Avatar 3 muni koma áhorfendum á óvart

Rúmlega 2 ár eru liðin síðan Avatar: The Way of Water var heimsfrumsýnd. Kvikmyndin kom í bíó 13 árum eftir að fyrsta Avatar myndin kom út (2009). Aðdáendur James Cameron munu hinsvegar ekki þurfa að bíða svo lengi eftir þriðju myndinni úr seríunni, því Avatar 3 eða Avatar: Fire and Ash er komin í eftirvinnslu og má búast við heimsfrumsýningu næstu jól.


Í viðtali við tímaritið Empire segir Cameron að Avatar 3 sé djarfari en fyrstu tvær og muni koma áhorfendum á óvart. Cameron benti einnig á mikilvægi þess að taka hugrakkar ákvarðanir í söguframvindunni og kvikmyndagerðinni og festast ekki í sama farinu. Nauðsynlegt sé að finna upp hjólið í sífelldu og vera stöðugt skapandi. Hann bætir við að Avatar 3 verði í svipaðri lengd og Avatar 2, eða rúmlega 3 tímar á lengd.

Avatar: Fire and Ash mun einnig bæta við nokkrum leikurum á borð við David Thewlis sem Peylak og Oona Chaplin (barnabarn Charlie Chaplin) sem mun leika Verang, leiðtoga Ösku-ættbálksins.

https://www.empireonline.com/movies/news/james-cameron-avatar-3-brave-choices-exclusive