Náðu í appið
Chaplin
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Chaplin 1992

He made the whole world laugh and cry. He will again.

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 47
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna, vegna tónlistar, bestu listrænu stjórnunar, og Robert Downey Jr. fyrir leik.

Chaplin fjallar um villt æviskeið enska leikarans Charlie Chaplin frá árunum 1895-1973, allt frá mótunarárunum í Englandi þar til hann slær í gegn í Bandaríkjunum, líf og starf, og ástir. Á meðan persónur hans á hvíta tjaldinu voru sprenghlægilegar, þá var maðurinn á bakvið "litla flækinginn" sífellt í innri baráttu vegna tómleikatilfinningar.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)

Eitt stórt VÁ !!!
Chaplin er mynd um frægasta grínista heims, sjálfann Charlie Chaplin og í þessari mynd sér maður allt aðra hlið á meistaranum og ég var svo viss um að Charlie væri svo allt öðruvísi karakter en nei hann var svo háður að búa til þessar myndir sem hann geriði og var ekki að átta sig á hve frægur og vinnsæll hann var. En svo með árunum þá sá hann það alltaf meira og meira hve frægur hann var. Sagan segir frá því þegar George Hayden (Anthony Hopkins) tekur viðtöl við hann fyrir bókina sem myndin var gerð á og svo kemur þessi frábæra mynd. Charlie Chaplin fékk alveg einstækann feril sem kemur fram í myndini og hann byrjaði bara sem unga barn að vera fínasti leikari svo fór hann í leikrit og þaðann í kvikmyndir. Chaplin var algör player og hann er einn mesti player sem ég veit um fyrir utann sá allra besta playerinn Hugh Hefner. Charlie var giðingur og var mjög mikilll Nasista hartari (Skynjalega) og hann hefur átt alveg margar konur í gegnum árin

Robert Downey Jr. Fer með hlutverkið Charlie Chaplin og þetta hlutverk er sá allra besta hlutverk sem Robert hefur tekið að sér. Hans túlkun á Chaplin er alltof góð, þarna sér maður hann standa sig mjög vél. Þökk sé Mack Sennett (Dan Aykroyd) þá fengum við Chaplin eins og við þekkjum hann, því Mack bauð honum fyrsta hlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd og líka þökk sé Mack þá leyfði hann Chaplin að gera sína fyrstu mynd og svo tók Chaplin við og hélt áfram. Charlie Chaplin var alltof frægur á þessum tíma og það dýrkuðu hann allir nema Nasistar. Þessar 143 min sem myndin er þá vill maður ekki hætta að horfa á hana og þegar hún var búinn þá vill maður horfa meira og meira. Myndin fékk þrenn Óskarinn og Robert Downey Jr fékk líka fyrir sína túlkun á Charlie Chaplin. "Chaplin reynist vera gleymd kvikmynd, ég þekki nánast enga sem hafa séð hana né vita af henni og þeir sem eldri eru muna varla eftir henni. Það muna allir hinsvegar eftir Chaplin sjálfum"(Sindri Gretarsson) þetta er svo satt að hálfa væri nóg, Þegar Chaplin var búinn þá var maður í sjokki
Ef ÞÚ ert EKKI búinn að sjá Chaplin þá skaltu halupa út á næstu leigu og taka hana ef hún er ekki inná þá geturu alltaf spurt eitthvern vin þinn, í vesta falli þirftu að Downlada henni :(

Einkunn: 10/10 - Það er varla hægt að segja að hún sé með galla en auðvitað eru allar myndir með eitthvern galla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chaplin reynist vera gleymd kvikmynd, ég þekki nánast enga sem hafa séð hana né vita af henni og þeir sem eldri eru muna varla eftir henni. Það muna allir hinsvegar eftir Chaplin sjálfum, án þess að bulla og blaðra um hið augljósa þá held ég að allir geta verið sammála um snilldina sem Chaplin skapaði og skildi eftir sig. Robert Downey Jr. skilur eftir sig sína eigin mestu snilld sem Chaplin, og er það án efa hans besta hlutverk. Hann nær töktunum, skapgerðinni og mest af öllu húmornum jafn vel og Chaplin sjálfur, hann leikur einnig Chaplin gallalaust á eldri árum þó svo hann hafi varla verið 27 ára við tökur. Fjallað er um líf Chaplins alveg frá 1895 þar til 1973 aðalega um hans villta líferni á þessu tímabili, mögulega þá er fjallað meira um slæmu/óeðlilegri hliðar lífs hans heldur en góðu/eðlilegri. T.d mörgu samböndin sem hann hafði með stelpum undir lögaldri og öll hjónaböndin hans sem flest enduðu í ringulreið. Sjálfum finnst mér lítið slæmt um það sem var sýnt, kvikmyndin gaf mjög athyglisverða sýn á líf hans og sérstaklega tímabilinu sem hann lifði. Að sjá Chaplin kynnast kvikmyndaheiminum við byrjun tuttugustu aldarinnar lætur mig alltaf vilja að vera í hans sporum, enda er Hollywoodland í Chaplin sýnt eins og hið besta Eden. Fyrir utan Robert Downey Jr. þá er andskoti stórt aukaleikaralið til þess að hjálpa til, Kevin Kline, Dan Aykroyd, Kevin Dunn, Diane Lane, James Woods, Marisa Tomei, Milla Jovovich og Geraldine Chaplin, dóttir Charles Chaplin. Alveg eins og Gandhi þá er Chaplin mjög vel gerð biopic eftir hann Richard Attenborough, mjög litrík og áhugaverð kvikmynd um manneskju sem skapaði ódauðlegar goðsagnir, sem er mikið magn að bera fyrir leikara eins og Robert Downey Jr. En hann tók það allt og meira, og átti einnig óskarinn skilið sem hann fékk ekki árið 1993. Ég vona að þessi mynd fái að lifa lengur í minningu manna, frammistaða hans Downey er alveg nóg til þess að lofa góðu fyrir alla sem sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð góð mynd sem fjallar um líf mesta grínista heims:Chaplin. Robert Downey Jr. er mjög góður sem Chaplin og allir hinir standa sig með prýði og leikstjórnin góð. Hin fínasta mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík mynd. Hún fjallar um ævi þessa snillings og er, ég verð að segja ótrúlega fyndin. Robert Downey Jr. leikur Chaplin ótrúlega vel. Sjáið þessa strax, ef þið eruð ekki búin að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn