í hlutverkin, sérstaklega þó Gandolfini. Innihaldið er aftur á móti ekki alveg jafn gott. Það eru t.d. endalaust mikið af klisjum, sem maður hefur séð trilljón sinnum, einnig er myndin frekar fyrirsjáanleg. Þetta fór samt ekkert svakalega í pirrurnar á mér, kannski vegna þess að Gandolfini og Redford eru mjög færir leikarar, og samtölin þeirra á milli eru oft á tíðum góð. Það sem fór hins vegar mikið í taugarnar á mér er þetta helv.... þjóðernisást kanans sem er gersamlega að drepa alla úr væmni, þar sem allt snýst um ameríska fánann. T.d. er lokaatriðið svo væmið og ömurlegt að maður vissi ekki hvort maður ætti að hlæja eða grenja. Samt sem áður má hafa gaman af henni, ef maður er tilbúin til að horfa framhjá þjóðernisrembing kanans.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef aldrei séð aðra eins aðdáun á ameríska fánanum og í þessari. Þannig að þeir sem hafa gaman af einföldum myndum og fallega flaggandi amerískafánanum gerðið þið svo vel. Myndinn fjallar um hershöfðingja sem er settur í fangelsið. Allir virða hann og dá. Og auðvitað er fangelsisstjórinn vondi maðurinn og góði maðurinn þarf að sýna það að hið góða sigrar alltaf það illa. Robert notar svona svipaðar setningar og Mel Gibson notaði í Braweheart. Alltaf verið að minna á hverjir þeir séu, hermenn en ekki fangar. Reyndar vinnur hann þrautþjálfaða hermenn og vel vopnaða með vopnum frá tímum miðalda. Ég gett því miður ekki gefið þessari mynd meira en ég gef henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fín mynd. Redford og Gandolfini eru flottir í sínum hlutverkum. Þetta er svona Davíð á móti Golíat. Ég átti von á nákvæmlega því sem að ég fékk og er mjög sáttur við það. Það er formúlulykt af þessari mynd. Sárafátt sem kom á óvart. Myndatakan var mjög flott. Sálarstríðið er fyrirsjáanlegt. Gegnsæ mynd sem er hin besta skemmtun. Ekki fara alltaf í bíó og búast við meistaraverkum, búist við því að fara að eyða 2 tímum í afþreyingu. Ef að þið fáið meira, verið glöð. Ef ekki, þá fenguði það sem að þið lögðuð út með, afþreyingu.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Munið þið eftir lokaatriðunum í A Few Good Men og Crimson Tide? Þar sem aðalhetjurnar snúa sér við í lokin og heilsa að hermannasið meðan fiðlurnar eru á fullu undir, og allir sem ekki eru Ameríkanar blindaðir af föðurlandsást teygja sig í ælupokann og láta vaða? Ímyndið ykkur að þessar senur séu teygðar út í rúmlega tvo tíma og þá er uppskriftin að The Last Castle komin. Ég þarf varla að taka fram að ég er ekki einn af þeim sem kunna að meta svona kvikmyndir, og í fyrsta sinn á ævinni íhugaði ég alvarlega að standa upp og ganga út í miðri mynd. Það er alltaf vont að lenda á svona myndum, og enn verra þegar maður býst ekki við því. Hvernig í ósköpunum stendur á því að Robert Redford og James Gandolfini, tveir stórgóðir leikarar, láta hafa sig út í svona skelfingu? Lesa svona menn ekki handritin fyrirfram? Hugmyndin er að upplagi góð, en myndin er gerð formúlukennd, einfeldningsleg og væmin til að skammta henni betur ofan í ameríska áhorfendur. Redford leikur herforingja sem er sendur í fangelsi eftir að hann óhlýðnast skipun. Gandolfini stjórnar fangelsinu með harðri hendi og ber enga virðingu fyrir lífi eða limum fanganna. Við vitum að hann er vondi kallinn af því hann hlustar á Salieri en ekki Mozart, notar gleraugu sem eru ekki tísku og er með dökkt hár. Við vitum að Redford er góður af því hann er ljós yfirlitum, hann talar hægt og rólega og er góður við lítilmagnann. Lítilmagninn er gerður að málhöltum aumingja svo við vitum að hann er örugglega lítilmagninn, ef það skyldi fara fram hjá okkur. Það hefði verið hægt að byggja upp mjög áhugaverða sálfræðibaráttu á milli mannanna tveggja, en aðstandendur gera meira úr því að blása upp heiður, föðurland og þar fram eftir götunum. Úr verður ekkert nema algjört klúður. Hæfileikum Redford og einkum Gandolfini er sóað, og Mark Ruffalo (snilldargóður í You Can Count On Me) og Delroy Lindo hafa lítið að gera. Stjörnuna fá Clifton Collins (Traffic) fyrir mjög góða frammistöðu í hlutverki lítilmagnans Aguilar og kvikmyndatökumaðurinn, sem fyllir myndina með flottum skotum og sjónarhornum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn