Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hand That Rocks the Cradle 1992

Trust is her weapon. Innocence her opportunity. Revenge her only desire.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Dr. Victor Mott er virtur og vel metinn kvensjúkdómalæknir, en virðing hans og velgengni lenda í uppnámi þegar hann er sakaður um kynferðisbrot gegn sjúklingum sínum. Þegar Claire Bartel sakar hann um þennan glæp, þá stíga fjórar aðrar konur fram til að styðja við söguna og saka lækninn um það sama. Hann missir læknaleyfið og er á mörkum þess að þurfa... Lesa meira

Dr. Victor Mott er virtur og vel metinn kvensjúkdómalæknir, en virðing hans og velgengni lenda í uppnámi þegar hann er sakaður um kynferðisbrot gegn sjúklingum sínum. Þegar Claire Bartel sakar hann um þennan glæp, þá stíga fjórar aðrar konur fram til að styðja við söguna og saka lækninn um það sama. Hann missir læknaleyfið og er á mörkum þess að þurfa að fara í fangelsi, og fremur sjálfsmorð í kjölfarið. Og ef þetta var ekki nóg fyrir ekkju hans, þá á hún nú á hættu að missa húsið sem þau bjuggu í. Hún er blönk og einmana, en kemst nú að því að Claire er að leita að barnfóstru fyrir ung börn sín, og sér þarna tækifæri til að hefna sín á Claire Bartel, og stela af henni fjölskyldunni í leiðinni ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Hand that Rocks the Cradle er skemmtileg, en gölluð, spennumynd sem heldur áfram með "yuppie-nightmare"-semi-genreinn sem myndir eins og Pacific Heights eða Mortal Thougths störtuðu snemma á tíunda áratugnum. Rebecca DeMornay leikur geðbilaða konu sem ræður sig sem barnfóstru hjá konunni sem hún telur eiga sök á sjálfsmorði eiginmanns síns. Helsti kostur myndarinnar felst í DeMornay sem er skemmtilega nasty og illgjörn kona og gerir oft á tíð mjög vonda hluti. Helsti gallinn er sá að myndin kemst aldrei á almennilegt flug og er aldrei nægilega spennandi til að virka sem sálfræðiþriller. Hún er samt sem áður vel leikin, skemmtileg og flott og gaman er að kíkja á hana þar sem Curtis Hanson gerði hana áður en hann varð heimsfrægur fyrir L.A. Confidential. Besta atriðið er þegar Julianne Moore fer inn í gróðurhúsið... Kewl!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn