Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lilja 4-ever 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. mars 2003

109 MÍNRússneska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Á meðan hún bíður eftir því að móðir hennar svari ósk hennar um að fara með sig til Bandaríkjanna, þá eyðir Lilya, 16 ára, tíma sínum við að reykja, drekka og skemmta sér með vinkonu sinni, sem einnig er utangarðs, Volodya. Þær búa í fátæku þorpi í Eistlandi. Með tímanum þá verður möguleikinn á nýju lífi ekki fyrir hendi lengur; líf hennar... Lesa meira

Á meðan hún bíður eftir því að móðir hennar svari ósk hennar um að fara með sig til Bandaríkjanna, þá eyðir Lilya, 16 ára, tíma sínum við að reykja, drekka og skemmta sér með vinkonu sinni, sem einnig er utangarðs, Volodya. Þær búa í fátæku þorpi í Eistlandi. Með tímanum þá verður möguleikinn á nýju lífi ekki fyrir hendi lengur; líf hennar er stopp, því móðir hennar skilur hana eftir allslausa. Hún hittir síðan ungan mann sem hún verður ástfangin af, Andrej, og fær síðan flugmiða í hendurnar og er boðið nýtt líf í Svíþjóð: vinnu, íbúð og framtíðarmöguleika. En ekki er allt sem sýnist. Það verður unnið, það verða unnin húsverk og það er ekki möguleiki á að sleppa. Þetta er nöturlegur veruleiki þeirra sem verða ung fórnarlömb mansals. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd fjallar um unga stelpu Lilya(Oksana Akinsjina), sem býr í sovíetríkjunum í fátækrahverfinu eini vinur hennar er ungur strákur Volodya(Artiom Bogutjarskij). Hana dreymir um betra líf þangað til hún hittir mann að nafni Andrei(Ljubow Agapova) of verður hún ástfangin af þessum manni, Seinna biður hann hana um að flytja til Svíþjóðar með sér til að hefja nýtt líf. Og þar hefst martröðin. Alls ekki láta þetta meistaraverk frmhjá ykkur fara !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sumar myndir skilja mann eftir agndofa þegar þeim er lokið. Lilya 4-ever er ein af þeim myndum sem slá mann utanundir oft og mörgum sinnum. Myndin hefur notið verðskuldaðar athygli og verið verðlaunuð í bak og fyrir. Myndin fjallar í stuttu máli um hina 16 ára gömlu Liliyu sem elst upp í fátækrahverfi í Rússlandi. Mamma hennar yfirgefur hana og stingur af til Bandaríkjanna. Lilya lendir nánast á götunni og þarf að afla sér tekna með því að selja sig. Hún kynnist ungum strák og þau láta sig dreyma um bjartari framtíð. Þegar hún kynnist draumaprinsinum Andrei svífur hún um á rósrauðu skýi, en martröðin er rétt að byrja. Lilya 4-ever er átaklega saga ungrar stúlku sem villtist af leið. Myndin er raunveruleikinn eins og hann gerist verstur. Myndin er hrá á að horfa og tónlistin spilar stóran og áhrifamikinn þátt. Gæðamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Höfnun, hræðsla, svik, örvænting, andlegt og líkamlegt ofbeldi, niðurlægingar, nauðgun.. Áföllin sem aðalpersónan, Lilya, verður fyrir eru einhver þau verstu sem óharðnaður unglingur getur orðið fyrir og kemur myndin vel til skila tilfinningalegri dýpt þeirra viðbragða sem eru hér óumflýjanleg hjá unglingsstúlku sem hvorki hefur þroska né fær stuðning til að vinna úr áföllunum sem hún verður fyrir á mjög stuttum tíma, þegar líf hennar skyndilega kúvendist úr að því er virðist harmonískt líf í algjört öryggisleysi. Lilya er ósköp venjulegur unglingur sem býr með móður sinni og er í skóla. Móðir hennar yfirgefur hana og hafnar henni fyrir mann sem hún tekur saman við og flytur með til U.S.A. Lilya er hreinlega skilin eftir, fjölskyldulaus og hún missir algerlega fótfestuna þar sem hún er óharðnaður unglingur og hefur engar forsendur til að ná fótfestu þar sem félagsþjónustan bregst algerlega og frænka hennar sem átti að annast hana er fárveikur veruleikafirrtur alkóhólisti sem svíkur hana einnig. Það sem gerir þessa mynd snilldarverk er einfaldleikinn, þetta er týpísk “low-budget” kvikmynd sem einmitt gerir það að verkum að hún skilar boðskapnum til áhorfandans á einfaldan hátt sem hittir beint í mark. Án flókinnar “Hollywood-glamúrs-drama-væmni”, heldur eins og að vera áhorfandi að raunveruleikanum sem þessi mynd einmitt fjallar um. Leikstjórinn, Lukas Moodysson (Fucking Åmål) sýnir hér og sannar hæfileika sem við höfum áður séð hjá t.d. Lars Von Trier og Bille August. Það að koma efninu til skila á þennan einfalda hátt, með þvílíkri dýpt, er hreinlega algjör snilld. Snertir viðkvæmar tilfinningar okkar sem þekkjum sorg og sársauka. Eftir að hafa séð Lilya4-ever, fyllist maður auðmýkt og þakklæti fyrir eigið hlutskipti, um leið og hugtakið mannsal verður raunverulegra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er um Lilju (Oksana Akinshina), 16 ára gamla stelpu frá Sovétríkjunum sem er yfirgefin af mömmu sinni og þarf að búa þar ein. Eini vinur hennar er strákurinn Volodja. Þau búa í fátækum bæ, eiga enga peninga og Lilja þarf að taka ýmislegt til ráða til að geta keypt mat. Dag einn kynnist hún Andrej og verður ástfanginn af honum. Hann er á leið til Svíþjóðar og bíður henni að koma mér sér og lofar henni vinnu og betra lífi og lætur hún til leiðast í von um nýtt líf.

Þetta er mögnuð mynd sem sýnir raunveruleikann eins og hann er og ætti enginn að láta þess mynd framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn