Girl 6
1996
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 19. júlí 1996
She's The Only Thing Better Than Being There
108 MÍNEnska
39% Critics 44
/100 Kona af afrísk-amerískum rótum sem langar að verða leikkona vinnur ýmis störf til að halda sér uppi ( afhenda dreifibréf, vinna í fatahengi ofl. ) áður en hún nær því takmarki sínu að fá að leika í prufu fyrir leikstjórann Q.T. , sem er fremur sjúskaður kvikmyndaleikstjóri. Q.T. segir að hann vilji bjóða henni hlutverk í næstu bíómynd sinni, en þar... Lesa meira
Kona af afrísk-amerískum rótum sem langar að verða leikkona vinnur ýmis störf til að halda sér uppi ( afhenda dreifibréf, vinna í fatahengi ofl. ) áður en hún nær því takmarki sínu að fá að leika í prufu fyrir leikstjórann Q.T. , sem er fremur sjúskaður kvikmyndaleikstjóri. Q.T. segir að hann vilji bjóða henni hlutverk í næstu bíómynd sinni, en þar sem að hlutverkið krefst þess að leikkonan sé nakin, þá þurfi hún fyrst að sýna sér brjóstin. Eftir að hún rekur umboðsmann sinn, þá er leikkonan orðin blönk, og er boðið starf við símaklám. Þar fær hún heitið Girl 6, eða Stelpa 6, og komið er fram við hana af virðingu af yfirmanninum, og samstarfsmönnunum líkar vel við hana. Hún á hinsvegar erfitt með að skilja á milli vinnu og einkalífs og hún verður gagntekin af einum af viðskiptavinum sínum, Bob, sem hringir reglulega. Hún gengur svo langt að setja upp fund með honum. Stelpa 6 vinnur við að uppfylla fantasíur annars fólks, en fer brátt að dragast inn í eigin tilbúna heim, þar sem hún getur verið kynþokkafull gyðja á hvíta tjaldinu eða hörku bíókvendi ( Blaxploitation ) . Fyrrum kærasti hennar, sem dregur fram lífið með smáþjófnaði, grátbiður hana um að gefa sér annað tækifæri, og nágranni hennar, hafnaboltaspjaldasafnari að nafni Jimmy, er sífellt að segja henni að hún eigi að gera eitthvað meira jákvætt við líf sitt. ... minna