Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fannst þessi myndi frekar ógeðsleg en samt eitthvað við hana sem fær hárin á manni rísa. Hilary Swank og Cate Blancett skila sínum hlutverkum ágætlega og það er vegna þeirra sem ég sjá þessa mynd nýlega.
Samt ágætis skemmtun
Alveg ágætis ræma. Myndin er ósköp hæg og róleg en bætir það upp með vel skrifuðu handriti, dularfullu ívafi og flottri myndatöku sem einblínir á allskonar smáatriði. Í heild er myndin ekkert sérstök svosem en alls ekki léleg þannig að undirritaður splæsir á hana tveimur og hálfri stjörnu.
Þessi mynd kom mér mjög á óvart. The Gift er um konu sem er skyggn og getur séð hluti. Svo sér hún að einhver hafi verið myrt og það fyndna við það að hún var eina vitnið á staðnum. Þetta er spennutryllir eins og þeir eru flottastir með góðu leikaraliði, nóg að nefna Cate Blanchett, Giovani Ribisi, Katie Holmes, Greg Kinnear og Keanu Reeves. Hún fær 3 og hálfa stjörnu.
Ágætlega heppnuð hrollvekja, þó ekki sé frumleikinn allt að kæfa. Góðir leikarar lyfta ræmunni talsvert upp úr meðalmenskunni, sérstaklega Keanu Reeves, sem nær því að teljast einn alógeðfelldasti karakter kvikmyndasögunnar síðan Orson Welles lék í Touch of Evil 1958.
Annie Wilson (Cate Blanchett) er ekkja með þrjá syni í smábæ einhvers staðar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Maðurinn hennar dó í slysi og hún hefur lifibrauð sitt af félagsmálayfirvöldum og að spá fyrir fólki. Annie er skyggn. Hún hefur verið það alveg frá því hún var lítil stelpa. Margt fólk í bænum trúir á skyggnigáfu hennar og þar á meðal er Valerie Barksdale (Hilary Swank) en hún er gift ofbeldismanninum Donnie (Keanu Reeves) sem er ekkert um það gefið að Annie sé að menga hana "með einhverjum nornabrögðum". Hann ógnar bæði Annie og strákunum hennar en hún getur ekki að gert. Annie er einnig að reyna að hjálpa bifvélavirkjanum Buddy Cole (Giovanni Ribisi) sem er alvarlega veikur á geði út af einhverju atviki sem henti hann þegar hann var lítill. En dag einn birtist frétt í blöðunum um að ung kona, Jessica King (Katie Holmes) sé horfin. Hún var u.þ.b. að fara að giftast skólastjóra bæjarins, Wayne Collins (Greg Kinnear). Böndin berast að Donnie Barksdale en Annie er ekki viss í sinni sök og ákveður með dulrænum hæfileikum sínum að grennslast sjálf til um málið. Síðast þegar Sam Raimi og Billy Bob Thornton unnu saman gerðu þeir A Simple Plan sem Raimi leikstýrði og Billy Bob lék í. Núna er Raimi aftur leikstjórinn en Thornton er handritshöfundur ásamt Tom Epperson. Mér líkar virkilega vel við myndina framan af. Eins og allar góðar hryllingsmyndir tekur hún sinn tíma í að byggja upp spennu, flækir málin óendanlega og ræðst síðan til atlögu. En slæmt að það skuli allt fara til fjandans út af afskaplega asnalegum endi. Hann virkar ekki líklegur og er allur hálf klaufalegur. Meira má ég nú víst ekki segja um svona týpur af myndum. Það sem skilar sér hér eru frammistöður leikaranna. Mér finnst virkilega gaman að sjá Keanu Reeves í hlutverki þessa brjálaða "redneck". (Afsakið slangrið). Það er mikilvægt fyrir leikara að breyta til og Reeves er öflugur og sannfærandi á skjánum. Ribisi stendur sig frábærlega sem virkilega hugsjúkur maður og það er í rauninni athyglisverð og ákaflega sorgleg hliðarsaga í myndinni. En á toppnum trónir hin magnaða Cate Blanchett með þrælsterka frammistöðu hér alveg eins og í Elizabeth sem hún í raun hefði átt að fá Óskarinn fyrir. Hún er virkilega sannfærandi og með frábæran hreim miðað við að hún kemur frá Ástralíu. Þetta er ágætis spennuhrollur með góðum fyrri hluta, frábærum leik og flottri myndatöku en nánast sekkur í seinni hálfleik. Samt góð tilraun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Billy Bob Thornton, Tom Epperson
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. mars 2001
VHS:
21. ágúst 2001