Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb 1964

(Dr. Strangelove)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The wild hot-line suspense comedy.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 97
/100

Hinn ofsóknaróði liðsforingi General Jack D. Ripper í Burpelson herstöðinni, trúir því að flúormengun í bandarísku vatni sé úthugsað ráðabrugg Sovétmanna til að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Hann getur komið á kjarnorkuárás á Sovétríkin án þess að yfirmenn hans viti af því. Ripper er sá eini sem þekkir lykilorðið til að kalla til baka... Lesa meira

Hinn ofsóknaróði liðsforingi General Jack D. Ripper í Burpelson herstöðinni, trúir því að flúormengun í bandarísku vatni sé úthugsað ráðabrugg Sovétmanna til að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Hann getur komið á kjarnorkuárás á Sovétríkin án þess að yfirmenn hans viti af því. Ripper er sá eini sem þekkir lykilorðið til að kalla til baka B-52 sprengjuflugvélarnar og hann er búinn að loka á öll samskipti inn og út úr Burpelson herstöðinni, til að enginn trufli fyrirætlanir hans. Yfirmaður Ripper, Lionel Mandrake, sem er haldið föngnum í Burpelson af Ripper, heldur að hann kunni lykilorðið, og það eina sem hann þarf að gera er að geta komið skliaboðum út úr herstöðinni. Í Pentagon í Washington, höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, eru menn eins og Merkin Muffley Bandaríkjaforseti, Turgidson herforingi, og fyrrum Nasisti, Dr. Strangelove, að ræða hvernig hægt sé að stöðva árásina eða draga úr áhrifum væntanlegrar sprengingar svo ekki komi til kjarnorkustríðs við Sovétmenn. Gegn vilja Turgidson, þá fær Muffley sovéska sendiherrann Alexi de Sadesky inn í "stríðsherbergið", og fær yfirmann hans, sovéska forsætisráðherrann Dimitri Kisov, í símannn til að upplýsa hann um hvað gangi á. Bandaríkjamennirnir í stríðsherberginu komast að því sér til skelfingar að Sovétmenn eiga óþekkta dómsdagsvél sem þeir geta sprengt ef sprengja lendir á einhverjum lykilskotmörkum í Sovétríkjunum. Þegar Ripper, Mandrake og aðrir í herberginu reyna að ráða úr ástandinu þá er flugmaður annarrar sprengjuþotunnar með eigin áætlun í gangi um að sprengja sprengjuna einhversstaðar á óvinagrundu ef hann nær ekki alla leið á leiðarenda. ... minna

Aðalleikarar


Drepfyndin svört komedía sem er áhugaverð og fyndin á sama tíma. Hershöfðingji skipar flugvélum að bomba U.S.S.R. þannig að forsetinn neyðist til að halda fund með öðrum stríðshöfðingjum og Dr.Strangelove,nasista í hjólastól sem vinnur í vísindum. Stanley Kubrick (The Shining,The Killing,Lolita) gerði þessa mynd svo sannarlega vel og ég mæli með þessari fyrir alla kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stanley Kubrick er örugglega sá eini sem gæti gert grínmynd um stríð,en það er einmitt sem þessi svarta komedía fjallar um. Létt klikkaður hershöfðingi segir flugvélum sínum að bomba U.S.S.R. og forseti Bandaríkjanna neyðist til að halda fund með öðrum hershöfðingjum og líka Dr.Strangelove (Peter Sellers,A Shot In The Dark) sem er nasisti í hjólastól. Allir leikararnir leika ótrúlega vel og allir eiga skilið Óskarsverðlaun (sérstaklega Peter Sellers) en útkoman úr þessu er bráðskemmtileg eftir (að mínu mati) besta leikstjóra allra tíma,Stanley Kubrick að nafni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það getur oft verið erfitt að gagnrýna myndir sem eru orðnar þetta gamlar en það er ekki dæmið með þessa.

Ég ætla ekkert að fara út í söguþráðinn, en þetta er bráðskemmtileg mynd sem ALLIR kvikmyndaáhugamenn verða að sjá.

Það sem mér fannst hvað flottast við þessa mynd voru tökurnar á stríðsatriðunum, en það var eins og það væri verið að sýna úr fréttum, myndavélin á hreyfingu og þess háttar.

Ef þú ert ekki búinn að sjá þessa mynd þá ráðlegg ég þér að gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sagt er að það á fyrsta degi sem forseti Bandaríkjanna hafi Ronald Reagan spurt hvar stríðs herbergið (war room) væri. Þegar honum var sagt að það væri ekkert svoleiðis herbergi sagði hann strax, jú, ég sá það í “Dr. Strangelove”! Sjúkdómurinn sem veldur því að fólk geti ekki stjórnað höndunum á sér(oftast eftir heilablóðfall eða annarskonar heilaskaða) er kallaður “Dr. Strangelove Syndrome” (Dr. Strangelove heilkenni). Atriðið þegar hinn hressi kúreki T.J. King Kong hoppar út úr flugvél með kjarnorkusprengju milli fótanna öskrandi “hee hoo” er einsog sturtu atriðið í Psycho, það hafa flestir séð það eða einhverskonar útgáfu af því, þó að þau hafi aldrei heyrt um kvikmyndina “Dr. Strangelove”. En hún er eitt meistaraverk kvikmyndasögunnar og að mínu mati besta myndin sem Stanley Kubrick gerði!


“Dr. Strangelove”, sem heitir reyndar fullu nafni “Dr. Strangelove: or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb” segir frá hershöfðingjanum Jack D. Ripper (Sterling Hayden) sem ákvað einn daginn að kommarnir í Sovétríkjunum hafi lifað nógu lengi. Án samþykkis frá yfirvöldum skipar hann öllum sínum herflaugum að sprengja upp Sovétríkin með kjarnorkusprengjum. Hann einn veit lykilinn sem getur látið flaugarnar snúa við og það er í höndum Lionel Mandrake (Peter Sellers) að fá kóðann en það eina sem hann fær er langar ræður um að kommarnir séu að menga hina dýrmætu líkamlegu vökva og óbeinan reyk frá stóra vindlinum hans.


Á meðan er forsetinn Muffley (Peter Sellers) og aðstoðarmenn hans, þar á meðal General 'Buck' Turgidson (George C. Scott), Dr. Strangelove (Peter Sellers) og svo sendiherra Sovétríkjanna Sadesky (Peter Bull), á fullu í stríðs herberginu. Muffley reynir að útskýra fyrir forseta Sovétríkjanna, Dimitri, að tugir kjarnorkusprengja séu á leiðinni til hans. Þeir taka þessu reyndar nokkuð vel en viðurkenna það að þeir hafi smíðað dómsdags vopn sem fer á stað sjálfkrafa og er ekki hægt að slökkva á.


Kubrick hafði gert nokkur drög að handritinu fyrir “Dr. Strangelove”. Hann hafði byggt þau á bókinni “Red Alert” eftir Peter George, sem var spennu tryllir. Kubrick hafði ætlað sér að gera svipaða kvikmynd en þegar hann fór að hugsa málið þá voru nokkuð mörg atriði fyndin og að myndin yrði kannski sterkari ef hún væri satíra en ekki bara venjuleg spennumynd. Hann fékk Terry Southern til að vinna handritið með og saman gerðu þeir handritið fyndnara, til dæmis með að bæta við einni persónu og breyta nokkrum nöfnum; Turgidson, Kissoff, Guano, DeSadesky, and Merkin Muffley.


Peter Sellers fer með leiksigur í myndinni, hann var tilnefndur til óskars en tapaði fyrir Rex Harrison (My Fair Lady). Sellers leikur þrjú stór hlutverk, stöðvarstjórann Lionel Mandrake, forsetann Merkin Muffley og titilhlutverkið Dr. Strangelove. Strangelove(hét áður Merkwurdigliebe en breytti því) er fyrrum nasista vísindamaður, vopnaður hjólastól, þýskum hreim, einum svörtum hanska og vinstri hendi sem hefur sinn eigin vilja, hún reynir að hylla Hitler við hvert tækifæri og taka Strangelove í kverktaki. Sellers hafði reyndar átt að leika fjögur hlutverk, Mandrake, Muffley, Strangelove og T.J., flugmanninn hressa sem skellti sér með kjarnorkusprengjunni. En Sellers náði aldrei að fullkomna Texas hreiminn sem persónan hafði svo hann var ekki nógu ánægður, þannig að þegar hann fótbraut sig var strax annar leikari fundinn, kúrekinn Slim Pickens varð fyrir valinu. Kubrick sagði honum ekki hverskyns myndin var heldur lét hann Pickens leika hlutverkið alvarlega einsog hann væri að leika í drama mynd, útkoman varð mjög skemmtileg.


Það eru margir aðrir góðir leikarar; George C. Scott er frábær sem Turgidson, hálf barnalegi hershöfðinginn sem sér allstaðar komma samsæri allstaðar, fer í fýlu þegar hann er skammaður, finnst að tíu til tuttugu milljónir bandarískra fórnarlamba (í mesta lagi!) sé viðunandi og óskar þess heitast að bandaríkin ættu líka dómsdags vopn einsog rússarnir! James Earl Jones, í sínu fyrsta hlutverki, Sterling Hayden, Keenan Wynn, Peter Bull og fleiri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórgóð kaldastríðsræma um kolbilaðan amerískan hershöfðingja sem hleypir einn síns liðs þriðju heimsstyrjöldinni af stað og finnst það hið besta mál. Skrýtið er það að Peter Sellers er í þrem hlutverkum í myndinni, stórgóður sem Dr. Strangelove, þjóðverji sem breytt hafði nafninu úr Gemörkeliebe, allt í lagi sem forsetinn og frekar slakur sem hinn bæði og úrræðagóði Mandrake kafteinn. Skylduáhorfun fyrir unnendur kolsvartra gamanmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn