Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Algert sorp og Peter gamla Falk er vorkunn af því að hafa tekið þátt í þessu drasli. Fær hálfa stjörnu fyrir eina góða brandarann í myndinni, sem er reyndar einn fyndnasti dópbrandari sem ég hef séð, þó ekki nógu góður til að rífa myndina meira upp úr skítnum.
Fyrir þá sem fýla rugl húmor er þetta mynd fyrir þá. ég sá hana á video fyrir stuttu með vinum mínum og við hlóum okkur máttlausa. Hún fjallar í grófum dráttum um Corky Romano sem er fjölskyldu skömm Romano mafíufjölskyldunar sem verður að dulbúa sig sem FBI lögga til að komast yfir gögn sem geta komið pabba hans í fangelsi. Leikurinn er í rauninni ekki mjög góður, söguþráðurinn ekkert sérstakur en ef þú horfir á hana með því hugarfari að þetta sé bara fyndin mynd til að hlæja að þá er þetta hin fínasta skemmtun.
Ég bjóst við fyndinni gaman mynd þegar ég fór á hana í bío varð ég fyrir vonbrygðum.en myndinn fjallar um gaur sem er í mafíjósa fjólskyldu en hann er góði sonurinn í fjólskyldunni.Hann þarf að hjálpa til við að bjarga fjölskyldunni með að fara í FBI og njósna og sögu þráðurinn sem er ekki góður spynst út frá því.
Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst ég ekki við miklu en hún kom mér á óvart og þessi snl gaur er ekki beint góður leikari en hann getur komið manni til að hlæja hann má eiga það ef fólk vill fara að hlæja ef það sé að fara í bíó þá er þessi mynd ágætis kostur!
Hver er Corky Romano. Eftir að hafa séð myndina þá er mér nákæmlega sama.Þessi aula húmor sem hefur verið marg tuggin í síðast liðnum aulahúmors myndum þeirra Farelly bræðra og þetta er orðið ágæt.Þetta er voðalega bitlaus kúk og piss brandarar sem orðnir marg reyndir. Chris kattan sýnir ekki sjald séða takta heldur gerir ekki annað en að fara í taugarnar á mér alla myndina. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir einn brandara sem ég gat hlegið af. Beint í fletti rekkan.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista Pictures
Kostaði
$11.000.000
Tekjur
$23.978.402
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. nóvember 2001
VHS:
16. maí 2002