Náðu í appið
City of Angels
Öllum leyfð

City of Angels 1998

Frumsýnd: 24. júlí 1998

What if angels walked amoung us, and one of them fell in love with us?

114 MÍNEnska
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 54
/100
Myndin var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir besta lag í kvikmynd, eftir Alanis Morissette - "Uninvited".

Seth er eirðarlaus engill sem er á vakt í Los Angeles. Hans verkefni er að hugga þá sem eiga um sárt að binda, og fylgja þeim sem deyja til himna. Seth og engillinn vinur hans, Cassiel, velta því oft fyrir sér hvernig það væri nú að vera mannlegur. Þeir geta ekki fundið snertingu, bragð eða annað sem menn geta, og Seth dauðlangar að geta gert þetta. Tækifærið... Lesa meira

Seth er eirðarlaus engill sem er á vakt í Los Angeles. Hans verkefni er að hugga þá sem eiga um sárt að binda, og fylgja þeim sem deyja til himna. Seth og engillinn vinur hans, Cassiel, velta því oft fyrir sér hvernig það væri nú að vera mannlegur. Þeir geta ekki fundið snertingu, bragð eða annað sem menn geta, og Seth dauðlangar að geta gert þetta. Tækifærið gefst skyndilega þegar hann hittir Dr. Maggie Smith, hjartaskurðlækni, sem er nýbúin að missa sjúkling. Hún tekur það afar nærri sér, og byrjar nú að efast um eigið ágæti. Á þeirri stundu, ákveður Seth, sem alla jafna er ósýnilegur, að gera sig sýnilegan fyrir Maggie. Hann huggar Maggie, og verður ástfanginn af henni, og hún endurgeldur honum ástina. Nú þarf Seth að ákveða hvort hann ætlar að vera áfram mannlegur, eða halda áfram að vera engill. Hann fær hjálp frá Nathaniel Messinger, einum af sjúklingum Maggie, og brátt þarf Seth að taka þessa stóru ákvörðun. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gagnrýni (3)


Ofsalega falleg mynd. Hún fjallar um það að allsstaðar þar sem við erum eru englar í kringum okkur sem hjálpa okkur og styðja andlega. Þeir sjá líka um að sækja okkur þegar við deyjum. Nicholas Cage leikur svoleiðis engil í þessari mynd. Einn daginn er hann sendur til þess að sækja hjartveikan mann. Maðurinn er á skurðarborðinu hjá lækni nokkrum, leiknum af Meg Ryan. Þegar sjúklingurinn hennar deyr á borðinu hjá henni verður Meg alveg miður sín. Nicholas veitir henni andlegan stuðning. Það er eikkað skrítið samt. Honum finnst hann finna fyrir tengslum við hana og ákveður að gera sig sýnilegan fyrir henni. Mér finnst hugmyndin á bakvið myndina alveg rosalega góð. Myndin er ekki beint skemmtileg. Hún er svona blanda rómantík, sorg og fegurð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð, rómantísk, sorgleg. Fyrir þá sem eru viðkvæmir, takið endilega með ykkur vasaklúta. Þessi mynd snertir alveg hjartarætur. Góðir leikarar. Endar vel en sorglega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, já, svona allt í lagi mynd EN það bara gerðist ekki neitt. Ef þú getur ekki sofnað þá skaltu skella þessari mynd í tækið. Samt er þetta voðalega sæt mynd en á köflum er allt eitthvað svo vandræðanlegt. Nicholas Cage er góður í myndinni en Meg Ryan er alls ekki sannfærandi sem læknir, hún er allt of saklaus til þess að vera læknir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn