Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Fucking Åmål 1998

(Fucking Amal)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júlí 1999

Jag ska aldrig mer bli ihop med nån. Jag ska bli celibat. / Two girls. One love.

89 MÍNSænska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Åmål er lítill og ómerkilegur bær þar sem aldrei neitt gerist, og það nýjasta í tískunni er þegar orðið gamalt þegar það berst þangað. Hin unga Elin er vinsæl, falleg, en leið á lífinu, og hefur frekar slæmt orð á sér þegar kemur að strákum, en staðreyndin er samt sú að hún hefur aldrei gert "það". Önnur stelpa í skólanum, Agnes, sem er leið... Lesa meira

Åmål er lítill og ómerkilegur bær þar sem aldrei neitt gerist, og það nýjasta í tískunni er þegar orðið gamalt þegar það berst þangað. Hin unga Elin er vinsæl, falleg, en leið á lífinu, og hefur frekar slæmt orð á sér þegar kemur að strákum, en staðreyndin er samt sú að hún hefur aldrei gert "það". Önnur stelpa í skólanum, Agnes, sem er leið og á enga vini, er ástfangin af henni, en er of feimin til að gera neitt í því. En af ýmsum ástæðum, þá endar með því að Elin kemur í afmælisveislu Agnesar og er eini gesturinn. Þær fara saman út að skemmta sér en eftir það þá forðast Elin Agnes eins og heitan eldinn, og neitar alfarið að horfast í augu við tilfinningar sínar til Agnesar. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er meistaraverk allra tíma. Ég hef sjaldan séð góðar myndir sem eru ekki á ensku, en þessi er allveg frábær. Hún höfðar til fólks á aldrinum 13-50 ára. Ég mæli tvímælalaust með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Agnes og Elín eru tvær stelpur sem eiga ólíkt líf en kynnast í afmæli Agnesar sem er ástfanginn af Elínu. Þetta á eftir að hafa mikil áhrif á þær báðar. Þetta var frábær mynd sem skipist á hlátur og grátur í (ég hló mykið en grét minna). Í einu orði sagt FRÁBÆR og liggur við að maður ætti að gefa henni 4 stjörnur (kannski að ég breiti því bara). Fínn leikur hjá stelpunum tveim og reyndar öllum hinum líka. Ef þið eruð ekki búin að sjá Fucking Åmål þá skuliði skella ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gæti ekki verið meira sammála síðasta ræðumanni; þessi mynd ætti að fá 5 stjörnur. Gott mótvægi við alla delluna sem heldur áfram að flæða frá Hollywood, og ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sé besta mynd sem ég hafi séð. Frábær blanda af gamni og alvöru, og staðreyndin að hún er sænsk styrkir hana miklu fremur en veikir, þar sem auðveldara er að taka hana alvarlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir þeirri upplifun að horfa á þessa mynd í sjónvarpinu á dögunum og get vart orða bundist. Þvílík snilld!! Myndin er allt í senn, fyndin, hrífandi, sorgleg og skemmtileg. Handritið er listavel skrifað, persónurnar eru svo raunverulegar að manni finnst maður hafa hitt þetta fólk allt saman áður. Þarna er fjallað um viðkvæmt málefni, þ. e. samkynhneigð, á opinskáan og einlægan máta. Einhver allra besta samtímamynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fjórar stjörnur er alltof lítið! Þetta er mynd til að verða ástfanginn af. Hún er fyndin og skemmtileg og virkilega vel gerð, og eitthvað annað en þetta endalausa Hollywood-kjaftæði. Ég vona svo sannarlega ekki að Hollywood uppgötvi Fucking Amal því þeir myndu pottþétt vilja endurgera hana, sem myndi aldrei geta orðið annað en ömurlegt. Leikararnir eru fínir, og sérstaklega er bæði persónan Elín og stelpan sem leikur hana mjög mjög flott. Toppmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

07.09.2013

Þrír heiðursmenn á RIFF - myndir og stiklur

Það verður mikið um dýrðir þegar RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, hefst þann 26. september í Reykjavík, en hátíðin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Eitt af því sem gert verður...

31.08.2013

Fucking Åmål leikstjóri heiðursgestur RIFF

Heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár er sænski leikstjórinn Lukas Moodysson, að því er fram kemur í tilkynningu frá RIFF. Hann fær "Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi". ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn