Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Villiljós 2001

(Dramarama)

Frumsýnd: 19. janúar 2001

80 MÍNÍslenska

Í Reykjavík nútímans stefnir allt í ósköp venjulegt kvöld þar til rafmagnið fer af... Ólétt stúlka festist í hraðbanka um leið og hún fær hríðir. Líkbílstjóri berst við draug með hjálp páfagauks og hefur ofsaakstur um dimmar göturnar. Rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fer út um þúfur þegar eldri hjón reyna að leggja þeim lífsreglurnar. Og... Lesa meira

Í Reykjavík nútímans stefnir allt í ósköp venjulegt kvöld þar til rafmagnið fer af... Ólétt stúlka festist í hraðbanka um leið og hún fær hríðir. Líkbílstjóri berst við draug með hjálp páfagauks og hefur ofsaakstur um dimmar göturnar. Rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fer út um þúfur þegar eldri hjón reyna að leggja þeim lífsreglurnar. Og flugvél með hljómsveit innanborðs villist af leið á meðan tónlistarmennirnir eins og aðrir þetta kvöld, reyna að sjá ljósið í myrkrinu.... minna

Aðalleikarar


Ekkert svo góð mynd en ekkert svo slæm heldur bara söguþráðurinn er enginn sambandi við þegar myndinn endar bara rafmagnið fór af. En ég meina ég leigði myndinna bara vegna þessa að Eggert er í henni en annars voru Björn Jörundur og Ingvar alveg jafn góðir og björguðu þeir myndinni fyrir horn. Ég var svosem ekkert ósáttur um þessa mynd bara það að þeað er enginn tilgangur í henni og endirnn var bara ruglen ef þið hafið gaman af góðum leik þá er vitt í því að leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er ekkert mikið fyrir svona myndir en íslenskt er nú einu sinni alltaf sérstakt.

Mér fannst þetta frekar skondin mynd, sérstaklega þegar að Gísli og og Nína Dögg voru að leika, þá dó ég. Þau voru alveg frábær!

Og ekki má gleyma henni Eddu Björgvins, hún er náttúrulega alveg mögnuð í þessu hlutverki og Eggert!

Þetta atriði var það BESTA í myndinni (þ.e.a.s. inni á veitingastaðnum)

Hin voru alveg ágæt líka, Ingvar að sjálfsögðu lék blinda manninn vel (Þú ert frábær leikari Ingvar!!)

Jæja, þessi mynd fær 3 stj. frá mér :D

Hún hefði getað fengið 4 stj. ef ég hefði bara fattað svona mynd :S, var nefnilega ekki að fatta út á hvað hún gekk.

Góð mynd fyrir það ef maður nennir að pæla í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina Villiljós með nokkurri tilhlökkun, enda var trailerinn fyrir myndina hreinasta afbragð, og vil ég byrja á því að hrósa framleiðendum myndarinnar, ZikZak, fyrir það að gera sér grein fyrir því að trailerar skipta máli. Íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa oft ekki mikið pælt í trailerum fyrir myndir sínar, enda kostar það mikla vinnu að gera góðan trailer. Villiljós er eins og margir vita, leikstýrð af fimm leikstjórum, sem er sniðug hugmynd þar sem að myndin samanstendur af fimm mismunandi sögum. En til þess að þetta gangi allt saman upp verður að vera einhvers konar samkomulag á milli leikstjóranna, alls ekki um stíl eða tækni (enda eru mismunandi stílar og þess háttar eitt af því skemmtilegasta við það að hafa marga leikstjóra), heldur um hvernig vinna á söguna, hvernig hún komi best til skila. Það fannst mér ekki ganga nógu vel í Villiljósum, leikstjórarnir virtust ekki hafa sömu markmið í kollinum. Leikarar í myndinni eru nokkuð misjafnir en margir standa sig mjög vel. Þar ber helst að nefna unga parið á veitingastaðnum, (afsakið en ég veit ekki hvað margir leikaranna heita) þjóninn í sama atriði, æsti maðurinn í síðasta hlutanum og svo var Ingvar E. Sigurðsson mjög góður. Eins og gefur að skilja er samanburður á atriðunum fimm óhjákvæmilegur, þar sem að myndin er ekki ein heild, heldur 5 litlar heildir. Ég vissi áður en að það kom að "the end credits" (afsk. en ég veit ekki hvað maður getur kallað þetta á íslensku) að partur nr. 3 sem er atriði sem gerist inni í veitingahúsi væri gerður af Ragnari Bragasyni. Mynd hans, Fíaskó, (sem var einmitt einnig framleidd af ZikZak og var einnig með ágætan trailer) fannst mér með afbrigðum góð og finnst mér leiðinlegt að heyra hversu illa sú mynd gekk í bíóhúsum. Í þeirri mynd kemur greinilega fram auga Ragnars fyrir góðum kvikmyndaupptökuvélasjónarhornum (camera angles) og hlakka ég til að sjá hvað Ragnar mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Atriði Ragnars í Villiljósum lyftir myndinni upp á nokkurs konar hærra plan og er að mínu mati langbesta atriðið í myndinni, ekki er það bara best unnið, heldur líka mjög vel skrifað. Einnig er síðasta atriðið nokkuð gott, vel leikið og unnið, en handritið að því fannst mér ekki nógu gegnumheilt, ekki nógu útpælt. Að sjálfsögðu eru ljósir punktar í öllum atriðunum eins og t.d. spilakassaatriðið í atriði 2 sem gerist á einhvers konar súrrealísku unglingaspilavíti en veiku punktar myndarinnar eru allmargir einnig. Til að byrja með var myndin mjög svo misvel unnin tæknilega séð. Þar ber fyrst að nefna hljóðvinnsluna, sem var í fyrsta lagi misgóð á milli atriða, sem er einkar leiðinlegt (í sumum atriðum var stundum erfitt að heyra hvað var verið að segja, en í öðrum var það í góðu lagi), og í öðru lagi voru "tónlistarklippingar" misheppnaðar á köflum. Allt of hratt "fade-out" og þess háttar mistök eru eitthvað sem ætti að vera tiltölulega auðvelt að forðast. Það að láta margar sögur fléttast saman er aldagömul aðferð sem getur verið mjög skemmtileg og nýjustu myndirnar í þeim flokki eru t.d. hin frábæra Magnolia og Short Cuts. Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur Villiljósa fer samt nokkuð skemmtilega leið í þessum efnum með því að láta sögurnar tengjast mjög lítið innbyrðis (sem hefði samt verið hægt að gera þótt hér séu fimm leikstórar við stjórnvölinn), þær tengjast nánast bara saman að einu leyti. Þegar rafmagnið fer af í Reykjavík eru persónur myndarinnar að upplifa sérstakan atburð. Líf allra persónanna breytist, þær ganga allar í gegnum einhvers konar umskipti. Helsti galli Villiljósa, er einfaldlega sá að myndin gengur ekki upp. Maður fær lítinn sem engan tíma til að kynnast persónunum og því er manni nokk sama hvað hendir þær og þar liggur hundurinn grafinn. Manni á ekki að standa á sama. Í myndum sem þessum eiga persónurnar að hafa forgang, án þess situr maður eftir í bíósalnum og myndin skilur ekkert eftir sig nema kannski í hæsta lagi flotta tónlist og tæknibrellur. En það er ekki það sem myndin snýst um. Handritið (eða handritin) er nokkuð gott og setningar eins og: "Við verðum að farað tala saman." -"Af hverju?" -"Því við erum hætt því." eru hreinasta snilld og ræðan sem Ingvar heldur í bílnum þegar hann segir okkur frá því að við missum öll takið er líka mjög góð. Sögurnar 5 í þessari mynd hefðu allar getað gengið upp sem prýðisgóðar stuttmyndir og þá kannski aðeins lengri hver mynd en saman mynda þær enga heild.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir stórfínar íslenskar myndir sem hafa verið gefnar út undanfarið (Englar Alheimsins, 101 Reykjavík og Íslenski Draumurinn) má segja að maður sé farinn að gera auknar kröfur til íslenskra mynda en Villiljós kemst því miður ekki mjög nálægt því að uppfylla þær. Hluti af vandamálum myndarinnar stafar af því hversu stefnulaust og tilviljanakennd atburðarásin virðist vera, líkt og í hinni óheppilega titluðu mynd Fíaskó. Annað vandamál stafar af því hve hæg keyrslan er á köflum, of mikið er af langdregnum samtölum og hlutum sem eru ekkert sérstaklega áhugaverðir. Ég legg til að verðandi handritshöfundar hafi eftirfarandi í huga: Ef einhver atburðarás einkennist af því að manni myndi leiðast við það að vera þátttakandi í henni mun áhorfendum leiðast að minnsta kosti jafn mikið við að horfa á hana. Þetta er reyndar alls ekki einkennandi fyrir myndina í heild sinni því að hún á ágæta spretti hér og þar (þeir sterkustu verandi atriðið á veitingahúsinu og sagan með blinda manninum) en kemur samt upp of oft. Það er líka farið út í að gera listræna hluti (fólk talandi án þess að opna munninn og fleira) sem ég get ekki mögulega séð að sé neitt á bakvið og virðist bara hafa verið gert til að vera "öðruvísi". En þá að því jákvæða; útlit myndarinnar er mjög flott (það er gaman að sjá að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru farnir að kanna möguleika tölvutækninnar í auknum mæli). Tónlist og myndataka er einnig sterk. Hljóðrásin er líka vel unnin fyrir utan eitt atriði snemma í myndinni (Björn Jörundur að tala við kærustuna sína) sem ég get ekki skilið hvernig slapp út úr klippiherberginu í þessu ásigkomulagi. Ekkert er hægt að setja út á leikhópinn sem stendur sig afar vel, sérstaklega Edda og Eggert sem gamla parið. Mér finnst það alltaf hálfdapurt þegar ég þarf að gefa íslenskri mynd minna en góða dóma, kannski vegna þess að ég hef smá hugmynd um hversu mikil vinna liggur að baki og hversu tiltölulega þakkarlaust starf það er að gera mynd fyrir þennan litla markað (ég efast um að fólkið sé að þessu fyrir peningana). Þegar öllu er á botninn hvolft komast myndir samt aðeins svo langt á góðum leik, flottu útliti og góðri tónlist. Því er niðurstaðan tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.06.2020

Týndu íslensku kvikmyndirnar - Hefur þú séð þær?

Ólíkt því sem margir halda, þá gerist það annað slagið að kvikmyndir hverfa nánast af yfirborði jarðar. Íslenskar kvikmyndir hafa til dæmis því miður ekki allar ratað á stafrænt form. Í þeim flokki eru misfrægar b...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn