Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Hand that Rocks the Cradle er skemmtileg, en gölluð, spennumynd sem heldur áfram með "yuppie-nightmare"-semi-genreinn sem myndir eins og Pacific Heights eða Mortal Thougths störtuðu snemma á tíunda áratugnum. Rebecca DeMornay leikur geðbilaða konu sem ræður sig sem barnfóstru hjá konunni sem hún telur eiga sök á sjálfsmorði eiginmanns síns. Helsti kostur myndarinnar felst í DeMornay sem er skemmtilega nasty og illgjörn kona og gerir oft á tíð mjög vonda hluti. Helsti gallinn er sá að myndin kemst aldrei á almennilegt flug og er aldrei nægilega spennandi til að virka sem sálfræðiþriller. Hún er samt sem áður vel leikin, skemmtileg og flott og gaman er að kíkja á hana þar sem Curtis Hanson gerði hana áður en hann varð heimsfrægur fyrir L.A. Confidential. Besta atriðið er þegar Julianne Moore fer inn í gróðurhúsið... Kewl!