Casper
Öllum leyfð
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd

Casper 1995

Seeing is believing / Who says there's no such thing as ghosts?

6.1 107,556 atkv.Rotten tomatoes einkunn 44% Critics 6/10
100 MÍN

Draugafangarinn James Harvey og dóttir hans Kat eru fengin til að gera eitthvað varðandi reimleika í húsi sem er í eigu hinnar grísku Carrigan Critterdon. Í ljós kemur að það eru fjórir draugar í húsinu; hinn vinalegi og dálítið einmanna Casper og svo frændur hans, hinir ærslafullu Stretch, Stinkie og Fatso. Casper og Kat verða strax góðir vinir og framundan... Lesa meira

Draugafangarinn James Harvey og dóttir hans Kat eru fengin til að gera eitthvað varðandi reimleika í húsi sem er í eigu hinnar grísku Carrigan Critterdon. Í ljós kemur að það eru fjórir draugar í húsinu; hinn vinalegi og dálítið einmanna Casper og svo frændur hans, hinir ærslafullu Stretch, Stinkie og Fatso. Casper og Kat verða strax góðir vinir og framundan er skemmtilegt og ærslafullt ævintýri sem allir hafa gaman af.... minna

Aðalleikarar

Bill Pullman

Dr. James Harvey

Cathy Moriarty

Carrigan Crittenden

Joe Nipote

Stretch (voice)

Joe Alaskey

Stinkie (voice)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Hver man ekki eftir teiknimyndunum um Casper, vinalega draugnum sem varla gerði sálu mein? Bíófærslan á þessari kostulegu persónu kom fyrst fyrir sjónir um 1995. Það var eina skiptið sem ég sá hana, og þarf maður kannski að endurrifja myndina. En förum aðeins í söguna. Maður og dóttir hans ákveða að flytja frá borgarlífinu í þögnina. Þau finna hús lengst út í fjarska og ákveða að koma sér fyrir. Allt virðist með felldu, en þau eiga eftir að komast að það eru aðrir í húsinu en þau. Svo er kona ein og kærsti hennar sem komast að því að það er fjársjóður í húsi þeirra og þau vilja ná honum, sama hvað það kostar. Ég man nú lítið eftir myndinni sjálfri, annað en það að ég var mjög ungur þegar ég sá hana. Bill Pullman og Christina Ricci voru í henni, og þau voru allt í lagi. Hún var mjög flott þegar ég sá hana, getur vel verið að álit mitt á eftir að breytast þegar ég sé hana næst. En þeir sem tala fyrir bræður Caspers eru kostulegir og einstaklega gaman að þeim karakterum. Svo átti hún að vera soldið sorgleg þegar kemur að endanum og einhver ástarsaga milli Caspers og karakter Ricci(eins fáránlegt og það hljómar), en það er allt í fína lagi. Casper er hin tilvalda fjölskyldumynd, en er örugglega ekki fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn