Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

O Brother, Where Art Thou? 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. febrúar 2001

They have a plan, but not a clue.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 69
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.

Myndin er lauslega byggð á Ódysseifskviðu eftir Hómer, og fjallar um flækingana Everett Ulysses McGill og félaga hans Delmar og Pete á fjórða áratug síðustu aldar í Mississippi í Bandaríkjunum. Þeir stinga af úr verkaflokki sem vinnur við lagningu járnbrautar, og reyna að komast heim til Everetts til að endurheimta grafinn ránsfeng úr bankaráni. Á ferð... Lesa meira

Myndin er lauslega byggð á Ódysseifskviðu eftir Hómer, og fjallar um flækingana Everett Ulysses McGill og félaga hans Delmar og Pete á fjórða áratug síðustu aldar í Mississippi í Bandaríkjunum. Þeir stinga af úr verkaflokki sem vinnur við lagningu járnbrautar, og reyna að komast heim til Everetts til að endurheimta grafinn ránsfeng úr bankaráni. Á ferð sinni rekast þeir á ýmsar skrýtnar persónur, þar á meðal kýklópa, sírenur og bankaræningjann George "babyface" Nelson, ásamt ríkisstjóra á framboðsferðalagi, mótframbjóðanda hans, og æstan Ku Kux Klan hóp, sem og blindan spámann, sem varar þríeykið við með þeim orðum að "fjársjóðurinn sem þið leitið að er ekki fjársjóðurinn sem þið finnið."... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Svona þokkaleg ræma um þrjá strokufanga á fyrri hluta síðustu aldar og hinum og þessum uppákomum sem þeir lenda í. Myndin fer vel af stað en síðan þynnist hún og er orðin soldið veik undir lokin. Tónlistin er líka að mínu mati ekkert alltof skemmtileg en á hinn bóginn var ekki mikil almennileg tónlist á þessum tíma sem myndin á að gerast á. Þó er þetta þannig mynd að það er ekki hægt að þykja hún léleg hún hefur vissan sjarma. Er í versta falli sæmileg og tel ég því tvær stjörnur vera sanngjarn dómur. Alls ekki besta mynd Coen bræðra en er vel horfandi á. Ég hefði viljað sjá meira af George ´´Babyface´´ Nelson.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrír menn strjúka úr nauðungarvinnu til að leita að fjarsjóð sem einn af þeim stal og lenda í miklum ævintýrum. Þeir heita Ulysses Everett McGill (George Clooney),Pete (John Turtorro) og Delmar (Tim Blake Nelson). Þeir hitta mann að nafni Tommy á leiðinni en hann segist hafa selt djöflinum sál sína til að getað spilað vel á gítar. En löggan er á hælunum þeirra og þeir lenda í miklu fyndnu eins og að bjarga Tommy frá Ku Klux Klan,verða barðir í klessu af Biblíusölumanni (John Goodman) ofl ofl. Myndin er byggð á Ódysseifskviðu Hómers og er að mínu mati besta mynd Coen bræðrana fyrir utan Intolerable Cruelty.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör gæðamynd sem hlýar manni um hjartarætur. Hér eru 3 fangar Ulysses Everett McGill, Pete og Delmar O'Donnell sem sleppa úr fangelsi til að grafa upp gömul auðæfi sem hann Ullysses segist hafa falið í gamla húsinu sínu. Á leiðinni hitta þeir Tommy, djöfullinn sjálfan, Ku Klux Klan og sírenur. Þessi mynd er sú skrítnasta sem ég hef séð og getur verið alveg bráðskemmtilega fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrein unun á að horfa, eins og flestar myndir þeirra Coen-bræðra. Við fylgjumst með þrem strokuföngum á ferðalagi í leit að týndum fjársjóð, með viðkomu á vinsældarlistum, Ku Klux Klan-messum, hvítasunnusamkomum og víðar. Ein af þessum sem maður hreint verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, ég verð að vera í algjörum minnihluta.. mér fannst þessi mynd alveg drepleiðinleg, karakterarnir fóru í taugarnar á mér og ég hafði bara mjög takmarkaðan húmor fyrir þessu öllu saman! Mér drepleiddist! myndin fær hálfa stjörnu fyrir tónlistina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.11.2017

Nýtt í bíó - Suburbicon

Nýjasta kvikmynd í leikstjórn George Clooney, Suburbicon, verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í b...

03.09.2016

Night Of leikari í lygavef - Atriði

Leikarinn Riz Ahmed hefur vakið töluverða athygli fyrir leik sinn í bandarísku HBO spennuþáttunum The Night Of, en þeir eru byggðir á BBC þáttaröðinni Criminal Justice.  Í þáttunum leikur Ahmed á móti O Brother, Where Art Thou? leikaranum John T...

01.05.2015

Drepinn af Stallone, Willis og Schwarzenegger

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í maí hefti Mynda mánaðarins: Uppáhaldsmynd Rons Perlman er Nobody's Fool frá árinu 1994. Hans fyrsta kvikmyndahlutverk var aðalhlutverkið í Quest For Fire árið 1981 í...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn