Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svona þokkaleg ræma um þrjá strokufanga á fyrri hluta síðustu aldar og hinum og þessum uppákomum sem þeir lenda í. Myndin fer vel af stað en síðan þynnist hún og er orðin soldið veik undir lokin. Tónlistin er líka að mínu mati ekkert alltof skemmtileg en á hinn bóginn var ekki mikil almennileg tónlist á þessum tíma sem myndin á að gerast á. Þó er þetta þannig mynd að það er ekki hægt að þykja hún léleg hún hefur vissan sjarma. Er í versta falli sæmileg og tel ég því tvær stjörnur vera sanngjarn dómur. Alls ekki besta mynd Coen bræðra en er vel horfandi á. Ég hefði viljað sjá meira af George ´´Babyface´´ Nelson.
Þrír menn strjúka úr nauðungarvinnu til að leita að fjarsjóð sem einn af þeim stal og lenda í miklum ævintýrum. Þeir heita Ulysses Everett McGill (George Clooney),Pete (John Turtorro) og Delmar (Tim Blake Nelson). Þeir hitta mann að nafni Tommy á leiðinni en hann segist hafa selt djöflinum sál sína til að getað spilað vel á gítar. En löggan er á hælunum þeirra og þeir lenda í miklu fyndnu eins og að bjarga Tommy frá Ku Klux Klan,verða barðir í klessu af Biblíusölumanni (John Goodman) ofl ofl. Myndin er byggð á Ódysseifskviðu Hómers og er að mínu mati besta mynd Coen bræðrana fyrir utan Intolerable Cruelty.
Algjör gæðamynd sem hlýar manni um hjartarætur. Hér eru 3 fangar Ulysses Everett McGill, Pete og Delmar O'Donnell sem sleppa úr fangelsi til að grafa upp gömul auðæfi sem hann Ullysses segist hafa falið í gamla húsinu sínu. Á leiðinni hitta þeir Tommy, djöfullinn sjálfan, Ku Klux Klan og sírenur. Þessi mynd er sú skrítnasta sem ég hef séð og getur verið alveg bráðskemmtilega fyndin.
Hrein unun á að horfa, eins og flestar myndir þeirra Coen-bræðra. Við fylgjumst með þrem strokuföngum á ferðalagi í leit að týndum fjársjóð, með viðkomu á vinsældarlistum, Ku Klux Klan-messum, hvítasunnusamkomum og víðar. Ein af þessum sem maður hreint verður að sjá.
Jæja, ég verð að vera í algjörum minnihluta.. mér fannst þessi mynd alveg drepleiðinleg, karakterarnir fóru í taugarnar á mér og ég hafði bara mjög takmarkaðan húmor fyrir þessu öllu saman! Mér drepleiddist! myndin fær hálfa stjörnu fyrir tónlistina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista
Kostaði
$26.000.000
Tekjur
$71.870.729
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
9. febrúar 2001
Útgefin:
19. september 2014
VOD:
19. september 2014
VHS:
22. maí 2001
- Ulysses Everett McGill: How's my hair?